Górilla skutlaði sér inn á völlinn í miðjum NBA-leik | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2017 11:45 Herra górilla. Vísir/Getty Washington Wizards vann 131-127 sigur á Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og það var vissulega um nóg að fjalla frá þessum leik enda margir að spila vel og tveir leikmenn sendir í sturtu. Það var þó einn leynigestur sem stal senunni á samfélagsmiðlum eftir leikinn. Górillan er lukkudýr Phoenix Suns liðsins og alltaf til staðar á heimaleikjum liðsins. Górillan er þó aldrei inn á vellinum nema í leikhléum og á milli leikhluta. Þar til í nótt. Í einni sókn heimaliðsins í fjórða leikhluta þegar munurinn var aðeins fimm stig þá var eins og umrædd górilla hefði hreinlega „fríkað“ út þegar hún skutlaði sér inn á völlinn. Boltinn var meira að segja á þeim helmingi vallarins, Phoenix-liðið með boltann og fullt af leikmönnum í kringum hana . Górillan var aftur á móti fljót að koma sér til baka í sína stöðu fyrir aftan völlinn. Þegar menn fóru að skoða upptökuna betur kom þó ýmislegt í ljós. Það má því búast við því að lukkudýrið verið kallað inn á teppið í dag en ekki til að skamma það fyrir skutlið heldur til að hrósa starfsmanninum fyrir skjót viðbrögð. Górillan var nefnilega ekki að skutla sér inn á völlinn sér til gamans heldur til að ná í aðskotarhlut sem var á hættulegum stað í teignum og hefði getað orsakað meiðsli leikmanna ef górillan hefði ekki komið auga á aðskotahlutinn. Hér fyrir neðan má sjá skutluna hjá Herra Górillu.Come get ya mans, @Suns pic.twitter.com/sfapmmGm5V— NBA on ESPN (@ESPNNBA) March 8, 2017 i can't stop watching this pic.twitter.com/LRphUzEsuw— James Herbert (@outsidethenba) March 8, 2017 NBA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Washington Wizards vann 131-127 sigur á Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og það var vissulega um nóg að fjalla frá þessum leik enda margir að spila vel og tveir leikmenn sendir í sturtu. Það var þó einn leynigestur sem stal senunni á samfélagsmiðlum eftir leikinn. Górillan er lukkudýr Phoenix Suns liðsins og alltaf til staðar á heimaleikjum liðsins. Górillan er þó aldrei inn á vellinum nema í leikhléum og á milli leikhluta. Þar til í nótt. Í einni sókn heimaliðsins í fjórða leikhluta þegar munurinn var aðeins fimm stig þá var eins og umrædd górilla hefði hreinlega „fríkað“ út þegar hún skutlaði sér inn á völlinn. Boltinn var meira að segja á þeim helmingi vallarins, Phoenix-liðið með boltann og fullt af leikmönnum í kringum hana . Górillan var aftur á móti fljót að koma sér til baka í sína stöðu fyrir aftan völlinn. Þegar menn fóru að skoða upptökuna betur kom þó ýmislegt í ljós. Það má því búast við því að lukkudýrið verið kallað inn á teppið í dag en ekki til að skamma það fyrir skutlið heldur til að hrósa starfsmanninum fyrir skjót viðbrögð. Górillan var nefnilega ekki að skutla sér inn á völlinn sér til gamans heldur til að ná í aðskotarhlut sem var á hættulegum stað í teignum og hefði getað orsakað meiðsli leikmanna ef górillan hefði ekki komið auga á aðskotahlutinn. Hér fyrir neðan má sjá skutluna hjá Herra Górillu.Come get ya mans, @Suns pic.twitter.com/sfapmmGm5V— NBA on ESPN (@ESPNNBA) March 8, 2017 i can't stop watching this pic.twitter.com/LRphUzEsuw— James Herbert (@outsidethenba) March 8, 2017
NBA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira