Sýknuð af nauðgunarákæru í annað sinn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. apríl 2017 19:08 Konan sagðist haldin kynferðislegri svefnröskun. vísir Héraðsdómur sýknaði í dag konu sem grunuð var um kynferðisbrot gegn annarri konu í ágúst 2014. Hún var ákærð fyrir að hafa haft munnmök við aðra konu sem ekki hafi getað spornað við verknaðnum sökum ölvunar og svefndrunga. Málið fór í tvígang fyrir héraðsdóm, eftir að Hæstiréttur ómerkti fyrri sýknudóm yfir konunni, og sagði verulega annmarka hafa verið á meðferð málsins. Ákærða var sýknuð þar sem dómurinn taldi hana hafa skort ásetning til þess að fremja kynferðisbrot gagnvart hinni konunni, en samkvæmt dómnum höfðu þær átt í kynferðislegu sambandi um nokkurra mánaða skeið. Brotaþoli hefur glímt við áfallastreituröskun, sem sálfræðingur taldi að rekja mætti til ætlaðs kynferðisbrots, að því er segir í dómnum.Taldi sig haldna sexsomnia Konan sagðist í skýrslutöku lögreglu hafa vaknað með höfuðið á milli fóta vinkonu sinnar. Hún hafi þá reist sig upp í sjokki, hissa á hvað hefði gerst og að hin konan hefði sett fætur sína saman og snúið sér að veggnum. „Ákærða kvaðst hafa grafið höfuð sitt í koddann og sagt mörgum sinnum sorrý, sorrý og afsakið,“ segir í dómnum. Hún neitaði sök fyrir dómi og vildi lítið tjá sig um málsatvik. Krafðist hún sýknu á grundvelli þess að hún hafi verið sofandi þegar hið ætlaða brot hafi átt sér stað og kvaðst haldin kynferðislegri svefnröskun, svokallaðri sexsomnia. Geðlæknir mat það hins vegar svo að konan væri ekki haldin þessari röskun. Dómurinn taldi sannað að ákærða hafi haft munnmök við hina konuna, en að ekkert liggi fyrir um það að ölvunarástand hennar hafi verið með þeim hætti að hún hafi ekki getað spornað við kynferðismökunum, enda hafi hún sagt að hún hafi aðeins drukkið nokkra bjóra. Þá taldi dómurinn að hin konan væri ekki mótfallin kynferðislegum samskiptum við ákærðu og því verði að telja að mikill vafi leiki á því að ásetningur ákærðu hafi staðið til þess að fremja kynferðisbrot. „Því er að mati dómsins ósannað að ákærða hafi gerst sek um þá háttsemi sem henni er gefin að sök. Verður því ekki hjá því komist að sýkna ákærðu af öllum kröfum ákæruvaldsins í máli þessu.“Þeir annmarkar sem Hæstiréttur sá á málinu voru meðal annars þeir að samkvæmt gögnum málsins hafi ákærða áður vakið konuna á áþekkan hátt og þær hefðu látið sér það líka vel. Tengdar fréttir Sýknudómur yfir konu vegna kynferðisbrots ómerktur Hæstiréttur ómerkti í dag sýknudóm héraðsdóms yfir konu sem grunuð var um kynferðisbrot gegn annarri konu í ágúst 2014. 13. október 2016 16:41 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira
Héraðsdómur sýknaði í dag konu sem grunuð var um kynferðisbrot gegn annarri konu í ágúst 2014. Hún var ákærð fyrir að hafa haft munnmök við aðra konu sem ekki hafi getað spornað við verknaðnum sökum ölvunar og svefndrunga. Málið fór í tvígang fyrir héraðsdóm, eftir að Hæstiréttur ómerkti fyrri sýknudóm yfir konunni, og sagði verulega annmarka hafa verið á meðferð málsins. Ákærða var sýknuð þar sem dómurinn taldi hana hafa skort ásetning til þess að fremja kynferðisbrot gagnvart hinni konunni, en samkvæmt dómnum höfðu þær átt í kynferðislegu sambandi um nokkurra mánaða skeið. Brotaþoli hefur glímt við áfallastreituröskun, sem sálfræðingur taldi að rekja mætti til ætlaðs kynferðisbrots, að því er segir í dómnum.Taldi sig haldna sexsomnia Konan sagðist í skýrslutöku lögreglu hafa vaknað með höfuðið á milli fóta vinkonu sinnar. Hún hafi þá reist sig upp í sjokki, hissa á hvað hefði gerst og að hin konan hefði sett fætur sína saman og snúið sér að veggnum. „Ákærða kvaðst hafa grafið höfuð sitt í koddann og sagt mörgum sinnum sorrý, sorrý og afsakið,“ segir í dómnum. Hún neitaði sök fyrir dómi og vildi lítið tjá sig um málsatvik. Krafðist hún sýknu á grundvelli þess að hún hafi verið sofandi þegar hið ætlaða brot hafi átt sér stað og kvaðst haldin kynferðislegri svefnröskun, svokallaðri sexsomnia. Geðlæknir mat það hins vegar svo að konan væri ekki haldin þessari röskun. Dómurinn taldi sannað að ákærða hafi haft munnmök við hina konuna, en að ekkert liggi fyrir um það að ölvunarástand hennar hafi verið með þeim hætti að hún hafi ekki getað spornað við kynferðismökunum, enda hafi hún sagt að hún hafi aðeins drukkið nokkra bjóra. Þá taldi dómurinn að hin konan væri ekki mótfallin kynferðislegum samskiptum við ákærðu og því verði að telja að mikill vafi leiki á því að ásetningur ákærðu hafi staðið til þess að fremja kynferðisbrot. „Því er að mati dómsins ósannað að ákærða hafi gerst sek um þá háttsemi sem henni er gefin að sök. Verður því ekki hjá því komist að sýkna ákærðu af öllum kröfum ákæruvaldsins í máli þessu.“Þeir annmarkar sem Hæstiréttur sá á málinu voru meðal annars þeir að samkvæmt gögnum málsins hafi ákærða áður vakið konuna á áþekkan hátt og þær hefðu látið sér það líka vel.
Tengdar fréttir Sýknudómur yfir konu vegna kynferðisbrots ómerktur Hæstiréttur ómerkti í dag sýknudóm héraðsdóms yfir konu sem grunuð var um kynferðisbrot gegn annarri konu í ágúst 2014. 13. október 2016 16:41 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira
Sýknudómur yfir konu vegna kynferðisbrots ómerktur Hæstiréttur ómerkti í dag sýknudóm héraðsdóms yfir konu sem grunuð var um kynferðisbrot gegn annarri konu í ágúst 2014. 13. október 2016 16:41