Ein og hálf milljón á mánuði til forseta alþýðunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. mars 2017 12:15 Gylfi Arnbjörnsson, lengst til vinstri, ásamt Eygló Harðardóttur, þingmanni og fráfarandi ráðherra, Ólafíu B. Rafnsdóttur, fráfarandi formanni VR, Sigurði Bessasyni hjá Eflingu og Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra í Reykjavík. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, er með 1460 þúsund krónur í laun á mánuði. Frá þessu er greint á heimasíðu ASÍ en tilefnið mun vera fyrirspurn Stundarinnar um launakjör forsetans. „Þó forseti fái ekki greitt sérstaklega fyrir yfirvinnu er vinnutíminn nokkuð langur, en nýleg tímaskráning á starfi forsetans sýnir að hann vinnur um 60 klukkustundir á viku,“ segir í fréttinni á vef ASÍ. Töluverð umræða hefur verið um launaþróun í íslensku samfélagi og þá sérstaklega ákvörðun kjararáðs að hækka laun þingmanna, ráðherra og forseta Íslands verulega í nóvember síðastliðnum.Ragnar Þór Ingólfsson, nýr formaður VR, er með um 1400 þúsund krónur á mánuði en segist vilja lækka laun sín.Vísir/StefánHærri laun en þingfararkaup Bæði VR og ASÍ skoruðu á kjararáð að endurskoða ákvörðun sína en engin endurskoðun var gerð á ákvörðuninni. Forseti Íslands ákvað þó sjálfur að hækkun sinna launa myndi renna til góðgerðamála. Í framhaldinu var nokkuð fast skotið á formann VR og forseta ASÍ sem einnig hafa hækkað umtalsvert í launum undanfarin ár, langt umfram almenna launaþróun. Raunar eru laun beggja verkalýðsforingja hærri en sem nemur þingfararkaupi. Laun Ólafíu B. Rafnsdóttur, fráfarandi formanns VR, hækkuðu um 43 prósent á tveimur árum og eru nú um 1430 þúsund krónur. Nýr formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, hefur sagt það forgangsmál að lækka sjálfan sig í launum um 300 þúsund krónur.Frá baráttufundi í miðbæ Reykjavíkur.vísir/daníelBera saman við meðaltal heildarlaunaÍ frétt ASÍ er bent á að meðaltal heildarlauna á almennum vinnumarkaði, samkvæmt könnun Hagstofu Íslands, hafi verið 708 þúsund krónur árið 2016. Laun Gylfa séu því ríflega tvöfalt þau meðalllaun sem séu á almennum vinnumarkaði. „Ef tekið er tillit til vinnutíma og vinnustundum deilt í heildarlaun þá er forseti ASÍ með 1,4 sinnum meðallaun á almennum vinnumarkaði,“ segir í fréttinni. Er vísað til þeirra 60 klukkustunda sem Gylfi skrái að jafnaði á sig í vinnu í viku hverri. Kjaramál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, er með 1460 þúsund krónur í laun á mánuði. Frá þessu er greint á heimasíðu ASÍ en tilefnið mun vera fyrirspurn Stundarinnar um launakjör forsetans. „Þó forseti fái ekki greitt sérstaklega fyrir yfirvinnu er vinnutíminn nokkuð langur, en nýleg tímaskráning á starfi forsetans sýnir að hann vinnur um 60 klukkustundir á viku,“ segir í fréttinni á vef ASÍ. Töluverð umræða hefur verið um launaþróun í íslensku samfélagi og þá sérstaklega ákvörðun kjararáðs að hækka laun þingmanna, ráðherra og forseta Íslands verulega í nóvember síðastliðnum.Ragnar Þór Ingólfsson, nýr formaður VR, er með um 1400 þúsund krónur á mánuði en segist vilja lækka laun sín.Vísir/StefánHærri laun en þingfararkaup Bæði VR og ASÍ skoruðu á kjararáð að endurskoða ákvörðun sína en engin endurskoðun var gerð á ákvörðuninni. Forseti Íslands ákvað þó sjálfur að hækkun sinna launa myndi renna til góðgerðamála. Í framhaldinu var nokkuð fast skotið á formann VR og forseta ASÍ sem einnig hafa hækkað umtalsvert í launum undanfarin ár, langt umfram almenna launaþróun. Raunar eru laun beggja verkalýðsforingja hærri en sem nemur þingfararkaupi. Laun Ólafíu B. Rafnsdóttur, fráfarandi formanns VR, hækkuðu um 43 prósent á tveimur árum og eru nú um 1430 þúsund krónur. Nýr formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, hefur sagt það forgangsmál að lækka sjálfan sig í launum um 300 þúsund krónur.Frá baráttufundi í miðbæ Reykjavíkur.vísir/daníelBera saman við meðaltal heildarlaunaÍ frétt ASÍ er bent á að meðaltal heildarlauna á almennum vinnumarkaði, samkvæmt könnun Hagstofu Íslands, hafi verið 708 þúsund krónur árið 2016. Laun Gylfa séu því ríflega tvöfalt þau meðalllaun sem séu á almennum vinnumarkaði. „Ef tekið er tillit til vinnutíma og vinnustundum deilt í heildarlaun þá er forseti ASÍ með 1,4 sinnum meðallaun á almennum vinnumarkaði,“ segir í fréttinni. Er vísað til þeirra 60 klukkustunda sem Gylfi skrái að jafnaði á sig í vinnu í viku hverri.
Kjaramál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Sjá meira