Nýtt dómnefndarfyrirkomulag verður í Söngvakeppni á laugardaginn og verður alþjóðleg dómnefnd.
Úrslit Söngvakeppninnar fara fram í Laugardalshöll á morgun, laugardag. Þá keppa sjö lög um að verða framlag Íslendinga í Eurovision söngvakeppninni sem haldin verður í Úkraínu í maí.
Í ár verður sú breyting á að dómnefndin er skipuð sj fagmönnum sem koma hvaðanæva úr heiminum. Fjórir erlendir dómarar og þrír íslenskir. Þetta er í fyrsta skipti sem þetta er gert í Söngvakeppninni. Í dómnefndinni eru bæði Eurovision-sérfræðingar og fagfólk í tónlist og framleiðslu á tónlistar- og skemmtiefni.
Í alþjóðlegu dómnefndinni eru eftirtaldir:
Svíþjóð: Måns Zelmerlöw – söngvari og sjónvarpsmaður. Sigurvegari Eurovision söngvakeppninnar 2015.
Ástralía: Julia Zemiro – Eurovisionkynnir, sjónvarps- leik og söngkona.
Frakkland: Bruno Berberes – Sjónvarpsframleiðandi. Hefur verið í dómnefnd í forkeppnum fyrir Eurovision í Frakklandi og Svíþjóð. Einn framleiðanda The Voice í Frakklandi.
Serbía: Milica Fajgelj, umboðsmaður tónlistarmanna. Verið í sendinefnd nokkurra í landa í Eurovision keppnum í gegnum árin.
Ísland:
Snorri Helgason, tónlistarmaður
Andrea Gylfadóttir, söngkona:
Þórður Helgi Þórðarson, dagskrárgerðarmaður á Rás 2
Ný dómnefnd í Söngvakeppninni: Meirihlutinn erlendir fagmenn
