Sagan var geymd í hugarfylgsninu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. mars 2017 09:30 Pálína ákvað að nýta tækifæri sem skapaðist með vali á meistaraverkefni, útbúa leikgerð úr uppáhaldssögu og leikstýra henni. Það er mikið at fyrir frumsýninguna. Allt er að smella saman og bæði tilhlökkun og spenna í loftinu,“ segir Pálína Jónsdóttir, leikari og leikstjóri, sem í kvöld frumsýnir í New York eigin leikgerð og leikstjórn á Gestaboði Babette eftir samnefndri sögu hinnar dönsku skáldkonu Karen Blixen. Pálína er að ljúka þriggja ára meistaranámi í leikstjórn frá Columbia-háskólanum í New York, fyrst Íslendinga, og útskrifast í maí. Sýningin í kvöld er meistara- og útskriftarverkefni hennar frá School of the Arts. „Sagan Gestaboð Babette plantaði sér í hugarfylgsni mitt og hjarta fyrir löngu og nú ákvað ég að leysa þá þrá úr læðingi að búa til sviðsverk úr henni, nýta þetta tækifæri til fulls og ýta þannig sjálfri mér eins langt og ég kæmist,“ lýsir Pálína og segir söguna sameina mörg af hennar áhugamálum, þar á meðal matargerðarlist. „Á sínum tíma, meðan ég var að safna fyrir náminu, stofnaði ég veitingastað að Lónkoti í Skagafirði og bjó til mat úr blómum. Það var dálítið villt hugmynd og þar leystist mikill sköpunarkraftur úr læðingi,“ rifjar hún upp. „Ég naut þess að vera í hlutverki kokksins og gestgjafans og leika við skynfæri gesta minna sem gáfu mér svo margt til baka svo sköpun mín þar varð víxlverkandi. Matur er efnið sem Babette skapar listaverk sitt úr og ég hef kappkostað að búa til leikhúsalkemíu sem sýnir inn í dýrðarfyrirbæri heimsins. Fyrir utan hina listrænu áskorun sem ég hef sett sjálfri mér er ég með hápólitískt verk í höndunum sem mótmælir kreddutrú og íhaldsemi, hatri og útlendingafordómum. Þegar ég lít til baka sé ég að ég vel mér ávallt forgengileg efni til að skapa úr, því bæði matargerðarlist og leiklist eru listform augnabliksins. Ég veit líka að innri upplifun og jafnvel uppljómum er stundarfyrirbæri sem þó hefur þann magnaða kraft að lifa með manni á vit nýrra uppgötvana og sýnar á lífið. Það er þessi kraftur sem knýr mig áfram í þjónustu minni við listina.“ Sýningin Gestaboð Babette verður í The Connelly Theater á 4. stræti í New York-borg fram til 11. mars. „Það er ekkert leikhús enn við skólann en það breytist á næsta ári því ný bygging er að rísa þar eftir Renzo Piano, einn af bestu arkitektum samtímans,“ segir Pálína. „En ég er líka mjög ánægð með að vera með sýningu í leikhúsi niðri í bæ á leikhússenunni sem þar er.“Pálína flutti til New York árið 2004 með dóttur sína, Uglu Hauksdóttur, sem lauk þar námi í kvikmyndaleikstjórn síðasta vor. „Hún var ári á undan mömmu sinni,“ segir Pálína glaðlega. Sjálf kveðst hún hafa byrjað á að fara á krefjandi sumarnámskeið við Columbia-háskólann sumarið 2009 hjá leikstjóranum Anne Bogart og hennar kompaníi, þar sem áhersla var lögð á líkamlegar aðferðir í leiklistarsköpun. „Ég kom úr hreyfilist því ég var í listdansi bæði í Listdansskóla Þjóðleikhússins og í Listaháskóla Lyon í Frakklandi þar sem ég stundaði framhaldsnám áður en ég fór í leiklistarnám heima. Og þetta námskeið hjá Anne Bogart olli bara umpólun hjá mér. Það var eins og að ganga inn um réttar dyr inn í rétt herbergi. Mér fannst svo gott að hitta fólk sem bjó ekki til leiklist út frá orðinu einu saman heldur líkamanum öllum.“ Pálína kveðst hafa ákveðið að hella sér í meistaranámið þó dýrt væri. Fyrir utan að safna fyrir því og taka námslán hafi hún fengið góðan styrk frá skólanum og verið verðlaunuð á 2. ári fyrir frammistöðu sína sem kom í formi peningastyrks. „Svo fékk ég líka ríflegan stuðning frá sjóði Leifs Eiríkssonar svo þetta peningapúsl er nálægt því að komast saman,“ segir hún. En ætlar hún að búa þarna úti eftir að námi lýkur? „Ég er með búsetu- og vinnuleyfi í Bandaríkjunum auk þess sem ég ætla að ganga inn í SDC leikstjórafélagið hér. Ég mun halda áfram að starfa á alþjóðlegum vettvangi.