Erlent

Tillerson segir afstöðu Rússa vera mikil vonbrigði

Atli Ísleifsson skrifar
Rex Tillerson.
Rex Tillerson. Vísir/afp
Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir afstöðu Rússa til árásar Bandaríkjahers á herflugvöllinn í Shayrat í Homs-héraði í Sýrlandi aðfaranótt gærdagsins vera vonbrigði. Hún komi þó ekki á óvart. BBC greinir frá þessu.

Sex manns hið minnsta létu lífið í árás Bandaríkjahers þar sem 59 Tomahawn-eldflaugum var skotið á flugvöll sýrlenska stjórnarhersins. Sagði Trump árásina vera gerða vegna efnavopnaárásar sýrlenska hersins í Idlib-héraði fyrr í vikunni þar sem rúmlega áttatíu manns létu lífið, stór hluti þeirra börn. Sýrlandsstjórn hafnar því að bera ábyrgð á árásinni.

Rússlandsstjórn hefur sakað Bandaríkjamenn um að hvetja „hryðjuverkamenn“ með einhliða aðgerðum sínum.

„Viðbrögð þeirra valda mér vonbrigðum. Þau benda til áframhaldandi stuðnings við stjórn Assad, og sérstaklega, áframhaldandi stuðning við stjórn sem gerir þessa tegund af hryllilegum árásum á eigin þegna,“ segir Tillerson.

„Svo mér finnst þetta mjög mikil vonbrigði, en ég verð að segja þér, alls ekki koma svo mikið á óvart,“ segir ráðherrann ennfremur.


Tengdar fréttir

Árásin reynir á samband Bandaríkjanna við Rússa

Bandaríkjaher réðst á sýrlenskan herflugvöll. Sex hermenn féllu. Gengið er út frá því að ráðist hafi verið á bæinn Khan Sheikhoun frá flugvellinum og efnavopnum beitt. Rússar bregðast illa við árásinni.

Gerðu árás á Sýrland

Bandaríski herinn skaut í kvöld um 50 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×