Nýr formaður VR vill lægri laun: „Þetta er bara prinsippmál“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. mars 2017 15:35 Ragnar fékk tæplega 63 prósent atkvæða í formannskosningunni. vísir/stefán Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn formaður VR, ætlar að fara fram á það við stjórn verkalýðsfélagsins að laun hans verði lækkuð. Hann segir fullkomlega óeðlilegt að formaður félagsins hækki meira í launum en hann sé tilbúinn til að semja um fyrir sína félagsmenn. Laun formanns VR hafa hækkað um ríflega 43 prósent á síðustu tveimur árum og eru nú um 1.410 þúsund krónur með ökutækjastyrk. Á sama tíma hafa laun félagsmanna VR hækkað um 12,6 prósent. Ragnar hyggst fara fram að laun sín verði lækkuð um um það bil 300 þúsund krónur. „Þetta finnst mér algjörlega út úr kortinu. Það var gerð ákveðin sátt árið 2009 þegar við vorum í hallarbyltingu um launakjör formanns. Sú sátt finnst mér hafa verið rofin og ég mun lækka launin mín í samræmi við það. Ég er ekki með nákvæmar tölur en ég mun allavega þessar hækkanir til baka,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. „Ég ætla ekki að hækka meira í launum en ég er tilbúinn til að semja um fyrir mína félagsmenn. Þetta er bara prinsipp-mál.“ Sem fyrr segir er Ragnar Þór nýkjörinn formaður VR. Hann sigraði í dag í formannskosningu félagsins með tæplega 63 prósent atkvæða, og tekur þar af leiðandi við af Ólafíu B. Rafnsdóttur sem hefur verið formaður frá árinu 2013. Ólafía hlaut 37 prósent atkvæða.Ætlar að beita sér gegn SALEK Aðspurður segir Ragnar þetta nýja starf leggjast vel í sig, en hann hefur setið í stjórn VR síðastliðin átta ár. Fyrst og fremst muni hann vinna að ytra starfi félagsins, en hans fyrsta verkefni verði að koma saman nýrri stjórn. „Þetta mun fyrst og fremst snúa að ytra starfi félagsins. Innra starf félagsins er mjög traust. Ég mun til dæmis, ásamt stjórninni, beita mér fyrir afnámi verðtryggingar, svo er það baráttan gegn vaxtaokri og svo þurfum við að beita okkur meira í húsnæðismálum,“ segir Ragnar, aðspurður um hans helstu áherslumál. Ragnar er jafnframt mjög gagnrýninn á SALEK-samkomulagið svokallaða, og segir launastefnuna svik við launafólk. „Launafólk hefur í síðustu þremur kjarasamningum sýnt ábyrgð og hófsemi í okkar kröfum. Á meðan hafa ráðamenn, fyrirtæki og fjármálastofnanir verið að greiða sér arð og í rauninni algjörlega taktlaus við að halda hérna einhverjum ímynduðum stöðugleika. Þannig að traustið er einfaldlega ekki til staðar,“ segir hann. SALEK snúist fyrst og fremst um það að halda niðri kjarabaráttu annarra stétta. „Ég get ekki tekið undir þá stefnu að ráðast á aðrar stéttir sem eru að fá mjög réttmætar kjartabætur. Það er eitt af því sem SALEK samkomulagið snýst um, og það er það sem mér finnst svik við launafólk.“VR ekki hlustað á vilja félagsmanna Ragnar segir VR ekki hafa hlustað á vilja félagsmanna, sem sé það sem hann sé hvað ósáttastur við. Ljóst sé með afgerandi niðurstöðu úr formannskjörinu að fólk vilji breytingar. „Vilji félagsmanna er greinilega sá að félagsmenn vilja víkka út kjarabaráttuna. Grunnþjónustan er kjaramál. Heilbrigðisþjónustan er kjaramál. Vextirnir og verðtryggingin eru kjaramál. Húsnæðismálin eru kjaramál, ekki bara einhver prósentubrot umfram verðbólguspár í hækkanir. Það er þetta sem að félagsmenn eru að biðja um. Þeir vilja fá hreyfinguna til fólksins. Ég ætla mér að blása lífi í þessa baráttu. Við breytum ekki heiminum á einum degi. En eftir því sem við erum fleiri sem komum að þessu og höfum þessa sýn á þessar breytingar þeim mun líklegra er að okkur takist þetta ætlunarverk.