Comey sagði að leitað hefði verið í gögnum FBI að upplýsingum vegna ásakana, en ekkert hafi fundist. Hann sagði sömu sögu að segja frá Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna.
Sjá einnig: Samsæriskenning rataði úr útvarpi á Twitter-síðu forsetans
Þar að auki sagði Comey að enginn forseti gæti fyrirskipað hleranir eins og þær sem Donald Trump lýsti í tístum sínum. Slíkar hleranir þyrftu að fara fyrir dómara og aðilar innan allra þriggja greina stjórnkerfis Bandaríkjanna kæmu að því að gefa leyfi fyrir slíkum hlerunum.
Þá sagði Michael Rogers, yfirmaður Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, NSA, að hann byggi yfir nokkrum upplýsingum um að Obama hefði fengið Bresku leyniþjónustuna til að hlera Trump-turninn. Hann sagði að það væri ólöglegt og bryti gegn Fimm augu samkomulaginu svokallaða.
FBI Director on Trump's claim that Obama wiretapped him: "I have no information that supports those tweets" https://t.co/9RXwkb3DtB pic.twitter.com/8EoLS2Z7xS
— CNN (@CNN) March 20, 2017