Skutu fjórum eldflaugum langleiðina til Japan Samúel Karl Ólason skrifar 6. mars 2017 10:00 Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, fordæmdi aðgerðir Norður-Kóreu og sagði ástandið vera „sérstaklega hættulegt“. Vísir/AFP Árlegur dans Norður-Kóreu, nágranna þeirra og Bandaríkjanna tók á sig nýja mynd í gærkvöldi, þegar fjórum eldflaugum var skotið frá ríkinu í átt að Japan. Eldflaugarnar drifu lengra en þær hafa gert áður og hafa skotin verið fordæmd um heim allan, fyrir að brjóta gegn ályktunum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Yfirvöld í Pyongyang höfðu nýverið hótað viðbrögðum vegna heræfinga í Suður-Kóreu. Á hverju ári á þessum tíma halda Suður-Kórea, Bandaríkin og aðrir bandamenn þeirra, umfangsmiklar heræfingar í Suður-Kóreu. Yfirvöld í Pyongyang segja æfingarnar vera undirbúning að innrás og því er neitað. Svo er eldflaug skotið á loft frá Norður-Kóreu.Sjá einnig: Hefja umfangsmiklar heræfingar í skugga aukinnar spennu Að þessu sinni voru eldflaugarnar fjórar. Þar að auki drifu þær lengra en áður, en þrjár þeirra fóru um þúsund kílómetra og náðu allt að 300 kílómetra frá ströndum Japan. Norður-Kórea hefur á undanförnum árum unnið hörðum höndum að því að þróa langdrægari eldflaugar og kjarnorkuvopn.Einhverjar af eldflaugunum fjórum náðu í allt að 300 kílómetra fjarlægð frá Japan.Vísir/GraphicNewsShinzo Abe, forsætisráðherra Japan, fordæmdi aðgerðir Norður-Kóreu og sagði ástandið vera „sérstaklega hættulegt“. Eldflaugarnar flugu í tiltölulega lítilli hæð, eða um 260 kílómetra að hámarki, en sérfræðingar í Suður-Kóreu segja of snemmt að segja til um hvers konar eldflaugar um er að ræða. Þó er talið ólíklegt að flaugarnar hafi verið svokallaðar ICBM, sem hægt er að skjóta á milli heimsálfa. Norður-Kórea hélt því fram í síðasta mánuði, að tilraunaskot slíkrar eldflaugar hefði tekist.Vinna að stefnu Ríkisstjórn Donald Trump vinnur nú að því að mynda stefnu gagnvart Norður-Kóreu. Meðal þess sem hefur komið upp er að gera eldflaugaárásir á skotpalla Norður-Kóreu, gera tölvuárásir gegn ríkinu til að hægja á þróun eldflauga þar og einnig var rætt um að koma kjarnorkuvopnum aftur fyrir í Suður-Kóreu, samkvæmt New York Times. Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur kallað eftir því að uppsetningu eldflaugavarnarkerfis Bandaríkjanna, svokölluðu Thaad-kerfi, verði flýtt. Þeir þvertaka fyrir að kjarnorkuvopnum verði aftur komið fyrir í landinu. Donald Trump Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Árlegur dans Norður-Kóreu, nágranna þeirra og Bandaríkjanna tók á sig nýja mynd í gærkvöldi, þegar fjórum eldflaugum var skotið frá ríkinu í átt að Japan. Eldflaugarnar drifu lengra en þær hafa gert áður og hafa skotin verið fordæmd um heim allan, fyrir að brjóta gegn ályktunum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Yfirvöld í Pyongyang höfðu nýverið hótað viðbrögðum vegna heræfinga í Suður-Kóreu. Á hverju ári á þessum tíma halda Suður-Kórea, Bandaríkin og aðrir bandamenn þeirra, umfangsmiklar heræfingar í Suður-Kóreu. Yfirvöld í Pyongyang segja æfingarnar vera undirbúning að innrás og því er neitað. Svo er eldflaug skotið á loft frá Norður-Kóreu.Sjá einnig: Hefja umfangsmiklar heræfingar í skugga aukinnar spennu Að þessu sinni voru eldflaugarnar fjórar. Þar að auki drifu þær lengra en áður, en þrjár þeirra fóru um þúsund kílómetra og náðu allt að 300 kílómetra frá ströndum Japan. Norður-Kórea hefur á undanförnum árum unnið hörðum höndum að því að þróa langdrægari eldflaugar og kjarnorkuvopn.Einhverjar af eldflaugunum fjórum náðu í allt að 300 kílómetra fjarlægð frá Japan.Vísir/GraphicNewsShinzo Abe, forsætisráðherra Japan, fordæmdi aðgerðir Norður-Kóreu og sagði ástandið vera „sérstaklega hættulegt“. Eldflaugarnar flugu í tiltölulega lítilli hæð, eða um 260 kílómetra að hámarki, en sérfræðingar í Suður-Kóreu segja of snemmt að segja til um hvers konar eldflaugar um er að ræða. Þó er talið ólíklegt að flaugarnar hafi verið svokallaðar ICBM, sem hægt er að skjóta á milli heimsálfa. Norður-Kórea hélt því fram í síðasta mánuði, að tilraunaskot slíkrar eldflaugar hefði tekist.Vinna að stefnu Ríkisstjórn Donald Trump vinnur nú að því að mynda stefnu gagnvart Norður-Kóreu. Meðal þess sem hefur komið upp er að gera eldflaugaárásir á skotpalla Norður-Kóreu, gera tölvuárásir gegn ríkinu til að hægja á þróun eldflauga þar og einnig var rætt um að koma kjarnorkuvopnum aftur fyrir í Suður-Kóreu, samkvæmt New York Times. Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur kallað eftir því að uppsetningu eldflaugavarnarkerfis Bandaríkjanna, svokölluðu Thaad-kerfi, verði flýtt. Þeir þvertaka fyrir að kjarnorkuvopnum verði aftur komið fyrir í landinu.
Donald Trump Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira