Flokki Wilders spáð sigri í Hollandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. mars 2017 12:33 Geert Wilders er leiðtogi popúlistaflokksins Frelsisflokksins sem berst harkalega gegn komu innflytjenda og Evrópusamvinnu. Vísir/afp Á miðvikudaginn fara fram fyrstu þingkosningarnar hjá vestrænni þjóð eftir að Donald Trump náði kjöri sem Bandaríkjaforseti þegar Hollendingar ganga til kosninga. Þjóðernispopúlistanum Geert Wilders hefur vaxið ásmegin en það er frjór jarðvegur fyrir útlendingaandúð í Hollandi. Frelsisflokkur Wilders verður líklega stærsti flokkur landsins að loknum þingkosningunum miðvikudaginn 15. mars að því er fram kemur í Financial Times. Það er hins vegar algjörlega óvíst hvort Wilders takist að mynda ríkisstjórn í ljósi umdeildra skoðana sinna. Wilders vill loka landinu fyrir hælisleitendum, loka öllum moskum í Hollandi, banna sölu á kóraninum og síðast en ekki síst vill hann að Holland gangi úr Evrópusambandinu. Wilders er ekki fyrsti þjóðernispopúlistinn sem nær árangri í hollenskum stjórnmálum. Veturinn 2001-2002 steig Pim Fortuyn fram sem ný tegund stjórnmálamanns. Hann boðaði andspyrnu gegn hollensku elítunni og fjölþjóðahyggju og fordæmdi Íslam opinberlega. Nokkra daga fyrir þingkosningarnar 2002 var hann myrtur af aðgerðasinna úr röðum græningja. Flokkur Fortuyns náði samt nægilega miklu fylgi til að komast að ríkisstjórnarborðinu þótt samsteypustjórnin hafi ekki orðið langlíf. Könnun sem birtist í gær sýnir að flokkur Wilders muni vinna 25 af þeim 76 þingsætum sem eru nauðsynleg í fulltrúadeild hollenska þjóðþingsins til þess að mynda samsteypustjórn en í fulltrúadeildinni sitja 150 þingmenn. Það er hins vegar algjörlega óvíst hvort Wilders muni fá aðra flokka til að starfa með sér. Financial Times spáir því að Frelsisflokkur Wilders, sem er í raun bara eins manns flokkur, muni vinna flest þingsætin eftir kosningarnar á miðvikudag og byggir spá sína á ítarlegri greiningu á lýðfræðilegum gögnum frá Hollandi auk skoðanakannana. Wilders ríður á öldu þjóðernispopúlisma sem gengur yfir alla álfuna um þessar mundir. Það sem er merkilegt við stuðning við Wilders í Hollandi er að eldra fólk er sá kjósendahópur sem er minnst líklegur til að styðja hann. Stuðningsmenn Frelsisflokks Wilders eru yngra fólk en þjóðernisflokkar í öðrum löndum, eins og Front National í Frakklandi, njóta mikils stuðnings hjá kjósendum sem eru eldri en 65 ára. Sterkasta fylgnin er við menntunarleysi hjá flokki Wilders. Því fyrr sem fólk í Hollandi yfirgaf menntakerfið, þ.e. lauk menntun án gráðu eða án þess að sækja sér framhaldsmenntun, því líklegra er það til að kjósa Frelsisflokkinn. Donald Trump Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Sjá meira
Á miðvikudaginn fara fram fyrstu þingkosningarnar hjá vestrænni þjóð eftir að Donald Trump náði kjöri sem Bandaríkjaforseti þegar Hollendingar ganga til kosninga. Þjóðernispopúlistanum Geert Wilders hefur vaxið ásmegin en það er frjór jarðvegur fyrir útlendingaandúð í Hollandi. Frelsisflokkur Wilders verður líklega stærsti flokkur landsins að loknum þingkosningunum miðvikudaginn 15. mars að því er fram kemur í Financial Times. Það er hins vegar algjörlega óvíst hvort Wilders takist að mynda ríkisstjórn í ljósi umdeildra skoðana sinna. Wilders vill loka landinu fyrir hælisleitendum, loka öllum moskum í Hollandi, banna sölu á kóraninum og síðast en ekki síst vill hann að Holland gangi úr Evrópusambandinu. Wilders er ekki fyrsti þjóðernispopúlistinn sem nær árangri í hollenskum stjórnmálum. Veturinn 2001-2002 steig Pim Fortuyn fram sem ný tegund stjórnmálamanns. Hann boðaði andspyrnu gegn hollensku elítunni og fjölþjóðahyggju og fordæmdi Íslam opinberlega. Nokkra daga fyrir þingkosningarnar 2002 var hann myrtur af aðgerðasinna úr röðum græningja. Flokkur Fortuyns náði samt nægilega miklu fylgi til að komast að ríkisstjórnarborðinu þótt samsteypustjórnin hafi ekki orðið langlíf. Könnun sem birtist í gær sýnir að flokkur Wilders muni vinna 25 af þeim 76 þingsætum sem eru nauðsynleg í fulltrúadeild hollenska þjóðþingsins til þess að mynda samsteypustjórn en í fulltrúadeildinni sitja 150 þingmenn. Það er hins vegar algjörlega óvíst hvort Wilders muni fá aðra flokka til að starfa með sér. Financial Times spáir því að Frelsisflokkur Wilders, sem er í raun bara eins manns flokkur, muni vinna flest þingsætin eftir kosningarnar á miðvikudag og byggir spá sína á ítarlegri greiningu á lýðfræðilegum gögnum frá Hollandi auk skoðanakannana. Wilders ríður á öldu þjóðernispopúlisma sem gengur yfir alla álfuna um þessar mundir. Það sem er merkilegt við stuðning við Wilders í Hollandi er að eldra fólk er sá kjósendahópur sem er minnst líklegur til að styðja hann. Stuðningsmenn Frelsisflokks Wilders eru yngra fólk en þjóðernisflokkar í öðrum löndum, eins og Front National í Frakklandi, njóta mikils stuðnings hjá kjósendum sem eru eldri en 65 ára. Sterkasta fylgnin er við menntunarleysi hjá flokki Wilders. Því fyrr sem fólk í Hollandi yfirgaf menntakerfið, þ.e. lauk menntun án gráðu eða án þess að sækja sér framhaldsmenntun, því líklegra er það til að kjósa Frelsisflokkinn.
Donald Trump Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Sjá meira