Flokki Wilders spáð sigri í Hollandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. mars 2017 12:33 Geert Wilders er leiðtogi popúlistaflokksins Frelsisflokksins sem berst harkalega gegn komu innflytjenda og Evrópusamvinnu. Vísir/afp Á miðvikudaginn fara fram fyrstu þingkosningarnar hjá vestrænni þjóð eftir að Donald Trump náði kjöri sem Bandaríkjaforseti þegar Hollendingar ganga til kosninga. Þjóðernispopúlistanum Geert Wilders hefur vaxið ásmegin en það er frjór jarðvegur fyrir útlendingaandúð í Hollandi. Frelsisflokkur Wilders verður líklega stærsti flokkur landsins að loknum þingkosningunum miðvikudaginn 15. mars að því er fram kemur í Financial Times. Það er hins vegar algjörlega óvíst hvort Wilders takist að mynda ríkisstjórn í ljósi umdeildra skoðana sinna. Wilders vill loka landinu fyrir hælisleitendum, loka öllum moskum í Hollandi, banna sölu á kóraninum og síðast en ekki síst vill hann að Holland gangi úr Evrópusambandinu. Wilders er ekki fyrsti þjóðernispopúlistinn sem nær árangri í hollenskum stjórnmálum. Veturinn 2001-2002 steig Pim Fortuyn fram sem ný tegund stjórnmálamanns. Hann boðaði andspyrnu gegn hollensku elítunni og fjölþjóðahyggju og fordæmdi Íslam opinberlega. Nokkra daga fyrir þingkosningarnar 2002 var hann myrtur af aðgerðasinna úr röðum græningja. Flokkur Fortuyns náði samt nægilega miklu fylgi til að komast að ríkisstjórnarborðinu þótt samsteypustjórnin hafi ekki orðið langlíf. Könnun sem birtist í gær sýnir að flokkur Wilders muni vinna 25 af þeim 76 þingsætum sem eru nauðsynleg í fulltrúadeild hollenska þjóðþingsins til þess að mynda samsteypustjórn en í fulltrúadeildinni sitja 150 þingmenn. Það er hins vegar algjörlega óvíst hvort Wilders muni fá aðra flokka til að starfa með sér. Financial Times spáir því að Frelsisflokkur Wilders, sem er í raun bara eins manns flokkur, muni vinna flest þingsætin eftir kosningarnar á miðvikudag og byggir spá sína á ítarlegri greiningu á lýðfræðilegum gögnum frá Hollandi auk skoðanakannana. Wilders ríður á öldu þjóðernispopúlisma sem gengur yfir alla álfuna um þessar mundir. Það sem er merkilegt við stuðning við Wilders í Hollandi er að eldra fólk er sá kjósendahópur sem er minnst líklegur til að styðja hann. Stuðningsmenn Frelsisflokks Wilders eru yngra fólk en þjóðernisflokkar í öðrum löndum, eins og Front National í Frakklandi, njóta mikils stuðnings hjá kjósendum sem eru eldri en 65 ára. Sterkasta fylgnin er við menntunarleysi hjá flokki Wilders. Því fyrr sem fólk í Hollandi yfirgaf menntakerfið, þ.e. lauk menntun án gráðu eða án þess að sækja sér framhaldsmenntun, því líklegra er það til að kjósa Frelsisflokkinn. Donald Trump Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Á miðvikudaginn fara fram fyrstu þingkosningarnar hjá vestrænni þjóð eftir að Donald Trump náði kjöri sem Bandaríkjaforseti þegar Hollendingar ganga til kosninga. Þjóðernispopúlistanum Geert Wilders hefur vaxið ásmegin en það er frjór jarðvegur fyrir útlendingaandúð í Hollandi. Frelsisflokkur Wilders verður líklega stærsti flokkur landsins að loknum þingkosningunum miðvikudaginn 15. mars að því er fram kemur í Financial Times. Það er hins vegar algjörlega óvíst hvort Wilders takist að mynda ríkisstjórn í ljósi umdeildra skoðana sinna. Wilders vill loka landinu fyrir hælisleitendum, loka öllum moskum í Hollandi, banna sölu á kóraninum og síðast en ekki síst vill hann að Holland gangi úr Evrópusambandinu. Wilders er ekki fyrsti þjóðernispopúlistinn sem nær árangri í hollenskum stjórnmálum. Veturinn 2001-2002 steig Pim Fortuyn fram sem ný tegund stjórnmálamanns. Hann boðaði andspyrnu gegn hollensku elítunni og fjölþjóðahyggju og fordæmdi Íslam opinberlega. Nokkra daga fyrir þingkosningarnar 2002 var hann myrtur af aðgerðasinna úr röðum græningja. Flokkur Fortuyns náði samt nægilega miklu fylgi til að komast að ríkisstjórnarborðinu þótt samsteypustjórnin hafi ekki orðið langlíf. Könnun sem birtist í gær sýnir að flokkur Wilders muni vinna 25 af þeim 76 þingsætum sem eru nauðsynleg í fulltrúadeild hollenska þjóðþingsins til þess að mynda samsteypustjórn en í fulltrúadeildinni sitja 150 þingmenn. Það er hins vegar algjörlega óvíst hvort Wilders muni fá aðra flokka til að starfa með sér. Financial Times spáir því að Frelsisflokkur Wilders, sem er í raun bara eins manns flokkur, muni vinna flest þingsætin eftir kosningarnar á miðvikudag og byggir spá sína á ítarlegri greiningu á lýðfræðilegum gögnum frá Hollandi auk skoðanakannana. Wilders ríður á öldu þjóðernispopúlisma sem gengur yfir alla álfuna um þessar mundir. Það sem er merkilegt við stuðning við Wilders í Hollandi er að eldra fólk er sá kjósendahópur sem er minnst líklegur til að styðja hann. Stuðningsmenn Frelsisflokks Wilders eru yngra fólk en þjóðernisflokkar í öðrum löndum, eins og Front National í Frakklandi, njóta mikils stuðnings hjá kjósendum sem eru eldri en 65 ára. Sterkasta fylgnin er við menntunarleysi hjá flokki Wilders. Því fyrr sem fólk í Hollandi yfirgaf menntakerfið, þ.e. lauk menntun án gráðu eða án þess að sækja sér framhaldsmenntun, því líklegra er það til að kjósa Frelsisflokkinn.
Donald Trump Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira