Ríki ESB tekið við mun færri flóttamönnum en þau lofuðu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. mars 2017 13:49 Ríki Evrópusambandsins hafa aðeins tekið við 8 prósentum af þeim heildarfjölda flóttamanna sem þau skuldbundu sig til að taka á móti samkvæmt áætlun sem gerð var árið 2015. Flóttamennirnir áttu að koma úr óheilsusamlegum og yfirfullum flóttamannabúðum í Grikklandi og á Ítalíu og var stefnt að því að flytja alls 160 þúsund manns úr búðunum.Samkvæmt umfjöllun um málið á vef Guardian hafa aðeins 13546 manns verið fluttir úr búðunum, 3936 frá Ítalíu og 9610 frá Grikklandi, og aðeins tvö lönd hafa tekið á móti öllum þeim flóttamönnum sem þau sögðust ætla að taka við, það er Finnland og Malta. Þegar áætlunin var samþykkt árið 2015 var gert ráð fyrir að í september á þessu ári yrði lokið við að flytja flóttamennina úr búðunum og til ríkja ESB. Á blaðamannafundi í Brussel í dag varaði Dimitris Avramopoulos, framkvæmdastjóri innflytjendamála hjá ESB, við því að ríkin gætu sætt refsingum fyrir að standa ekki við skuldbindingar sínar, meðal með háum dagsektum sem sambandi gæti lagt á þau. Þá sagði Avramopoulos að áætlunin myndi halda áfram ef markmiðunum væri ekki náð í september. „Ég vil vera alveg skýr. Það eru engar afsakanir fyrir aðildarríkin að standa ekki við sitt. Það er hægt að flytja alla þessa flóttamenn frá Ítalíu og Grikklandi fyrir september. Þetta stendur bara og fellur með pólítískum vilja aðildarríkjanna,“ sagði framkvæmdastjórinn. Þrátt fyrir að aldrei hafi fleiri flóttamenn verið fluttir úr búðunum en í síðasta mánuði eru tölurnar þó enn langt undir þeim viðmiðum sem sambandið setti sér upphaflega, það er að flytja 3000 manns á mánuði. Ungverjaland, Austurríki og Pólland hafa neitað að taka þátt í áætluninni og Tékkland, Búlgaría, Króatía og Slóvakía taka ekki þátt nema að takmörkuðu leyti. Þá hefur Bretland einnig ákveðið að taka ekki þátt. Flóttamenn Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Ríki Evrópusambandsins hafa aðeins tekið við 8 prósentum af þeim heildarfjölda flóttamanna sem þau skuldbundu sig til að taka á móti samkvæmt áætlun sem gerð var árið 2015. Flóttamennirnir áttu að koma úr óheilsusamlegum og yfirfullum flóttamannabúðum í Grikklandi og á Ítalíu og var stefnt að því að flytja alls 160 þúsund manns úr búðunum.Samkvæmt umfjöllun um málið á vef Guardian hafa aðeins 13546 manns verið fluttir úr búðunum, 3936 frá Ítalíu og 9610 frá Grikklandi, og aðeins tvö lönd hafa tekið á móti öllum þeim flóttamönnum sem þau sögðust ætla að taka við, það er Finnland og Malta. Þegar áætlunin var samþykkt árið 2015 var gert ráð fyrir að í september á þessu ári yrði lokið við að flytja flóttamennina úr búðunum og til ríkja ESB. Á blaðamannafundi í Brussel í dag varaði Dimitris Avramopoulos, framkvæmdastjóri innflytjendamála hjá ESB, við því að ríkin gætu sætt refsingum fyrir að standa ekki við skuldbindingar sínar, meðal með háum dagsektum sem sambandi gæti lagt á þau. Þá sagði Avramopoulos að áætlunin myndi halda áfram ef markmiðunum væri ekki náð í september. „Ég vil vera alveg skýr. Það eru engar afsakanir fyrir aðildarríkin að standa ekki við sitt. Það er hægt að flytja alla þessa flóttamenn frá Ítalíu og Grikklandi fyrir september. Þetta stendur bara og fellur með pólítískum vilja aðildarríkjanna,“ sagði framkvæmdastjórinn. Þrátt fyrir að aldrei hafi fleiri flóttamenn verið fluttir úr búðunum en í síðasta mánuði eru tölurnar þó enn langt undir þeim viðmiðum sem sambandið setti sér upphaflega, það er að flytja 3000 manns á mánuði. Ungverjaland, Austurríki og Pólland hafa neitað að taka þátt í áætluninni og Tékkland, Búlgaría, Króatía og Slóvakía taka ekki þátt nema að takmörkuðu leyti. Þá hefur Bretland einnig ákveðið að taka ekki þátt.
Flóttamenn Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira