Nýr formaður VR vill lægri laun: „Þetta er bara prinsippmál“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. mars 2017 15:35 Ragnar fékk tæplega 63 prósent atkvæða í formannskosningunni. vísir/stefán Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn formaður VR, ætlar að fara fram á það við stjórn verkalýðsfélagsins að laun hans verði lækkuð. Hann segir fullkomlega óeðlilegt að formaður félagsins hækki meira í launum en hann sé tilbúinn til að semja um fyrir sína félagsmenn. Laun formanns VR hafa hækkað um ríflega 43 prósent á síðustu tveimur árum og eru nú um 1.410 þúsund krónur með ökutækjastyrk. Á sama tíma hafa laun félagsmanna VR hækkað um 12,6 prósent. Ragnar hyggst fara fram að laun sín verði lækkuð um um það bil 300 þúsund krónur. „Þetta finnst mér algjörlega út úr kortinu. Það var gerð ákveðin sátt árið 2009 þegar við vorum í hallarbyltingu um launakjör formanns. Sú sátt finnst mér hafa verið rofin og ég mun lækka launin mín í samræmi við það. Ég er ekki með nákvæmar tölur en ég mun allavega þessar hækkanir til baka,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. „Ég ætla ekki að hækka meira í launum en ég er tilbúinn til að semja um fyrir mína félagsmenn. Þetta er bara prinsipp-mál.“ Sem fyrr segir er Ragnar Þór nýkjörinn formaður VR. Hann sigraði í dag í formannskosningu félagsins með tæplega 63 prósent atkvæða, og tekur þar af leiðandi við af Ólafíu B. Rafnsdóttur sem hefur verið formaður frá árinu 2013. Ólafía hlaut 37 prósent atkvæða.Ætlar að beita sér gegn SALEK Aðspurður segir Ragnar þetta nýja starf leggjast vel í sig, en hann hefur setið í stjórn VR síðastliðin átta ár. Fyrst og fremst muni hann vinna að ytra starfi félagsins, en hans fyrsta verkefni verði að koma saman nýrri stjórn. „Þetta mun fyrst og fremst snúa að ytra starfi félagsins. Innra starf félagsins er mjög traust. Ég mun til dæmis, ásamt stjórninni, beita mér fyrir afnámi verðtryggingar, svo er það baráttan gegn vaxtaokri og svo þurfum við að beita okkur meira í húsnæðismálum,“ segir Ragnar, aðspurður um hans helstu áherslumál. Ragnar er jafnframt mjög gagnrýninn á SALEK-samkomulagið svokallaða, og segir launastefnuna svik við launafólk. „Launafólk hefur í síðustu þremur kjarasamningum sýnt ábyrgð og hófsemi í okkar kröfum. Á meðan hafa ráðamenn, fyrirtæki og fjármálastofnanir verið að greiða sér arð og í rauninni algjörlega taktlaus við að halda hérna einhverjum ímynduðum stöðugleika. Þannig að traustið er einfaldlega ekki til staðar,“ segir hann. SALEK snúist fyrst og fremst um það að halda niðri kjarabaráttu annarra stétta. „Ég get ekki tekið undir þá stefnu að ráðast á aðrar stéttir sem eru að fá mjög réttmætar kjartabætur. Það er eitt af því sem SALEK samkomulagið snýst um, og það er það sem mér finnst svik við launafólk.“VR ekki hlustað á vilja félagsmanna Ragnar segir VR ekki hafa hlustað á vilja félagsmanna, sem sé það sem hann sé hvað ósáttastur við. Ljóst sé með afgerandi niðurstöðu úr formannskjörinu að fólk vilji breytingar. „Vilji félagsmanna er greinilega sá að félagsmenn vilja víkka út kjarabaráttuna. Grunnþjónustan er kjaramál. Heilbrigðisþjónustan er kjaramál. Vextirnir og verðtryggingin eru kjaramál. Húsnæðismálin eru kjaramál, ekki bara einhver prósentubrot umfram verðbólguspár í hækkanir. Það er þetta sem að félagsmenn eru að biðja um. Þeir vilja fá hreyfinguna til fólksins. Ég ætla mér að blása lífi í þessa baráttu. Við breytum ekki heiminum á einum degi. En eftir því sem við erum fleiri sem komum að þessu og höfum þessa sýn á þessar breytingar þeim mun líklegra er að okkur takist þetta ætlunarverk.“ Tengdar fréttir Ragnar Þór nýr formaður VR Fékk tæplega 63 prósent atkvæða. 