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. mars 2017 Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Það er mikið at fyrir frumsýninguna. Allt er að smella saman og bæði tilhlökkun og spenna í loftinu,“ segir Pálína Jónsdóttir, leikari og leikstjóri, sem í kvöld frumsýnir í New York eigin leikgerð og leikstjórn á Gestaboði Babette eftir samnefndri sögu hinnar dönsku skáldkonu Karen Blixen. Pálína er að ljúka þriggja ára meistaranámi í leikstjórn frá Columbia-háskólanum í New York, fyrst Íslendinga, og útskrifast í maí. Sýningin í kvöld er meistara- og útskriftarverkefni hennar frá School of the Arts. „Sagan Gestaboð Babette plantaði sér í hugarfylgsni mitt og hjarta fyrir löngu og nú ákvað ég að leysa þá þrá úr læðingi að búa til sviðsverk úr henni, nýta þetta tækifæri til fulls og ýta þannig sjálfri mér eins langt og ég kæmist,“ lýsir Pálína og segir söguna sameina mörg af hennar áhugamálum, þar á meðal matargerðarlist. „Á sínum tíma, meðan ég var að safna fyrir náminu, stofnaði ég veitingastað að Lónkoti í Skagafirði og bjó til mat úr blómum. Það var dálítið villt hugmynd og þar leystist mikill sköpunarkraftur úr læðingi,“ rifjar hún upp. „Ég naut þess að vera í hlutverki kokksins og gestgjafans og leika við skynfæri gesta minna sem gáfu mér svo margt til baka svo sköpun mín þar varð víxlverkandi. Matur er efnið sem Babette skapar listaverk sitt úr og ég hef kappkostað að búa til leikhúsalkemíu sem sýnir inn í dýrðarfyrirbæri heimsins. Fyrir utan hina listrænu áskorun sem ég hef sett sjálfri mér er ég með hápólitískt verk í höndunum sem mótmælir kreddutrú og íhaldsemi, hatri og útlendingafordómum. Þegar ég lít til baka sé ég að ég vel mér ávallt forgengileg efni til að skapa úr, því bæði matargerðarlist og leiklist eru listform augnabliksins. Ég veit líka að innri upplifun og jafnvel uppljómum er stundarfyrirbæri sem þó hefur þann magnaða kraft að lifa með manni á vit nýrra uppgötvana og sýnar á lífið. Það er þessi kraftur sem knýr mig áfram í þjónustu minni við listina.“ Sýningin Gestaboð Babette verður í The Connelly Theater á 4. stræti í New York-borg fram til 11. mars. „Það er ekkert leikhús enn við skólann en það breytist á næsta ári því ný bygging er að rísa þar eftir Renzo Piano, einn af bestu arkitektum samtímans,“ segir Pálína. „En ég er líka mjög ánægð með að vera með sýningu í leikhúsi niðri í bæ á leikhússenunni sem þar er.“Pálína flutti til New York árið 2004 með dóttur sína, Uglu Hauksdóttur, sem lauk þar námi í kvikmyndaleikstjórn síðasta vor. „Hún var ári á undan mömmu sinni,“ segir Pálína glaðlega. Sjálf kveðst hún hafa byrjað á að fara á krefjandi sumarnámskeið við Columbia-háskólann sumarið 2009 hjá leikstjóranum Anne Bogart og hennar kompaníi, þar sem áhersla var lögð á líkamlegar aðferðir í leiklistarsköpun. „Ég kom úr hreyfilist því ég var í listdansi bæði í Listdansskóla Þjóðleikhússins og í Listaháskóla Lyon í Frakklandi þar sem ég stundaði framhaldsnám áður en ég fór í leiklistarnám heima. Og þetta námskeið hjá Anne Bogart olli bara umpólun hjá mér. Það var eins og að ganga inn um réttar dyr inn í rétt herbergi. Mér fannst svo gott að hitta fólk sem bjó ekki til leiklist út frá orðinu einu saman heldur líkamanum öllum.“ Pálína kveðst hafa ákveðið að hella sér í meistaranámið þó dýrt væri. Fyrir utan að safna fyrir því og taka námslán hafi hún fengið góðan styrk frá skólanum og verið verðlaunuð á 2. ári fyrir frammistöðu sína sem kom í formi peningastyrks. „Svo fékk ég líka ríflegan stuðning frá sjóði Leifs Eiríkssonar svo þetta peningapúsl er nálægt því að komast saman,“ segir hún. En ætlar hún að búa þarna úti eftir að námi lýkur? „Ég er með búsetu- og vinnuleyfi í Bandaríkjunum auk þess sem ég ætla að ganga inn í SDC leikstjórafélagið hér. Ég mun halda áfram að starfa á alþjóðlegum vettvangi.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. mars 2017
Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira