Sara fékk salinn til að skellihlæja: Gengið svo vel eftir að ég hætti með þjálfara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2017 10:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í viðtalinu. Mynd/Samsett/Fésbókarsíða CrossFit Games Það var mögnuð stemmning í salnum í Wisconsin í Bandaríkjunum í nótt þegar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir háðu einvígi í fimmta hluta The Open sem er fyrsta stigið í átt að því að komast inn á heimsleikana í sumar. Það er ekki nóg með að íslensku stelpurnar þurftu að gefa allt sitt í mjög erfiðar æfingar fyrir framan mjög æsta áhugamenn um crossfit þá voru þær báðar teknar í viðtal eftir keppni. Viðtalið var sent út í hátalarakerfi hússins og sátu þær í miðjum salnum og svöruðu spurningum. Katrín Tanja Davíðsdóttir var spurð út það hvernig hún hitar upp fyrir svona einvígi. Hún og Sara fengu ekki að vita um hvernig æfingin væri fyrr en rétt fyrir keppnina. „Við erum þarna bakatil að undirbúa okkur fyrir allt mögulegt. Þetta snýst bara um að hita upp skrokkinn og þjálfarinn minn lét mig gera allskonar hluti til að kveikja almennilega á taugkerfinu og koma hjartslættinum í gang. Þegar ég kem út á gólf þá er ég tilbúinn í hvað sem er,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir. Sara fékk allan salinn nokkrum sinnum til að skellihlæja meðal annars þegar hún sagði frá sínum viðbrögðum sínum við æfingunum en hún lét eins og hún hafi ekki heyrt hvað hún átti að fara gera. „Upphitunin snýst bara um að koma skrokknum í samband og vera tilbúin í hvað sem er. Adrenalínið hjálpar líka mikið,“ sagði Sara síðan. Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur unnið heimsleikana undanfarin tvö ár og er nú aftur í þeirri stöðu að vera að verja titilinn aftur. Hvernig er það fyrir hana að vera sú sem allir ætla að vinna? „Keppnin í fyrra er löngu búin og hún hjálpar mér ekkert á þessu tímabili. Ég fær engin aukastig fyrir að hafa unnið í fyrra. Fyrir mig snýst þetta því um að halda mér í núinu og æfa eins vel og ég get,“ sagði Katrín Tanja. Katrín Tanja er með þjálfara en ekki Sara. „Ég ákvað að hafa ekki þjálfara í ár. Ég er því alveg sjálfstæð í ár. Ég vildi bara láta reyna á þetta. Ég hætti að vinna með gamla þjálfaranum mínum í nóvember og allt hefur gengið svo vel síðan þá að ég ákvað að halda því bara áfram,“ sagði Sara og hún fékk þá allan salinn til að skellihlæja aftur enda gamli þjálfari Söru ekki beint að líta vel út. En var því gott að losna við gamla þjálfarann? „Nei, ég meinti þetta ekki þannig,“ sagði Sara hlæjandi . Það er hægt að allt viðtalið við þær Katrínu Tönju og Söru í myndbandinu hér fyrir neðan en á undan er sjálf keppnin þær sem þær tóku vel á því. CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja hafði betur gegn Söru eftir æsispennandi endasprett Spennandi keppni hjá íslensku kempunum í Wisconsin í kvöld. 24. mars 2017 00:11 Íslensku crossfit drottningarnar settu markið hátt fyrir aðra keppendur á The Open Íslensku crossfit-drottningarnar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir háðu mikið einvígi í nótt í tilefni af því að fimmta og síðasta æfingaröðin á The Open var tilkynnt. 24. mars 2017 09:00 Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira
Það var mögnuð stemmning í salnum í Wisconsin í Bandaríkjunum í nótt þegar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir háðu einvígi í fimmta hluta The Open sem er fyrsta stigið í átt að því að komast inn á heimsleikana í sumar. Það er ekki nóg með að íslensku stelpurnar þurftu að gefa allt sitt í mjög erfiðar æfingar fyrir framan mjög æsta áhugamenn um crossfit þá voru þær báðar teknar í viðtal eftir keppni. Viðtalið var sent út í hátalarakerfi hússins og sátu þær í miðjum salnum og svöruðu spurningum. Katrín Tanja Davíðsdóttir var spurð út það hvernig hún hitar upp fyrir svona einvígi. Hún og Sara fengu ekki að vita um hvernig æfingin væri fyrr en rétt fyrir keppnina. „Við erum þarna bakatil að undirbúa okkur fyrir allt mögulegt. Þetta snýst bara um að hita upp skrokkinn og þjálfarinn minn lét mig gera allskonar hluti til að kveikja almennilega á taugkerfinu og koma hjartslættinum í gang. Þegar ég kem út á gólf þá er ég tilbúinn í hvað sem er,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir. Sara fékk allan salinn nokkrum sinnum til að skellihlæja meðal annars þegar hún sagði frá sínum viðbrögðum sínum við æfingunum en hún lét eins og hún hafi ekki heyrt hvað hún átti að fara gera. „Upphitunin snýst bara um að koma skrokknum í samband og vera tilbúin í hvað sem er. Adrenalínið hjálpar líka mikið,“ sagði Sara síðan. Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur unnið heimsleikana undanfarin tvö ár og er nú aftur í þeirri stöðu að vera að verja titilinn aftur. Hvernig er það fyrir hana að vera sú sem allir ætla að vinna? „Keppnin í fyrra er löngu búin og hún hjálpar mér ekkert á þessu tímabili. Ég fær engin aukastig fyrir að hafa unnið í fyrra. Fyrir mig snýst þetta því um að halda mér í núinu og æfa eins vel og ég get,“ sagði Katrín Tanja. Katrín Tanja er með þjálfara en ekki Sara. „Ég ákvað að hafa ekki þjálfara í ár. Ég er því alveg sjálfstæð í ár. Ég vildi bara láta reyna á þetta. Ég hætti að vinna með gamla þjálfaranum mínum í nóvember og allt hefur gengið svo vel síðan þá að ég ákvað að halda því bara áfram,“ sagði Sara og hún fékk þá allan salinn til að skellihlæja aftur enda gamli þjálfari Söru ekki beint að líta vel út. En var því gott að losna við gamla þjálfarann? „Nei, ég meinti þetta ekki þannig,“ sagði Sara hlæjandi . Það er hægt að allt viðtalið við þær Katrínu Tönju og Söru í myndbandinu hér fyrir neðan en á undan er sjálf keppnin þær sem þær tóku vel á því.
CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja hafði betur gegn Söru eftir æsispennandi endasprett Spennandi keppni hjá íslensku kempunum í Wisconsin í kvöld. 24. mars 2017 00:11 Íslensku crossfit drottningarnar settu markið hátt fyrir aðra keppendur á The Open Íslensku crossfit-drottningarnar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir háðu mikið einvígi í nótt í tilefni af því að fimmta og síðasta æfingaröðin á The Open var tilkynnt. 24. mars 2017 09:00 Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira
Katrín Tanja hafði betur gegn Söru eftir æsispennandi endasprett Spennandi keppni hjá íslensku kempunum í Wisconsin í kvöld. 24. mars 2017 00:11
Íslensku crossfit drottningarnar settu markið hátt fyrir aðra keppendur á The Open Íslensku crossfit-drottningarnar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir háðu mikið einvígi í nótt í tilefni af því að fimmta og síðasta æfingaröðin á The Open var tilkynnt. 24. mars 2017 09:00