Líklega töluð tíu til tólf tungumál Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. mars 2017 09:30 Nemendur úr Fjölbraut í Breiðholti verða gestgjafar á tungumálastefnumótinu. Stefnumót tungumála verður haldið í Borgarbókasafninu í Gerðubergi, menningarhúsi í Breiðholti, í dag klukkan 16.30, nánar tiltekið í kaffihúsinu Cocina Rodriguez sem nýlega var opnað þar á efri hæðinni, á sama stað og fyrri veitingastaðir hafa verið. Gestgjafar að þessu sinni eru nemendur úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti sem ætla að veita gestum innsýn í tungumál og menningu sem þeir tengjast utan Íslands. Aðrir áhugasamir geta einnig slegist í hópinn og kynnt sitt móðurmál, að sögn Kristínar R. Vilhjálmsdóttur, verkefnastjóra fjölmenningar á vegum safnsins. „Café Lingua er verkefni sem hefur fengið vængi og í þetta sinn erum við að fá Fjölbrautaskólann í Breiðholti til samstarfs, það er mjög spennandi,“ segir hún og heldur áfram. „Sextán nemendur munu taka þátt og líklega verða töluð tíu til tólf tungumál því í hópnum eru nokkrir Nepalar. Þeir búa nefnilega æði margir í Breiðholtinu. Svo eru íslenskir krakkar sem hafa búið lengi erlendis, til dæmis tvær stúlkur sem áttu heima í Danmörku þegar þær voru litlar. Við gleymum því stundum að mörg íslensk ungmenni eiga þann fjársjóð að kunna annað tungumál en íslenskuna,“ segir Kristín og tekur fram að nemendurnir hafi verið mjög áhugasamir um undirbúninginn og duglegir að fræða hver annan um lífið í sínu ættlandi. Hingað til hafa þátttakendur í Café Lingua ýmist verið almennir borgarar eða háskólastúdentar, bæði erlendir og íslenskir, að sögn Kristínar sem tekur fram að allir séu velkomnir, bæði til að hlusta og miðla tungumálum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. mars 2017 Lífið Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Stefnumót tungumála verður haldið í Borgarbókasafninu í Gerðubergi, menningarhúsi í Breiðholti, í dag klukkan 16.30, nánar tiltekið í kaffihúsinu Cocina Rodriguez sem nýlega var opnað þar á efri hæðinni, á sama stað og fyrri veitingastaðir hafa verið. Gestgjafar að þessu sinni eru nemendur úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti sem ætla að veita gestum innsýn í tungumál og menningu sem þeir tengjast utan Íslands. Aðrir áhugasamir geta einnig slegist í hópinn og kynnt sitt móðurmál, að sögn Kristínar R. Vilhjálmsdóttur, verkefnastjóra fjölmenningar á vegum safnsins. „Café Lingua er verkefni sem hefur fengið vængi og í þetta sinn erum við að fá Fjölbrautaskólann í Breiðholti til samstarfs, það er mjög spennandi,“ segir hún og heldur áfram. „Sextán nemendur munu taka þátt og líklega verða töluð tíu til tólf tungumál því í hópnum eru nokkrir Nepalar. Þeir búa nefnilega æði margir í Breiðholtinu. Svo eru íslenskir krakkar sem hafa búið lengi erlendis, til dæmis tvær stúlkur sem áttu heima í Danmörku þegar þær voru litlar. Við gleymum því stundum að mörg íslensk ungmenni eiga þann fjársjóð að kunna annað tungumál en íslenskuna,“ segir Kristín og tekur fram að nemendurnir hafi verið mjög áhugasamir um undirbúninginn og duglegir að fræða hver annan um lífið í sínu ættlandi. Hingað til hafa þátttakendur í Café Lingua ýmist verið almennir borgarar eða háskólastúdentar, bæði erlendir og íslenskir, að sögn Kristínar sem tekur fram að allir séu velkomnir, bæði til að hlusta og miðla tungumálum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. mars 2017
Lífið Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist