Búið er að birta stiklu fyrir myndina Alien: Covenant, þar sem geimverurnar sem ganga undir nafninu Xenomorph herja á nýlendubúa á fjarlægri plánetu. Þetta er fyrsta stiklan fyrir myndina en 20th Century Fox hafði áður sent frá sér formála að henni.
Hópur geimfara fara til nýrrar plánetu til að stofna þar nýlendu en það virðist ekki ganga vel hjá þeim.