Svala fer fyrir Íslands hönd með lagið Paper en hún tekur þátt þann 9. maí en síðara undanúrslitakvöldið verður þann 11. maí.
Svíar ríða á vaðið fyrst á svið þann 9. maí en það er talið mjög gott að vera 13. á svið.
Svala á greiða leið í úrslit söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva ef marka má greiningu síðunnar ESCToday.
Matið er byggt á tölfræði og líkindum út frá gengi laga í undanriðlum Eurovision síðustu ára og hefur ekkert með gæði þeirra að gera. Bendir ritstjóri ESCToday, Helio Qendro, á að lagið sem er númer fjórtán í röðinni í öðrum hvorum undanriðlinum sé ekki endilega alltaf það besta en þó eigi það mestu líkurnar á að komast upp úr undanriðlinum því það er jafnan flutt þegar mesta áhorfið er á keppnina. Það er því mjög gott að vera númer þrettán.
Hér að neðan má sjá hvernig kvöldin tvö raðast upp.
Undanúrslitakvöld 1 | Undanúrslitakvöld 2 |
1. Svíþjóð | 1. Serbía |
2. Georgía | 2. Austurríki |
3. Ástralía | 3. Rússland |
4. Albanía | 4. Makedónía |
5. Belgía | 5. Malta |
6. Svartfjallaland | 6. Rúmenía |
7. Finnland | 7. Holland |
8. Aserbaídsjan | 8. Ungverjaland |
9. Portúgal | 9. Danmörk |
10. Grikkland | 10. Írland |
11. Pólland | 11. San Marinó |
12. Moldóva | 12. Króatía |
13. Ísland | 13. Noregur |
14. Tékkland | 14. Sviss |
15. Kýpur | 15. Hvíta-Rússland |
16. Armenía | 16. Búlgaría |
17. Slóvenía | 17. Litháen |
18. Lettland | 18. Eistland |
19. Ísrael |