Tyrkir hóta að binda enda á flóttamannasamkomulagið Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2017 22:12 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/AFP Yfirvöld í Tyrklandi hafa hótað því að fella niður samkomulag við Evrópusambandið sem hefur dregið verulega úr komum flóttamanna til Evrópu. Harðar deilur standa nú yfir á milli Tyrklands og ESB-ríkja eftir að tyrkneskum ráðherrum var meinað að halda kosningafundi víða í Evrópu. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir „anda fasisma“ vera hömlulausan í Evrópu. Forsetinn sagði í sjónvarpsviðtali í dag að Evrópa stefndi að því að drukkna í eigin ótta. Hatur gegn Tyrkjum og Íslam væri að aukast og að Evrópubúar væru jafnvel hræddir við flóttafólk. „Við getum bundið enda á flóttamannasamkomulagið,“ sagði Erdogan. Utanríkisráðherra Tyrklands, Mevlut Cavusoglu, sló á svipaða strengi í dag. Þá skammaðist hann yfir því að ESB hefði ekki tryggt Tyrkjum þann rétt að ferðast um Evrópu án vegabréfsáritana, eins og samkomulagið sagði til um. Samkvæmt samkomulaginu sem um ræðir myndu Tyrkir herða landamæraeftirlit sitt og stöðva smyglara í því að reyna að koma flóttafólki yfir Eyjahaf til Grikklands. Flóttafólk sem komst til Grikklands var svo sent aftur til Tyrklands. Síðan samkomulagið var samþykkt í mars í fyrra hefur tilraunum flóttafólks við að reyna að komast til Grikklands fækkað til muna. Undanfarna daga hefur Erdogan ítrekað kallað Hollendinga og Þjóðverja nasista og hefur hann jafnvel sagt Hollendinga vera ábyrga fyrir versta fjöldamorði Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina.Sambandið stirt áður Saga málsins er sú að Tyrkir hafa verið að senda ráðherra til Evrópu til að tryggja sér atkvæði Tyrkja sem búa þar í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu í Tyrklandi þann 16. apríl. Fjölmargir Tyrkir búa í Evrópu og sem dæmi eru allt að 1,4 milljónir Tyrkja sem geta kosið í Þýskalandi. Um 400 þúsund kosningabærir Tyrkir búa í Hollandi. Atkvæðagreiðslan er um stjórnarskrárbreytingar sem gefa Erdogan mun meiri völd en forsetar í Tyrklandi hafa haft áður. Embætti forsætisráðherra yrði í raun lagt niður. Samband Erdogan og ráðamanna í Evrópu var stirt fyrir vegna ýmissa mannréttindabrota í Tyrklandi og aðgerðir stjórnvalda í kjölfar valdaránstilraunarinnar hluta hersins þar í sumar. Þann 2. mars komu embættismenn í Gaggenau í Þýskalandi í veg fyrir kosningafund Bekir Bozdag, dómsmálaráðherra Tyrklands, og sögðu þeir ástæðuna vera áhyggjur vegna öryggis og mannfjölda. Stjórnendur annarra borga í Þýskalandi fylgdu þeirri ákvörðun. Yfirvöld í Hollandi bönnuðu hins vegar Tyrkjum að halda kosningafundi þar og meinuðu flugvél Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, að lenda í Hollandi. Þá var Fatma Betul Sayan Kaya, fjölskylduráðherra Tyrklands, vísað frá landinu. Sérfræðingar telja Hollendinga einfaldlega hafa fallið í gildru Erdogan. Hann hafi í raun verið að leita sér að óvini til að þjappa þjóðernissinnum heima fyrir á bak við sig. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Erdogan sýnir klærnar Skoðanakannanir sýna að þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskrá í Tyrklandi gæti farið á hvorn veginn sem er. 14. mars 2017 08:00 Erdogan segir nasisma á lífi í vestrinu Forseti Tyrklands gagnrýnir hollensk stjórnvöld harðlega. Utanríkisráðherrann kallar ríkið höfuðstað fasismans. Ráðherrar Tyrkja ætluðu að afla stuðnings við stjórnarskrárbreytingar á meðal Tyrkja sem staðsettir eru í Hollandi en 13. mars 2017 07:00 Leiðtogar ESB-ríkja segja ummæli Erdogan vera óásættanleg Recip Tayip Erdogan Tyrklandsforseti sakaði um helgina Þjóðverja og Hollendinga um nasisma. 13. mars 2017 08:17 Hollenska sendiherranum meinað að koma aftur til Tyrklands Spennan á milli Hollendinga og Tyrkja magnast enn. 14. mars 2017 08:11 Erdogan: "Við þekkjum Holland eftir fjöldamorðin í Srebrenica“ Tyrklandsforseti hefur aftur ráðist gegn Hollandi með því að segja þá ábyrga fyrir mesta fjöldamorðinu í Evrópu eftir síðari heimsstyrjöldina. 14. mars 2017 14:11 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Yfirvöld í Tyrklandi hafa hótað því að fella niður samkomulag við Evrópusambandið sem hefur dregið verulega úr komum flóttamanna til Evrópu. Harðar deilur standa nú yfir á milli Tyrklands og ESB-ríkja eftir að tyrkneskum ráðherrum var meinað að halda kosningafundi víða í Evrópu. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir „anda fasisma“ vera hömlulausan í Evrópu. Forsetinn sagði í sjónvarpsviðtali í dag að Evrópa stefndi að því að drukkna í eigin ótta. Hatur gegn Tyrkjum og Íslam væri að aukast og að Evrópubúar væru jafnvel hræddir við flóttafólk. „Við getum bundið enda á flóttamannasamkomulagið,“ sagði Erdogan. Utanríkisráðherra Tyrklands, Mevlut Cavusoglu, sló á svipaða strengi í dag. Þá skammaðist hann yfir því að ESB hefði ekki tryggt Tyrkjum þann rétt að ferðast um Evrópu án vegabréfsáritana, eins og samkomulagið sagði til um. Samkvæmt samkomulaginu sem um ræðir myndu Tyrkir herða landamæraeftirlit sitt og stöðva smyglara í því að reyna að koma flóttafólki yfir Eyjahaf til Grikklands. Flóttafólk sem komst til Grikklands var svo sent aftur til Tyrklands. Síðan samkomulagið var samþykkt í mars í fyrra hefur tilraunum flóttafólks við að reyna að komast til Grikklands fækkað til muna. Undanfarna daga hefur Erdogan ítrekað kallað Hollendinga og Þjóðverja nasista og hefur hann jafnvel sagt Hollendinga vera ábyrga fyrir versta fjöldamorði Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina.Sambandið stirt áður Saga málsins er sú að Tyrkir hafa verið að senda ráðherra til Evrópu til að tryggja sér atkvæði Tyrkja sem búa þar í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu í Tyrklandi þann 16. apríl. Fjölmargir Tyrkir búa í Evrópu og sem dæmi eru allt að 1,4 milljónir Tyrkja sem geta kosið í Þýskalandi. Um 400 þúsund kosningabærir Tyrkir búa í Hollandi. Atkvæðagreiðslan er um stjórnarskrárbreytingar sem gefa Erdogan mun meiri völd en forsetar í Tyrklandi hafa haft áður. Embætti forsætisráðherra yrði í raun lagt niður. Samband Erdogan og ráðamanna í Evrópu var stirt fyrir vegna ýmissa mannréttindabrota í Tyrklandi og aðgerðir stjórnvalda í kjölfar valdaránstilraunarinnar hluta hersins þar í sumar. Þann 2. mars komu embættismenn í Gaggenau í Þýskalandi í veg fyrir kosningafund Bekir Bozdag, dómsmálaráðherra Tyrklands, og sögðu þeir ástæðuna vera áhyggjur vegna öryggis og mannfjölda. Stjórnendur annarra borga í Þýskalandi fylgdu þeirri ákvörðun. Yfirvöld í Hollandi bönnuðu hins vegar Tyrkjum að halda kosningafundi þar og meinuðu flugvél Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, að lenda í Hollandi. Þá var Fatma Betul Sayan Kaya, fjölskylduráðherra Tyrklands, vísað frá landinu. Sérfræðingar telja Hollendinga einfaldlega hafa fallið í gildru Erdogan. Hann hafi í raun verið að leita sér að óvini til að þjappa þjóðernissinnum heima fyrir á bak við sig.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Erdogan sýnir klærnar Skoðanakannanir sýna að þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskrá í Tyrklandi gæti farið á hvorn veginn sem er. 14. mars 2017 08:00 Erdogan segir nasisma á lífi í vestrinu Forseti Tyrklands gagnrýnir hollensk stjórnvöld harðlega. Utanríkisráðherrann kallar ríkið höfuðstað fasismans. Ráðherrar Tyrkja ætluðu að afla stuðnings við stjórnarskrárbreytingar á meðal Tyrkja sem staðsettir eru í Hollandi en 13. mars 2017 07:00 Leiðtogar ESB-ríkja segja ummæli Erdogan vera óásættanleg Recip Tayip Erdogan Tyrklandsforseti sakaði um helgina Þjóðverja og Hollendinga um nasisma. 13. mars 2017 08:17 Hollenska sendiherranum meinað að koma aftur til Tyrklands Spennan á milli Hollendinga og Tyrkja magnast enn. 14. mars 2017 08:11 Erdogan: "Við þekkjum Holland eftir fjöldamorðin í Srebrenica“ Tyrklandsforseti hefur aftur ráðist gegn Hollandi með því að segja þá ábyrga fyrir mesta fjöldamorðinu í Evrópu eftir síðari heimsstyrjöldina. 14. mars 2017 14:11 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Erdogan sýnir klærnar Skoðanakannanir sýna að þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskrá í Tyrklandi gæti farið á hvorn veginn sem er. 14. mars 2017 08:00
Erdogan segir nasisma á lífi í vestrinu Forseti Tyrklands gagnrýnir hollensk stjórnvöld harðlega. Utanríkisráðherrann kallar ríkið höfuðstað fasismans. Ráðherrar Tyrkja ætluðu að afla stuðnings við stjórnarskrárbreytingar á meðal Tyrkja sem staðsettir eru í Hollandi en 13. mars 2017 07:00
Leiðtogar ESB-ríkja segja ummæli Erdogan vera óásættanleg Recip Tayip Erdogan Tyrklandsforseti sakaði um helgina Þjóðverja og Hollendinga um nasisma. 13. mars 2017 08:17
Hollenska sendiherranum meinað að koma aftur til Tyrklands Spennan á milli Hollendinga og Tyrkja magnast enn. 14. mars 2017 08:11
Erdogan: "Við þekkjum Holland eftir fjöldamorðin í Srebrenica“ Tyrklandsforseti hefur aftur ráðist gegn Hollandi með því að segja þá ábyrga fyrir mesta fjöldamorðinu í Evrópu eftir síðari heimsstyrjöldina. 14. mars 2017 14:11