“ Tengdar fréttir Ragnar Þór nýr formaður VR Fékk tæplega 63 prósent atkvæða. 14. mars 2017 13:52 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn formaður VR, ætlar að fara fram á það við stjórn verkalýðsfélagsins að laun hans verði lækkuð. Hann segir fullkomlega óeðlilegt að formaður félagsins hækki meira í launum en hann sé tilbúinn til að semja um fyrir sína félagsmenn. Laun formanns VR hafa hækkað um ríflega 43 prósent á síðustu tveimur árum og eru nú um 1.410 þúsund krónur með ökutækjastyrk. Á sama tíma hafa laun félagsmanna VR hækkað um 12,6 prósent. Ragnar hyggst fara fram að laun sín verði lækkuð um um það bil 300 þúsund krónur. „Þetta finnst mér algjörlega út úr kortinu. Það var gerð ákveðin sátt árið 2009 þegar við vorum í hallarbyltingu um launakjör formanns. Sú sátt finnst mér hafa verið rofin og ég mun lækka launin mín í samræmi við það. Ég er ekki með nákvæmar tölur en ég mun allavega þessar hækkanir til baka,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. „Ég ætla ekki að hækka meira í launum en ég er tilbúinn til að semja um fyrir mína félagsmenn. Þetta er bara prinsipp-mál.“ Sem fyrr segir er Ragnar Þór nýkjörinn formaður VR. Hann sigraði í dag í formannskosningu félagsins með tæplega 63 prósent atkvæða, og tekur þar af leiðandi við af Ólafíu B. Rafnsdóttur sem hefur verið formaður frá árinu 2013. Ólafía hlaut 37 prósent atkvæða.Ætlar að beita sér gegn SALEK Aðspurður segir Ragnar þetta nýja starf leggjast vel í sig, en hann hefur setið í stjórn VR síðastliðin átta ár. Fyrst og fremst muni hann vinna að ytra starfi félagsins, en hans fyrsta verkefni verði að koma saman nýrri stjórn. „Þetta mun fyrst og fremst snúa að ytra starfi félagsins. Innra starf félagsins er mjög traust. Ég mun til dæmis, ásamt stjórninni, beita mér fyrir afnámi verðtryggingar, svo er það baráttan gegn vaxtaokri og svo þurfum við að beita okkur meira í húsnæðismálum,“ segir Ragnar, aðspurður um hans helstu áherslumál. Ragnar er jafnframt mjög gagnrýninn á SALEK-samkomulagið svokallaða, og segir launastefnuna svik við launafólk. „Launafólk hefur í síðustu þremur kjarasamningum sýnt ábyrgð og hófsemi í okkar kröfum. Á meðan hafa ráðamenn, fyrirtæki og fjármálastofnanir verið að greiða sér arð og í rauninni algjörlega taktlaus við að halda hérna einhverjum ímynduðum stöðugleika. Þannig að traustið er einfaldlega ekki til staðar,“ segir hann. SALEK snúist fyrst og fremst um það að halda niðri kjarabaráttu annarra stétta. „Ég get ekki tekið undir þá stefnu að ráðast á aðrar stéttir sem eru að fá mjög réttmætar kjartabætur. Það er eitt af því sem SALEK samkomulagið snýst um, og það er það sem mér finnst svik við launafólk.“VR ekki hlustað á vilja félagsmanna Ragnar segir VR ekki hafa hlustað á vilja félagsmanna, sem sé það sem hann sé hvað ósáttastur við. Ljóst sé með afgerandi niðurstöðu úr formannskjörinu að fólk vilji breytingar. „Vilji félagsmanna er greinilega sá að félagsmenn vilja víkka út kjarabaráttuna. Grunnþjónustan er kjaramál. Heilbrigðisþjónustan er kjaramál. Vextirnir og verðtryggingin eru kjaramál. Húsnæðismálin eru kjaramál, ekki bara einhver prósentubrot umfram verðbólguspár í hækkanir. Það er þetta sem að félagsmenn eru að biðja um. Þeir vilja fá hreyfinguna til fólksins. Ég ætla mér að blása lífi í þessa baráttu. Við breytum ekki heiminum á einum degi. En eftir því sem við erum fleiri sem komum að þessu og höfum þessa sýn á þessar breytingar þeim mun líklegra er að okkur takist þetta ætlunarverk.“
Tengdar fréttir Ragnar Þór nýr formaður VR Fékk tæplega 63 prósent atkvæða. 14. mars 2017 13:52 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira