Að kaupa banka Hörður Ægisson skrifar 24. mars 2017 07:00 Af umræðu um sölu banka að dæma mætti halda að fátt hefði breyst í rekstrarumhverfi fjármálafyrirtækja frá 2008. Ekkert er jafn fjarri sanni. Regluverki þeirra hefur verið umbylt. Settar hafa meðal annars verið reglur til að girða fyrir áhættusækni, bann við lánveitingum með veði í eigin hlutabréfum, reglur þrengdar verulega um viðskipti við eigendur og tengda aðila, kröfur um eigið fé og lausafjárreglur hertar stórkostlega, innistæðuvernd aukin og komið hefur verið í veg fyrir að skattgreiðendur þurfi mögulega að standa straum af kostnaði við fall banka. Allar þessar nýju reglur og kröfur, sem flestar hverjar eru skynsamlegar og til þess fallnar að treysta stoðir fjármálakerfisins, hafa óhjákvæmilega áhrif á afkomu bankanna sem endurspeglast í lítilli arðsemi af reglulegum rekstri. Það er þess vegna ekki sexí að fjárfesta í banka á Íslandi. Fjárfestar, hvort sem þeir eru íslenskir eða erlendir, bíða ekki í röðum eftir því að kaupa í banka á uppsprengdu verði miðað við bókfært eigið fé. Öðru nær. Það er í þessu umhverfi sem bankarnir hafa starfað munaðarlausir í að verða átta ár, annaðhvort í eigu ríkisins eða slitabúa gömlu bankanna, án virkra eigenda með sýn á hverju þurfi að breyta og hvað bæta í rekstrinum. Þetta gæti breyst núna þegar erlendir vogunarsjóðir og Goldman Sachs hafa keypt liðlega 30 prósent í Arion banka af Kaupþingi – með kauprétt að 22 prósenta hlut í viðbót. Óhætt er að segja að viðskiptin hafi mælst misjafnlega fyrir. Fyrir liggur að fjárfestarnir eru jafnframt stærstu hluthafar Kaupþings sem þurfti að koma bankanum í verð og greiða upp 84 milljarða skuldabréf ríkissjóðs á næsta ári – að öðrum kosti hefði ríkið leyst hann til sín. Það væri ömurleg niðurstaða að fá þriðja bankann í fang ríkisins. Fullyrðingar um að sjóðirnir séu hins vegar með þessum kaupum að leika einhverja fléttu gagnvart grunlausum stjórnvöldum eru furðulegar. Það er erfitt að sjá með hvaða hætti verið er að afvegaleiða eða blekkja ríkið og skattgreiðendur verða ekki af krónu. Þvert á móti mun söluandvirðið núna allt fara til ríkisins – og meira kemur til síðar. Því hefur verið haldið fram að þessi viðskipti séu á skjön við það sem lagt var upp með í þeim stöðugleikaskilyrðum sem sett voru við nauðasamning kröfuhafa. Sá málflutningur byggist í besta falli á fáfræði. Með afkomuskiptasamningi og forkaupsrétti ríkisins, sem virkjast ef til stendur að selja hlut á undir genginu 0,8 miðað við eigið fé, samtímis því að ákveðið var að setja það í hendur Kaupþings að bera kostnað og ábyrgð á söluferli Arion, var tryggt að bankinn yrði seldur fyrir hæsta verð. Hagsmunir Kaupþings og íslenska ríkisins eru þannig þeir sömu. Ef til væru þeir fjárfestar sem væru reiðubúnir að greiða hærra verð þá myndi Kaupþing augljóslega selja þeim bankann – það hefði skilað sér í meiri endurheimtum til hluthafa og íslenska ríkisins. Raunveruleikinn er hins vegar allt annar. Ætla hinir nýju eigendur Arion banka að græða á þessum viðskiptum? Alveg örugglega. Hvort sem fjárfestirinn er erkikapítalisti, eins og Goldman Sachs, eða venjulegur góður kapítalisti, eins og kannski Lífeyrissjóður verslunarmanna, er markmiðið yfirleitt hið sama – að fjárfestingin skili ágætis ávöxtun. Það verður hægara sagt en gert í þessu tilfelli nema til komi nauðsynlegar aðgerðir til að auka arðsemi bankans. Og íslenskt bankakerfi þarf á slíkri hagræðingu að halda. Vonandi verða þessi kaup erlendra fjárfesta á Arion banka fyrsta skrefið á þeirri vegferð.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun
Af umræðu um sölu banka að dæma mætti halda að fátt hefði breyst í rekstrarumhverfi fjármálafyrirtækja frá 2008. Ekkert er jafn fjarri sanni. Regluverki þeirra hefur verið umbylt. Settar hafa meðal annars verið reglur til að girða fyrir áhættusækni, bann við lánveitingum með veði í eigin hlutabréfum, reglur þrengdar verulega um viðskipti við eigendur og tengda aðila, kröfur um eigið fé og lausafjárreglur hertar stórkostlega, innistæðuvernd aukin og komið hefur verið í veg fyrir að skattgreiðendur þurfi mögulega að standa straum af kostnaði við fall banka. Allar þessar nýju reglur og kröfur, sem flestar hverjar eru skynsamlegar og til þess fallnar að treysta stoðir fjármálakerfisins, hafa óhjákvæmilega áhrif á afkomu bankanna sem endurspeglast í lítilli arðsemi af reglulegum rekstri. Það er þess vegna ekki sexí að fjárfesta í banka á Íslandi. Fjárfestar, hvort sem þeir eru íslenskir eða erlendir, bíða ekki í röðum eftir því að kaupa í banka á uppsprengdu verði miðað við bókfært eigið fé. Öðru nær. Það er í þessu umhverfi sem bankarnir hafa starfað munaðarlausir í að verða átta ár, annaðhvort í eigu ríkisins eða slitabúa gömlu bankanna, án virkra eigenda með sýn á hverju þurfi að breyta og hvað bæta í rekstrinum. Þetta gæti breyst núna þegar erlendir vogunarsjóðir og Goldman Sachs hafa keypt liðlega 30 prósent í Arion banka af Kaupþingi – með kauprétt að 22 prósenta hlut í viðbót. Óhætt er að segja að viðskiptin hafi mælst misjafnlega fyrir. Fyrir liggur að fjárfestarnir eru jafnframt stærstu hluthafar Kaupþings sem þurfti að koma bankanum í verð og greiða upp 84 milljarða skuldabréf ríkissjóðs á næsta ári – að öðrum kosti hefði ríkið leyst hann til sín. Það væri ömurleg niðurstaða að fá þriðja bankann í fang ríkisins. Fullyrðingar um að sjóðirnir séu hins vegar með þessum kaupum að leika einhverja fléttu gagnvart grunlausum stjórnvöldum eru furðulegar. Það er erfitt að sjá með hvaða hætti verið er að afvegaleiða eða blekkja ríkið og skattgreiðendur verða ekki af krónu. Þvert á móti mun söluandvirðið núna allt fara til ríkisins – og meira kemur til síðar. Því hefur verið haldið fram að þessi viðskipti séu á skjön við það sem lagt var upp með í þeim stöðugleikaskilyrðum sem sett voru við nauðasamning kröfuhafa. Sá málflutningur byggist í besta falli á fáfræði. Með afkomuskiptasamningi og forkaupsrétti ríkisins, sem virkjast ef til stendur að selja hlut á undir genginu 0,8 miðað við eigið fé, samtímis því að ákveðið var að setja það í hendur Kaupþings að bera kostnað og ábyrgð á söluferli Arion, var tryggt að bankinn yrði seldur fyrir hæsta verð. Hagsmunir Kaupþings og íslenska ríkisins eru þannig þeir sömu. Ef til væru þeir fjárfestar sem væru reiðubúnir að greiða hærra verð þá myndi Kaupþing augljóslega selja þeim bankann – það hefði skilað sér í meiri endurheimtum til hluthafa og íslenska ríkisins. Raunveruleikinn er hins vegar allt annar. Ætla hinir nýju eigendur Arion banka að græða á þessum viðskiptum? Alveg örugglega. Hvort sem fjárfestirinn er erkikapítalisti, eins og Goldman Sachs, eða venjulegur góður kapítalisti, eins og kannski Lífeyrissjóður verslunarmanna, er markmiðið yfirleitt hið sama – að fjárfestingin skili ágætis ávöxtun. Það verður hægara sagt en gert í þessu tilfelli nema til komi nauðsynlegar aðgerðir til að auka arðsemi bankans. Og íslenskt bankakerfi þarf á slíkri hagræðingu að halda. Vonandi verða þessi kaup erlendra fjárfesta á Arion banka fyrsta skrefið á þeirri vegferð.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun