Sýknuð af nauðgunarákæru í annað sinn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. apríl 2017 19:08 Konan sagðist haldin kynferðislegri svefnröskun. vísir Héraðsdómur sýknaði í dag konu sem grunuð var um kynferðisbrot gegn annarri konu í ágúst 2014. Hún var ákærð fyrir að hafa haft munnmök við aðra konu sem ekki hafi getað spornað við verknaðnum sökum ölvunar og svefndrunga. Málið fór í tvígang fyrir héraðsdóm, eftir að Hæstiréttur ómerkti fyrri sýknudóm yfir konunni, og sagði verulega annmarka hafa verið á meðferð málsins. Ákærða var sýknuð þar sem dómurinn taldi hana hafa skort ásetning til þess að fremja kynferðisbrot gagnvart hinni konunni, en samkvæmt dómnum höfðu þær átt í kynferðislegu sambandi um nokkurra mánaða skeið. Brotaþoli hefur glímt við áfallastreituröskun, sem sálfræðingur taldi að rekja mætti til ætlaðs kynferðisbrots, að því er segir í dómnum.Taldi sig haldna sexsomnia Konan sagðist í skýrslutöku lögreglu hafa vaknað með höfuðið á milli fóta vinkonu sinnar. Hún hafi þá reist sig upp í sjokki, hissa á hvað hefði gerst og að hin konan hefði sett fætur sína saman og snúið sér að veggnum. „Ákærða kvaðst hafa grafið höfuð sitt í koddann og sagt mörgum sinnum sorrý, sorrý og afsakið,“ segir í dómnum. Hún neitaði sök fyrir dómi og vildi lítið tjá sig um málsatvik. Krafðist hún sýknu á grundvelli þess að hún hafi verið sofandi þegar hið ætlaða brot hafi átt sér stað og kvaðst haldin kynferðislegri svefnröskun, svokallaðri sexsomnia. Geðlæknir mat það hins vegar svo að konan væri ekki haldin þessari röskun. Dómurinn taldi sannað að ákærða hafi haft munnmök við hina konuna, en að ekkert liggi fyrir um það að ölvunarástand hennar hafi verið með þeim hætti að hún hafi ekki getað spornað við kynferðismökunum, enda hafi hún sagt að hún hafi aðeins drukkið nokkra bjóra. Þá taldi dómurinn að hin konan væri ekki mótfallin kynferðislegum samskiptum við ákærðu og því verði að telja að mikill vafi leiki á því að ásetningur ákærðu hafi staðið til þess að fremja kynferðisbrot. „Því er að mati dómsins ósannað að ákærða hafi gerst sek um þá háttsemi sem henni er gefin að sök. Verður því ekki hjá því komist að sýkna ákærðu af öllum kröfum ákæruvaldsins í máli þessu.“Þeir annmarkar sem Hæstiréttur sá á málinu voru meðal annars þeir að samkvæmt gögnum málsins hafi ákærða áður vakið konuna á áþekkan hátt og þær hefðu látið sér það líka vel. Tengdar fréttir Sýknudómur yfir konu vegna kynferðisbrots ómerktur Hæstiréttur ómerkti í dag sýknudóm héraðsdóms yfir konu sem grunuð var um kynferðisbrot gegn annarri konu í ágúst 2014. 13. október 2016 16:41 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira
Héraðsdómur sýknaði í dag konu sem grunuð var um kynferðisbrot gegn annarri konu í ágúst 2014. Hún var ákærð fyrir að hafa haft munnmök við aðra konu sem ekki hafi getað spornað við verknaðnum sökum ölvunar og svefndrunga. Málið fór í tvígang fyrir héraðsdóm, eftir að Hæstiréttur ómerkti fyrri sýknudóm yfir konunni, og sagði verulega annmarka hafa verið á meðferð málsins. Ákærða var sýknuð þar sem dómurinn taldi hana hafa skort ásetning til þess að fremja kynferðisbrot gagnvart hinni konunni, en samkvæmt dómnum höfðu þær átt í kynferðislegu sambandi um nokkurra mánaða skeið. Brotaþoli hefur glímt við áfallastreituröskun, sem sálfræðingur taldi að rekja mætti til ætlaðs kynferðisbrots, að því er segir í dómnum.Taldi sig haldna sexsomnia Konan sagðist í skýrslutöku lögreglu hafa vaknað með höfuðið á milli fóta vinkonu sinnar. Hún hafi þá reist sig upp í sjokki, hissa á hvað hefði gerst og að hin konan hefði sett fætur sína saman og snúið sér að veggnum. „Ákærða kvaðst hafa grafið höfuð sitt í koddann og sagt mörgum sinnum sorrý, sorrý og afsakið,“ segir í dómnum. Hún neitaði sök fyrir dómi og vildi lítið tjá sig um málsatvik. Krafðist hún sýknu á grundvelli þess að hún hafi verið sofandi þegar hið ætlaða brot hafi átt sér stað og kvaðst haldin kynferðislegri svefnröskun, svokallaðri sexsomnia. Geðlæknir mat það hins vegar svo að konan væri ekki haldin þessari röskun. Dómurinn taldi sannað að ákærða hafi haft munnmök við hina konuna, en að ekkert liggi fyrir um það að ölvunarástand hennar hafi verið með þeim hætti að hún hafi ekki getað spornað við kynferðismökunum, enda hafi hún sagt að hún hafi aðeins drukkið nokkra bjóra. Þá taldi dómurinn að hin konan væri ekki mótfallin kynferðislegum samskiptum við ákærðu og því verði að telja að mikill vafi leiki á því að ásetningur ákærðu hafi staðið til þess að fremja kynferðisbrot. „Því er að mati dómsins ósannað að ákærða hafi gerst sek um þá háttsemi sem henni er gefin að sök. Verður því ekki hjá því komist að sýkna ákærðu af öllum kröfum ákæruvaldsins í máli þessu.“Þeir annmarkar sem Hæstiréttur sá á málinu voru meðal annars þeir að samkvæmt gögnum málsins hafi ákærða áður vakið konuna á áþekkan hátt og þær hefðu látið sér það líka vel.
Tengdar fréttir Sýknudómur yfir konu vegna kynferðisbrots ómerktur Hæstiréttur ómerkti í dag sýknudóm héraðsdóms yfir konu sem grunuð var um kynferðisbrot gegn annarri konu í ágúst 2014. 13. október 2016 16:41 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira
Sýknudómur yfir konu vegna kynferðisbrots ómerktur Hæstiréttur ómerkti í dag sýknudóm héraðsdóms yfir konu sem grunuð var um kynferðisbrot gegn annarri konu í ágúst 2014. 13. október 2016 16:41