Skutu fjórum eldflaugum langleiðina til Japan Samúel Karl Ólason skrifar 6. mars 2017 10:00 Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, fordæmdi aðgerðir Norður-Kóreu og sagði ástandið vera „sérstaklega hættulegt“. Vísir/AFP Árlegur dans Norður-Kóreu, nágranna þeirra og Bandaríkjanna tók á sig nýja mynd í gærkvöldi, þegar fjórum eldflaugum var skotið frá ríkinu í átt að Japan. Eldflaugarnar drifu lengra en þær hafa gert áður og hafa skotin verið fordæmd um heim allan, fyrir að brjóta gegn ályktunum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Yfirvöld í Pyongyang höfðu nýverið hótað viðbrögðum vegna heræfinga í Suður-Kóreu. Á hverju ári á þessum tíma halda Suður-Kórea, Bandaríkin og aðrir bandamenn þeirra, umfangsmiklar heræfingar í Suður-Kóreu. Yfirvöld í Pyongyang segja æfingarnar vera undirbúning að innrás og því er neitað. Svo er eldflaug skotið á loft frá Norður-Kóreu.Sjá einnig: Hefja umfangsmiklar heræfingar í skugga aukinnar spennu Að þessu sinni voru eldflaugarnar fjórar. Þar að auki drifu þær lengra en áður, en þrjár þeirra fóru um þúsund kílómetra og náðu allt að 300 kílómetra frá ströndum Japan. Norður-Kórea hefur á undanförnum árum unnið hörðum höndum að því að þróa langdrægari eldflaugar og kjarnorkuvopn.Einhverjar af eldflaugunum fjórum náðu í allt að 300 kílómetra fjarlægð frá Japan.Vísir/GraphicNewsShinzo Abe, forsætisráðherra Japan, fordæmdi aðgerðir Norður-Kóreu og sagði ástandið vera „sérstaklega hættulegt“. Eldflaugarnar flugu í tiltölulega lítilli hæð, eða um 260 kílómetra að hámarki, en sérfræðingar í Suður-Kóreu segja of snemmt að segja til um hvers konar eldflaugar um er að ræða. Þó er talið ólíklegt að flaugarnar hafi verið svokallaðar ICBM, sem hægt er að skjóta á milli heimsálfa. Norður-Kórea hélt því fram í síðasta mánuði, að tilraunaskot slíkrar eldflaugar hefði tekist.Vinna að stefnu Ríkisstjórn Donald Trump vinnur nú að því að mynda stefnu gagnvart Norður-Kóreu. Meðal þess sem hefur komið upp er að gera eldflaugaárásir á skotpalla Norður-Kóreu, gera tölvuárásir gegn ríkinu til að hægja á þróun eldflauga þar og einnig var rætt um að koma kjarnorkuvopnum aftur fyrir í Suður-Kóreu, samkvæmt New York Times. Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur kallað eftir því að uppsetningu eldflaugavarnarkerfis Bandaríkjanna, svokölluðu Thaad-kerfi, verði flýtt. Þeir þvertaka fyrir að kjarnorkuvopnum verði aftur komið fyrir í landinu. Donald Trump Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Árlegur dans Norður-Kóreu, nágranna þeirra og Bandaríkjanna tók á sig nýja mynd í gærkvöldi, þegar fjórum eldflaugum var skotið frá ríkinu í átt að Japan. Eldflaugarnar drifu lengra en þær hafa gert áður og hafa skotin verið fordæmd um heim allan, fyrir að brjóta gegn ályktunum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Yfirvöld í Pyongyang höfðu nýverið hótað viðbrögðum vegna heræfinga í Suður-Kóreu. Á hverju ári á þessum tíma halda Suður-Kórea, Bandaríkin og aðrir bandamenn þeirra, umfangsmiklar heræfingar í Suður-Kóreu. Yfirvöld í Pyongyang segja æfingarnar vera undirbúning að innrás og því er neitað. Svo er eldflaug skotið á loft frá Norður-Kóreu.Sjá einnig: Hefja umfangsmiklar heræfingar í skugga aukinnar spennu Að þessu sinni voru eldflaugarnar fjórar. Þar að auki drifu þær lengra en áður, en þrjár þeirra fóru um þúsund kílómetra og náðu allt að 300 kílómetra frá ströndum Japan. Norður-Kórea hefur á undanförnum árum unnið hörðum höndum að því að þróa langdrægari eldflaugar og kjarnorkuvopn.Einhverjar af eldflaugunum fjórum náðu í allt að 300 kílómetra fjarlægð frá Japan.Vísir/GraphicNewsShinzo Abe, forsætisráðherra Japan, fordæmdi aðgerðir Norður-Kóreu og sagði ástandið vera „sérstaklega hættulegt“. Eldflaugarnar flugu í tiltölulega lítilli hæð, eða um 260 kílómetra að hámarki, en sérfræðingar í Suður-Kóreu segja of snemmt að segja til um hvers konar eldflaugar um er að ræða. Þó er talið ólíklegt að flaugarnar hafi verið svokallaðar ICBM, sem hægt er að skjóta á milli heimsálfa. Norður-Kórea hélt því fram í síðasta mánuði, að tilraunaskot slíkrar eldflaugar hefði tekist.Vinna að stefnu Ríkisstjórn Donald Trump vinnur nú að því að mynda stefnu gagnvart Norður-Kóreu. Meðal þess sem hefur komið upp er að gera eldflaugaárásir á skotpalla Norður-Kóreu, gera tölvuárásir gegn ríkinu til að hægja á þróun eldflauga þar og einnig var rætt um að koma kjarnorkuvopnum aftur fyrir í Suður-Kóreu, samkvæmt New York Times. Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur kallað eftir því að uppsetningu eldflaugavarnarkerfis Bandaríkjanna, svokölluðu Thaad-kerfi, verði flýtt. Þeir þvertaka fyrir að kjarnorkuvopnum verði aftur komið fyrir í landinu.
Donald Trump Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira