Eftirsótt tískumerki í sölu á Instagram Stefán Þór Hjartarson skrifar 16. mars 2017 09:45 Þeir Pétur og Stefán eru miklir áhugamenn um tísku. Vísir/Eyþór Nýlega opnuðu þeir Pétur Kiernan og Stefán Bjarki Ólafsson sölusíðuna Brodir Store (brdrstore) á Instagram þar sem þeir selja götutískufatnað. Þeir flytja vörurnar inn sjálfir en auk þess geta einstaklingar selt notaðar flíkur á síðunni. „Instagram býður upp á gott skipulag fyrir sölusíður af þessari gerð og þessi nýjung, þar sem hægt er að pósta nokkrum myndum saman, er auðvitað algjör snilld. Þeir sem fylgja okkur eftir geta líka kveikt á „post notifications“ en þá berst tilkynning þegar við setjum nýjar vörur í sölu. Svo er hægt að vera með innslög í Instagram story til að láta vita hvaða vörur eru seldar. Þannig að þessi samfélagsmiðill býður upp á margt skemmtilegt þegar kemur að verslun,“ segir Pétur. Hér á landi hefur áhugi á svokölluðu „streetwear“ eða götutísku aukist gífurlega, meðal annars vegna aukinnar netverslunar en kannski má einnig tala um breyttar áherslur í tísku. Slíkar síður hafa verið við lýði hér og þar um heiminn lengi, sérstaklega í Bretlandi og Bandaríkjunum. „Markhópur okkar er helst ungmenni á aldrinum 15-24 ára en svo leynast örugglega einhverjir yngri eða eldri þarna inni líka. Við fundum fyrir mikilli þörf þarna úti fyrir síðu sem selur slíkan fatnað. Við seljum einungis merki sem mikil eftirspurn er eftir og fást ekki í verslunum hér á landi. Því erum við mjög kröfuharðir þegar við veljum vörur inn og setjum háan standard fyrir þær vörur sem eru seldar hjá okkur.“ Fila x Gosha T-Shirt Size: L Condition: New Drögum 1 follower á miðvikudaginn nk. sem vinnur þessa flík Til hamingju @oliverdagur A post shared by Brodir Store - Resell Ísland (@brdrstore) on Mar 4, 2017 at 6:11am PST Vinnuferlið að uppsetningu síðunnar var ekki svo flókið að sögn Péturs. „Við keyptum inn smá lager af flíkum, tókum stílhreinar myndir og vorum með fólk á bak við okkur sem hjálpaði okkur að fá fylgjendur á stuttum tíma. Ætli erfiðasta verkefnið hafi ekki verið að finna gott nafn á búðina.“ Báðir eru þeir miklir áhugamenn um tísku og þá sérstaklega götutísku. „Við höfum báðir mikinn áhuga á þessari fatamenningu og reyndar mjög margir vinir okkar líka. Þeir hafa hjálpað okkur mikið með síðuna og sagt okkur álit sitt á því hvort ákveðnar flíkur seljist hér eða ekki.“ Síðan var opnuð um síðustu helgi og strax komin með tæplega 2.000 fylgjendur. „Þetta fer vel af stað hjá okkur og t.d. seljast margar vörur á innan við fimm mínútum. Einnig fáum við fullt af beiðnum frá fólki um að selja flíkur fyrir sig. Þannig vonandi heldur þetta bara áfram að stækka og verður spennandi að sjá hvert þetta stefnir, við erum því afar ánægðir með fyrstu skrefin.“ Supreme 3M Reflective Windbreaker - Waterproof Size: L Condition: 9.9/10 Bid: 50.000kr Buy now: 65.000kr A post shared by Brodir Store - Resell Ísland (@brdrstore) on Mar 13, 2017 at 7:22am PDT Tíska og hönnun Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Nýlega opnuðu þeir Pétur Kiernan og Stefán Bjarki Ólafsson sölusíðuna Brodir Store (brdrstore) á Instagram þar sem þeir selja götutískufatnað. Þeir flytja vörurnar inn sjálfir en auk þess geta einstaklingar selt notaðar flíkur á síðunni. „Instagram býður upp á gott skipulag fyrir sölusíður af þessari gerð og þessi nýjung, þar sem hægt er að pósta nokkrum myndum saman, er auðvitað algjör snilld. Þeir sem fylgja okkur eftir geta líka kveikt á „post notifications“ en þá berst tilkynning þegar við setjum nýjar vörur í sölu. Svo er hægt að vera með innslög í Instagram story til að láta vita hvaða vörur eru seldar. Þannig að þessi samfélagsmiðill býður upp á margt skemmtilegt þegar kemur að verslun,“ segir Pétur. Hér á landi hefur áhugi á svokölluðu „streetwear“ eða götutísku aukist gífurlega, meðal annars vegna aukinnar netverslunar en kannski má einnig tala um breyttar áherslur í tísku. Slíkar síður hafa verið við lýði hér og þar um heiminn lengi, sérstaklega í Bretlandi og Bandaríkjunum. „Markhópur okkar er helst ungmenni á aldrinum 15-24 ára en svo leynast örugglega einhverjir yngri eða eldri þarna inni líka. Við fundum fyrir mikilli þörf þarna úti fyrir síðu sem selur slíkan fatnað. Við seljum einungis merki sem mikil eftirspurn er eftir og fást ekki í verslunum hér á landi. Því erum við mjög kröfuharðir þegar við veljum vörur inn og setjum háan standard fyrir þær vörur sem eru seldar hjá okkur.“ Fila x Gosha T-Shirt Size: L Condition: New Drögum 1 follower á miðvikudaginn nk. sem vinnur þessa flík Til hamingju @oliverdagur A post shared by Brodir Store - Resell Ísland (@brdrstore) on Mar 4, 2017 at 6:11am PST Vinnuferlið að uppsetningu síðunnar var ekki svo flókið að sögn Péturs. „Við keyptum inn smá lager af flíkum, tókum stílhreinar myndir og vorum með fólk á bak við okkur sem hjálpaði okkur að fá fylgjendur á stuttum tíma. Ætli erfiðasta verkefnið hafi ekki verið að finna gott nafn á búðina.“ Báðir eru þeir miklir áhugamenn um tísku og þá sérstaklega götutísku. „Við höfum báðir mikinn áhuga á þessari fatamenningu og reyndar mjög margir vinir okkar líka. Þeir hafa hjálpað okkur mikið með síðuna og sagt okkur álit sitt á því hvort ákveðnar flíkur seljist hér eða ekki.“ Síðan var opnuð um síðustu helgi og strax komin með tæplega 2.000 fylgjendur. „Þetta fer vel af stað hjá okkur og t.d. seljast margar vörur á innan við fimm mínútum. Einnig fáum við fullt af beiðnum frá fólki um að selja flíkur fyrir sig. Þannig vonandi heldur þetta bara áfram að stækka og verður spennandi að sjá hvert þetta stefnir, við erum því afar ánægðir með fyrstu skrefin.“ Supreme 3M Reflective Windbreaker - Waterproof Size: L Condition: 9.9/10 Bid: 50.000kr Buy now: 65.000kr A post shared by Brodir Store - Resell Ísland (@brdrstore) on Mar 13, 2017 at 7:22am PDT
Tíska og hönnun Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira