Körfubolti

Montnasti körfuboltapabbi Bandaríkjanna: LeBron er viðkvæmur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
LaVar Ball fer mikinn þessa dagana.
LaVar Ball fer mikinn þessa dagana. vísir/getty
Hinum umdeilda LaVar Ball tókst að reita sjálfan LeBron James með ummælum sínum á dögunum. Það fauk í James þegar Ball fór að tala um börnin hans.

„Þetta verður erfitt fyrir krakkana hans James því pabbi þeirra var svo góður í körfubolta. Því fylgir mikil pressa og krakkarnir fara að hugsa um af hverju þeir þurfi að vera eins og pabbi þeirra,“ sagði Ball.

James svaraði Ball og sagði að hann ætti ekki að dirfast að tala um börnin sín og fjölskyldu sína.

Ball, sem hefur vakið mikla athygli fyrir misgáfuleg ummæli sín að undanförnu, hefur nú svarað James.

„Mér er alveg sama hvað LeBron segir. Hann segist hafa varað mig við. Varað mig við hverju? Hverju á það að skila? Engu,“ sagði hinn kokhrausti Ball og bætti því við að James væri viðkvæmur.

Ball á þrjá syni sem þykja allir mjög efnilegir. Sá elsti, Lonzo, spilar með UCLA háskólanum, en yngri synirnir tveir, LiAngelo og LaMelo, spila með Chino Hills High School.

NBA

Tengdar fréttir

Barkley skoraði á pabba Ball í einn á einn

NBA-goðsögnin Charles Barkley og gráðugasti körfuboltapabbinn í Bandaríkjunum halda áfram að skjóta á hvorn annan í fjölmiðlum en nú síðast gekk Barkley einu skrefi lengra.

Pabbi Ball vill 112 milljarða skósamning fyrir synina þrjá

LaVar Ball er tilbúinn að selja syni sína fyrir einn milljarð dollara. Hann er þó ekki að selja strákana sína í bókstaflegri merkingu heldur réttinn til þess íþróttavörufyrirtækis sem vill að drengirnir spili í þeirra skóm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×