14. mars 2017 13:52 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Maðurinn sem féll í ána er látinn Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem féll í ána er látinn Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn formaður VR, ætlar að fara fram á það við stjórn verkalýðsfélagsins að laun hans verði lækkuð. Hann segir fullkomlega óeðlilegt að formaður félagsins hækki meira í launum en hann sé tilbúinn til að semja um fyrir sína félagsmenn. Laun formanns VR hafa hækkað um ríflega 43 prósent á síðustu tveimur árum og eru nú um 1.410 þúsund krónur með ökutækjastyrk. Á sama tíma hafa laun félagsmanna VR hækkað um 12,6 prósent. Ragnar hyggst fara fram að laun sín verði lækkuð um um það bil 300 þúsund krónur. „Þetta finnst mér algjörlega út úr kortinu. Það var gerð ákveðin sátt árið 2009 þegar við vorum í hallarbyltingu um launakjör formanns. Sú sátt finnst mér hafa verið rofin og ég mun lækka launin mín í samræmi við það. Ég er ekki með nákvæmar tölur en ég mun allavega þessar hækkanir til baka,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. „Ég ætla ekki að hækka meira í launum en ég er tilbúinn til að semja um fyrir mína félagsmenn. Þetta er bara prinsipp-mál.“ Sem fyrr segir er Ragnar Þór nýkjörinn formaður VR. Hann sigraði í dag í formannskosningu félagsins með tæplega 63 prósent atkvæða, og tekur þar af leiðandi við af Ólafíu B. Rafnsdóttur sem hefur verið formaður frá árinu 2013. Ólafía hlaut 37 prósent atkvæða.Ætlar að beita sér gegn SALEK Aðspurður segir Ragnar þetta nýja starf leggjast vel í sig, en hann hefur setið í stjórn VR síðastliðin átta ár. Fyrst og fremst muni hann vinna að ytra starfi félagsins, en hans fyrsta verkefni verði að koma saman nýrri stjórn. „Þetta mun fyrst og fremst snúa að ytra starfi félagsins. Innra starf félagsins er mjög traust. Ég mun til dæmis, ásamt stjórninni, beita mér fyrir afnámi verðtryggingar, svo er það baráttan gegn vaxtaokri og svo þurfum við að beita okkur meira í húsnæðismálum,“ segir Ragnar, aðspurður um hans helstu áherslumál. Ragnar er jafnframt mjög gagnrýninn á SALEK-samkomulagið svokallaða, og segir launastefnuna svik við launafólk. „Launafólk hefur í síðustu þremur kjarasamningum sýnt ábyrgð og hófsemi í okkar kröfum. Á meðan hafa ráðamenn, fyrirtæki og fjármálastofnanir verið að greiða sér arð og í rauninni algjörlega taktlaus við að halda hérna einhverjum ímynduðum stöðugleika. Þannig að traustið er einfaldlega ekki til staðar,“ segir hann. SALEK snúist fyrst og fremst um það að halda niðri kjarabaráttu annarra stétta. „Ég get ekki tekið undir þá stefnu að ráðast á aðrar stéttir sem eru að fá mjög réttmætar kjartabætur. Það er eitt af því sem SALEK samkomulagið snýst um, og það er það sem mér finnst svik við launafólk.“VR ekki hlustað á vilja félagsmanna Ragnar segir VR ekki hafa hlustað á vilja félagsmanna, sem sé það sem hann sé hvað ósáttastur við. Ljóst sé með afgerandi niðurstöðu úr formannskjörinu að fólk vilji breytingar. „Vilji félagsmanna er greinilega sá að félagsmenn vilja víkka út kjarabaráttuna. Grunnþjónustan er kjaramál. Heilbrigðisþjónustan er kjaramál. Vextirnir og verðtryggingin eru kjaramál. Húsnæðismálin eru kjaramál, ekki bara einhver prósentubrot umfram verðbólguspár í hækkanir. Það er þetta sem að félagsmenn eru að biðja um. Þeir vilja fá hreyfinguna til fólksins. Ég ætla mér að blása lífi í þessa baráttu. Við breytum ekki heiminum á einum degi. En eftir því sem við erum fleiri sem komum að þessu og höfum þessa sýn á þessar breytingar þeim mun líklegra er að okkur takist þetta ætlunarverk.“
Tengdar fréttir Ragnar Þór nýr formaður VR Fékk tæplega 63 prósent atkvæða. 14. mars 2017 13:52 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Maðurinn sem féll í ána er látinn Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem féll í ána er látinn Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Sjá meira