Gömul saumavél markaði upphaf að samstarfi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. mars 2017 09:15 Friðgeir og Stella innan um myndirnar sínar í Ramskram. Þær eru allar í pörum. Fréttablaðið/Anton Brink Myndirnar á sýningunni Frá Hörgshóli til Hollywood, sem opnuð verður að Njálsgötu 49 klukkan 17 í dag, eru allar í samstæðum. Annars vegar ljósmynd eftir Friðgeir Helgason ljósmyndara og hins vegar vatnslitamynd af sama myndefni eftir Stellu, móður hans, sem er sjálflærður fatahönnuður. Þó bæði búi mæðginin í Los Angeles eru flestar myndanna frá Íslandi, meðal annars frá æskuslóðum Stellu að Hörgshóli í Vestur-Húnavatnssýslu. Friðgeir lýsir því hvernig samstarf þeirra byrjaði fyrir níu árum. „Ég fór að Hörgshóli, þar sem mamma átti heima þegar hún var lítil, en Hörgshóll er nú í eyði, og smellti meðal annars mynd af saumavél sem hún byrjaði að sauma á. Ég gaf henni myndina, hún málaði eftir henni og spurði svo hvort ég ætti ekki fleiri. Ég lét hana hafa bunka og hún hefur varla stoppað síðan.“ Stella fór frá Hörgshóli 15 ára og kveðst ekki hafa komið þangað í 30 ár. „Áður en ég flutti út til Los Angeles fór ég norður til að kveðja draugana og huldukonurnar, vinkonur mínar, sem kenndu mér að sauma. Þær voru alltaf fínar í tauinu. Ég er með safn í kringum mig af huldufólki, kisum og gömlum, dauðum málurum, þannig að ég þarf aldrei að gera neitt, aðrir sjá bara um hlutina fyrir mig. Nú er ég komin með talsmann, það er Friðgeir, sonur minn. En málverkin eru sálin mín, tær og saklaus.“ Áður en Stella flutti út rak hún Tískuhús Stellu í Hafnarstrætinu í átta ár og seldi þar fatnað úr eigin smiðju. Einn daginn kveðst hún hafa fengið boð um að hún ætti að fara til Ameríku. „En ég gat ekki flutt þangað nema giftast Bandaríkjamanni og ég gerði það með því að bjarga einum frá drukknun í Bláa lóninu. Hann var lítið eldri en sonur minn og biksvartur eins og Blakkur, hestur sem pabbi átti. Ég dró hann fyrst upp á stein og þó ég kynni litla ensku gat ég gert honum skiljanlegt að hann yrði að giftast mér, annars léti ég hann gossa ofan í djúpið aftur. Hann sagði já. Svo við létum pússa okkur saman og erum enn bestu vinir.“ Spurningu um hvort þau hafi búið saman svarar Stella með hneykslunartón: „Auðvitað. Heldurðu ég hafi ekki búið hjá manninum mínum? Gallerí Ramskram er nýtt af nálinni. Þessi sýning er númer tvö í röðinni. Nafnið á því er frá Stellu komið því Bára Kristjánsdóttir, eigandi gallerísins, keypti af henni vatnslitamynd sem hún sá á fésbókinni af hrút. Þegar Stella skýrði út innihaldið á tollskýrslunni skrifaði hún fyrst ram sem þýðir hrútur, en af því hún er skáld bætti hún skram við. Báru vantaði akkúrat nafn á galleríið og féll fyrir Ramskram! „Svo verðum við með hrút hérna,“ segir Stella sposk. Ég hef ekki hugmynd um hvort hún meinar það eða ekki.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. mars 2017 Lífið Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Myndirnar á sýningunni Frá Hörgshóli til Hollywood, sem opnuð verður að Njálsgötu 49 klukkan 17 í dag, eru allar í samstæðum. Annars vegar ljósmynd eftir Friðgeir Helgason ljósmyndara og hins vegar vatnslitamynd af sama myndefni eftir Stellu, móður hans, sem er sjálflærður fatahönnuður. Þó bæði búi mæðginin í Los Angeles eru flestar myndanna frá Íslandi, meðal annars frá æskuslóðum Stellu að Hörgshóli í Vestur-Húnavatnssýslu. Friðgeir lýsir því hvernig samstarf þeirra byrjaði fyrir níu árum. „Ég fór að Hörgshóli, þar sem mamma átti heima þegar hún var lítil, en Hörgshóll er nú í eyði, og smellti meðal annars mynd af saumavél sem hún byrjaði að sauma á. Ég gaf henni myndina, hún málaði eftir henni og spurði svo hvort ég ætti ekki fleiri. Ég lét hana hafa bunka og hún hefur varla stoppað síðan.“ Stella fór frá Hörgshóli 15 ára og kveðst ekki hafa komið þangað í 30 ár. „Áður en ég flutti út til Los Angeles fór ég norður til að kveðja draugana og huldukonurnar, vinkonur mínar, sem kenndu mér að sauma. Þær voru alltaf fínar í tauinu. Ég er með safn í kringum mig af huldufólki, kisum og gömlum, dauðum málurum, þannig að ég þarf aldrei að gera neitt, aðrir sjá bara um hlutina fyrir mig. Nú er ég komin með talsmann, það er Friðgeir, sonur minn. En málverkin eru sálin mín, tær og saklaus.“ Áður en Stella flutti út rak hún Tískuhús Stellu í Hafnarstrætinu í átta ár og seldi þar fatnað úr eigin smiðju. Einn daginn kveðst hún hafa fengið boð um að hún ætti að fara til Ameríku. „En ég gat ekki flutt þangað nema giftast Bandaríkjamanni og ég gerði það með því að bjarga einum frá drukknun í Bláa lóninu. Hann var lítið eldri en sonur minn og biksvartur eins og Blakkur, hestur sem pabbi átti. Ég dró hann fyrst upp á stein og þó ég kynni litla ensku gat ég gert honum skiljanlegt að hann yrði að giftast mér, annars léti ég hann gossa ofan í djúpið aftur. Hann sagði já. Svo við létum pússa okkur saman og erum enn bestu vinir.“ Spurningu um hvort þau hafi búið saman svarar Stella með hneykslunartón: „Auðvitað. Heldurðu ég hafi ekki búið hjá manninum mínum? Gallerí Ramskram er nýtt af nálinni. Þessi sýning er númer tvö í röðinni. Nafnið á því er frá Stellu komið því Bára Kristjánsdóttir, eigandi gallerísins, keypti af henni vatnslitamynd sem hún sá á fésbókinni af hrút. Þegar Stella skýrði út innihaldið á tollskýrslunni skrifaði hún fyrst ram sem þýðir hrútur, en af því hún er skáld bætti hún skram við. Báru vantaði akkúrat nafn á galleríið og féll fyrir Ramskram! „Svo verðum við með hrút hérna,“ segir Stella sposk. Ég hef ekki hugmynd um hvort hún meinar það eða ekki.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. mars 2017
Lífið Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist