Lætur misheppnaðar eldflaugatilraunir ekki á sig fá Anton Egilsson skrifar 26. mars 2017 22:57 Sérfræðingar í Bandaríkjunum telja að Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, láti ekki bilbug á sér finna þrátt fyrir misheppnaðar eldflaugatilraunir að undanförnu. NBC fjallar um þetta. Nú síðast á miðvikudag skutu yfirvöld í Norður-Kóreu eldflaug á loft en hún sprakk skömmu eftir flugtak. Telja sérfræðingar að þrátt fyrir hina misheppnuðu tilraun muni það ekki koma til með að fá Kim Jong-Un af því yfirlýsta markmiði sínu að framleiða kjarnorkuvopn sem landið gæti beitt á Bandaríkin. Sjá: Enn eitt eldflaugaskotið frá Norður-Kóreu„Ólíklegt er að þessar misheppnuðu tilraunir fái Kim Jong-Un af áætlunum sínum í kjarnorkumálum,“ segir Fraser Cameron, forstöðumaður EU-Asia Center. Reyna að fá Norður-Kóreu af kjarnorkuáætlun sinniRex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í síðustu viku að hernaðaraðgerðir sé einn af þeim möguleikum sem komi til greina þegar kemur að hvernig skuli eiga við stjórnvöld í Norður-Kóreu. Ráðherrann sagði að núverandi stefna, þar sem viðskiptaþvingunum hafi verið beitt gegn ríkinu um langt skeið, hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Væru Bandaríkin því að leita nýrra leiða til að fá Norður-Kóreumenn til að hverfa frá kjarnorkuáætlun sinni. Sameinuðu þjóðirnar hafa meinað Norður-Kóreu að gera tilraunir með eldflaugar eða kjarnorkuvopn, en þrátt fyrir það hefur ríkið gert ítrekaðar tilraunir með eldflaugar og sprengt minnst fimm kjarnorkusprengjur á síðustu árum. Norður-Kórea Tengdar fréttir N-Kóreumenn hreykja sér af sögulegum árangri í þróun eldflauga Norður-Kóreumenn segja að þeir séu komnir langt í þróun eldflaugatækni og vekur það ugg meðal annarra þjóða. 19. mars 2017 16:56 Segja tilraunaskot nýrrar eldflaugar hafa heppnast vel Bandaríkin, Suður-Kórea og Japan hafa kallað eftir fundir hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag. 13. febrúar 2017 12:09 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira
Sérfræðingar í Bandaríkjunum telja að Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, láti ekki bilbug á sér finna þrátt fyrir misheppnaðar eldflaugatilraunir að undanförnu. NBC fjallar um þetta. Nú síðast á miðvikudag skutu yfirvöld í Norður-Kóreu eldflaug á loft en hún sprakk skömmu eftir flugtak. Telja sérfræðingar að þrátt fyrir hina misheppnuðu tilraun muni það ekki koma til með að fá Kim Jong-Un af því yfirlýsta markmiði sínu að framleiða kjarnorkuvopn sem landið gæti beitt á Bandaríkin. Sjá: Enn eitt eldflaugaskotið frá Norður-Kóreu„Ólíklegt er að þessar misheppnuðu tilraunir fái Kim Jong-Un af áætlunum sínum í kjarnorkumálum,“ segir Fraser Cameron, forstöðumaður EU-Asia Center. Reyna að fá Norður-Kóreu af kjarnorkuáætlun sinniRex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í síðustu viku að hernaðaraðgerðir sé einn af þeim möguleikum sem komi til greina þegar kemur að hvernig skuli eiga við stjórnvöld í Norður-Kóreu. Ráðherrann sagði að núverandi stefna, þar sem viðskiptaþvingunum hafi verið beitt gegn ríkinu um langt skeið, hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Væru Bandaríkin því að leita nýrra leiða til að fá Norður-Kóreumenn til að hverfa frá kjarnorkuáætlun sinni. Sameinuðu þjóðirnar hafa meinað Norður-Kóreu að gera tilraunir með eldflaugar eða kjarnorkuvopn, en þrátt fyrir það hefur ríkið gert ítrekaðar tilraunir með eldflaugar og sprengt minnst fimm kjarnorkusprengjur á síðustu árum.
Norður-Kórea Tengdar fréttir N-Kóreumenn hreykja sér af sögulegum árangri í þróun eldflauga Norður-Kóreumenn segja að þeir séu komnir langt í þróun eldflaugatækni og vekur það ugg meðal annarra þjóða. 19. mars 2017 16:56 Segja tilraunaskot nýrrar eldflaugar hafa heppnast vel Bandaríkin, Suður-Kórea og Japan hafa kallað eftir fundir hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag. 13. febrúar 2017 12:09 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira
N-Kóreumenn hreykja sér af sögulegum árangri í þróun eldflauga Norður-Kóreumenn segja að þeir séu komnir langt í þróun eldflaugatækni og vekur það ugg meðal annarra þjóða. 19. mars 2017 16:56
Segja tilraunaskot nýrrar eldflaugar hafa heppnast vel Bandaríkin, Suður-Kórea og Japan hafa kallað eftir fundir hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag. 13. febrúar 2017 12:09