Kolefnisbinding er náttúruvernd Pétur Halldórsson skrifar 7. apríl 2017 10:00 Um þetta erum við sammála, Tómas Grétar Gunnarsson, sem skrifar grein á visir.is 3. apríl með fyrirsögninni „Að samræma kolefnisbindingu og aðra náttúruvernd“. Kolefnisbinding er náttúruvernd og ber að þakka Tómasi fyrir að vekja máls á því. Að heimsbyggðinni steðja hættur sem eru sjálfskaparvíti okkar sjálfra, hröð losun kolefnis út í andrúmsloftið sem tók milljónir ára að bindast með hjálp ljóstillífandi lífvera. Skógrækt er ein öflugasta aðgerð sem Íslendingum stendur til boða til að ná markmiðum sínum í Parísarsamkomulaginu. Ráðast þarf í miklu fleiri aðgerðir og leggja áherslu á að draga úr losun. Það nægir þó ekki að draga úr losun því minnka þarf þann koltvísýring sem þegar hefur verið losaður út í andrúmsloftið og enn á eftir að bætast við á komandi árum. Skógrækt er besta og öruggasta leiðin sem við höfum til þess. Aðrar leiðir, svo sem að bleyta aftur upp í framræstu landi eða að græða upp land án skógræktar, geta vafalaust verið góðar loftslagsaðgerðir í mörgum tilvikum. Enn er þó ekki er til vöktunarkerfi til að mæla ávinninginn og nokkuð vantar upp á þekkinguna svo við getum spáð fyrir um árangur einstakra aðgerða. Miklar rannsóknir eru aftur á móti til um bindingu í skógi á Íslandi og Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá rekur vöktunarkerfi sem mælir bindingu alls skóglendis á Íslandi og skilar til Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Skógrækt á Íslandi ógnar ekki náttúrugæðum landsins. Í skógræktaráætlunum er ávallt sneitt hjá votlendi, fornleifum og öðrum verndarsvæðum. Ekki þarf að hafa áhyggjur af því að skógrækt spilli fyrir því að Íslendingar geti staðið við Ramsarsáttmálann um vernd votlendis, Ríósamninginn um vernd líffjölbreytni eða Bernarsamninginn um vernd evrópskra dýra, plantna og lífsvæða. Yfirleitt eykur skógrækt líffjölbreytni, ekki síst þar sem skógur er ræktaður á nær líflausum auðnum og gildir þá einu hvaða trjátegundir eru notaðar. Á slíkum svæðum er vonast til að aukið samstarf Skógræktarinnar og Landgræðslu ríkisins beri mikinn ávöxt á komandi árum með ræktun öflugra skóga þeirra trjátegunda sem best henta til að ná settum markmiðum. Með því er jafnframt tryggt að gróður, jarðvegur og uppsafnað kolefni landgræðslusvæða haldist við til frambúðar og eigi ekki á hættu að eyðast snögglega, til dæmis í einu öskugosi.Engin ógn af skógrækt Þetta þýðir þó ekki að skógrækt eigi að vera án takmarkana og hömlulaus. Langt er frá því að svo sé. Miklar skorður eru settar við skógrækt á Íslandi og skýrar reglur sem fylgja þarf við gerð skógræktaráætlana. Skógrækt fer að langmestu leyti fram á landbúnaðarlandi annars vegar og auðnum hins vegar. Þegar tekið er tillit til þess að ræktaður skógur nær ekki hálfu prósenti flatarmáls Íslands er óhætt að fullyrða að af skógrækt standi engin ógn. Jafnvel þótt við tífölduðum flatarmál ræktaðra skóga yrðu þeir ekki nema á 5 hundraðshlutum landsins, sem er lítið miðað við allt það villta birkiskóglendi sem á landinu var við landnám. Í nýjum lögum um skóga og skógrækt sem umhverfis og auðlindaráðherra hefur lagt fram á Alþingi er gert ráð fyrir að ráðherra leggi fram landsáætlun í skógrækt til tíu ára í senn. Hafa skuli víðtækt samráð við gerð áætlunarinnar, til dæmis um forsendur fyrir vali á landi til skógræktar með tilliti til náttúruverndar, minjaverndar og landslags. Sú áætlun minnkar áreiðanlega núning milli hagaðila um nýtingu lands. Áhugavert er að skoða þær plöntutegundir sem eru friðaðar samkvæmt íslenskum lögum. Þá kemur í ljós að á listanum eru ýmsar tegundir sem í öðrum löndum þrífast helst í skógi svo sem súrsmæra, skógfjóla, ferlaufungur og eggtvíblaðka. Fleiri íslenskar tegundir ættu að geta breiðst út með auknum skógum, til dæmis burknategundir sem nú finnast eingöngu í dimmum klettaskorum og giljum. Ástæða væri til að dreifa slíkum tegundum í skógum landsins til að auðga flóru skóganna og tryggja viðgang tegundanna. Skógrækt á Íslandi er stunduð með varfærnum og vönduðum hætti. Auðvitað má þó alltaf gera betur og að því er stefnt. Upplýsingar og rannsóknir hjálpa þar mjög. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Halldórsson Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Um þetta erum við sammála, Tómas Grétar Gunnarsson, sem skrifar grein á visir.is 3. apríl með fyrirsögninni „Að samræma kolefnisbindingu og aðra náttúruvernd“. Kolefnisbinding er náttúruvernd og ber að þakka Tómasi fyrir að vekja máls á því. Að heimsbyggðinni steðja hættur sem eru sjálfskaparvíti okkar sjálfra, hröð losun kolefnis út í andrúmsloftið sem tók milljónir ára að bindast með hjálp ljóstillífandi lífvera. Skógrækt er ein öflugasta aðgerð sem Íslendingum stendur til boða til að ná markmiðum sínum í Parísarsamkomulaginu. Ráðast þarf í miklu fleiri aðgerðir og leggja áherslu á að draga úr losun. Það nægir þó ekki að draga úr losun því minnka þarf þann koltvísýring sem þegar hefur verið losaður út í andrúmsloftið og enn á eftir að bætast við á komandi árum. Skógrækt er besta og öruggasta leiðin sem við höfum til þess. Aðrar leiðir, svo sem að bleyta aftur upp í framræstu landi eða að græða upp land án skógræktar, geta vafalaust verið góðar loftslagsaðgerðir í mörgum tilvikum. Enn er þó ekki er til vöktunarkerfi til að mæla ávinninginn og nokkuð vantar upp á þekkinguna svo við getum spáð fyrir um árangur einstakra aðgerða. Miklar rannsóknir eru aftur á móti til um bindingu í skógi á Íslandi og Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá rekur vöktunarkerfi sem mælir bindingu alls skóglendis á Íslandi og skilar til Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Skógrækt á Íslandi ógnar ekki náttúrugæðum landsins. Í skógræktaráætlunum er ávallt sneitt hjá votlendi, fornleifum og öðrum verndarsvæðum. Ekki þarf að hafa áhyggjur af því að skógrækt spilli fyrir því að Íslendingar geti staðið við Ramsarsáttmálann um vernd votlendis, Ríósamninginn um vernd líffjölbreytni eða Bernarsamninginn um vernd evrópskra dýra, plantna og lífsvæða. Yfirleitt eykur skógrækt líffjölbreytni, ekki síst þar sem skógur er ræktaður á nær líflausum auðnum og gildir þá einu hvaða trjátegundir eru notaðar. Á slíkum svæðum er vonast til að aukið samstarf Skógræktarinnar og Landgræðslu ríkisins beri mikinn ávöxt á komandi árum með ræktun öflugra skóga þeirra trjátegunda sem best henta til að ná settum markmiðum. Með því er jafnframt tryggt að gróður, jarðvegur og uppsafnað kolefni landgræðslusvæða haldist við til frambúðar og eigi ekki á hættu að eyðast snögglega, til dæmis í einu öskugosi.Engin ógn af skógrækt Þetta þýðir þó ekki að skógrækt eigi að vera án takmarkana og hömlulaus. Langt er frá því að svo sé. Miklar skorður eru settar við skógrækt á Íslandi og skýrar reglur sem fylgja þarf við gerð skógræktaráætlana. Skógrækt fer að langmestu leyti fram á landbúnaðarlandi annars vegar og auðnum hins vegar. Þegar tekið er tillit til þess að ræktaður skógur nær ekki hálfu prósenti flatarmáls Íslands er óhætt að fullyrða að af skógrækt standi engin ógn. Jafnvel þótt við tífölduðum flatarmál ræktaðra skóga yrðu þeir ekki nema á 5 hundraðshlutum landsins, sem er lítið miðað við allt það villta birkiskóglendi sem á landinu var við landnám. Í nýjum lögum um skóga og skógrækt sem umhverfis og auðlindaráðherra hefur lagt fram á Alþingi er gert ráð fyrir að ráðherra leggi fram landsáætlun í skógrækt til tíu ára í senn. Hafa skuli víðtækt samráð við gerð áætlunarinnar, til dæmis um forsendur fyrir vali á landi til skógræktar með tilliti til náttúruverndar, minjaverndar og landslags. Sú áætlun minnkar áreiðanlega núning milli hagaðila um nýtingu lands. Áhugavert er að skoða þær plöntutegundir sem eru friðaðar samkvæmt íslenskum lögum. Þá kemur í ljós að á listanum eru ýmsar tegundir sem í öðrum löndum þrífast helst í skógi svo sem súrsmæra, skógfjóla, ferlaufungur og eggtvíblaðka. Fleiri íslenskar tegundir ættu að geta breiðst út með auknum skógum, til dæmis burknategundir sem nú finnast eingöngu í dimmum klettaskorum og giljum. Ástæða væri til að dreifa slíkum tegundum í skógum landsins til að auðga flóru skóganna og tryggja viðgang tegundanna. Skógrækt á Íslandi er stunduð með varfærnum og vönduðum hætti. Auðvitað má þó alltaf gera betur og að því er stefnt. Upplýsingar og rannsóknir hjálpa þar mjög.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun