Velskum kennara vísað frá borði í Keflavík Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. febrúar 2017 17:59 Ástæðan er sögð vera sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa kennaranum að koma til Bandaríkjanna. Vísir/Vilhelm Velskum kennara, á leið til Bandaríkjanna frá Wales, var vísað frá borði hér á landi þann 16. febrúar eftir að hann millilenti á Keflavíkurflugvelli. Ástæðan er sögð vera sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa kennaranum að koma til Bandaríkjanna. RÚV greinir frá en fjallað er um málið í breskum fjölmiðlum.Kennarinn er múslimi og var á ferð til Bandaríkjanna með hóp nemenda sinna. Var hann kominn um borð í flugvélina á leið til Bandaríkjanna þegar honum var fylgt úr flugvélinni af öryggisvörðum á flugvellinum. Talsmaður sveitarfélagsins sem kennarinn starfar fyrirr segir að kennarinn hafi verið með gilda vegabréfsáritun til Bandaríkjanna en hafi samt sem áður ekki fengið leyfi til þess að koma til Bandaríkjanna. Nemendurnir héldu för sinni áfram en talsmaður sveitarfélagsins segir að engar fullnægjandi skýringar hafi borist á því af hverju kennaranum var vísað frá borði. Er hann sagður vera svekktur og sár með þá meðhöndlun sem hann fékk á flugvellinum. Þá reyndi hann að fá svör hjá bandaríska sendiráðinu hér á landi án árangurs. Hefur sveitarfélagið krafið bandaríska sendiráðið í London um svör. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf sem kunnugt er út fyrr á árinu tilskipun um ferðabann fólks frá sjö múslímaríkjum til Bandaríkjanna. Sú tilskipun er þó ekki í gildi eftir að lögbann var sett á hana. Talið er að Bandaríkjastjórn vinni nú að því að koma á ferðabanninu á nýju, með nýrri tilskipun. Donald Trump Tengdar fréttir AP: Nýtt ferðabann Trump mun beinast gegn ríkisborgurum sömu sjö ríkja og hið fyrra Donald Trump Bandaríkjaforseti mun á næstunni kynna nýja tilskipun um ferðabann, eftir að dómstólar felldu þá fyrri úr gildi fyrr í mánuðinum. 20. febrúar 2017 09:04 Vill nýja tilskipun um ferðabann Donald Trump Bandaríkjaforseti íhugar nú aðra tilskipun sem meini íbúum ákveðinna landa að ferðast til Bandaríkjanna. 11. febrúar 2017 07:48 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Vonbrigði“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Sjá meira
Velskum kennara, á leið til Bandaríkjanna frá Wales, var vísað frá borði hér á landi þann 16. febrúar eftir að hann millilenti á Keflavíkurflugvelli. Ástæðan er sögð vera sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa kennaranum að koma til Bandaríkjanna. RÚV greinir frá en fjallað er um málið í breskum fjölmiðlum.Kennarinn er múslimi og var á ferð til Bandaríkjanna með hóp nemenda sinna. Var hann kominn um borð í flugvélina á leið til Bandaríkjanna þegar honum var fylgt úr flugvélinni af öryggisvörðum á flugvellinum. Talsmaður sveitarfélagsins sem kennarinn starfar fyrirr segir að kennarinn hafi verið með gilda vegabréfsáritun til Bandaríkjanna en hafi samt sem áður ekki fengið leyfi til þess að koma til Bandaríkjanna. Nemendurnir héldu för sinni áfram en talsmaður sveitarfélagsins segir að engar fullnægjandi skýringar hafi borist á því af hverju kennaranum var vísað frá borði. Er hann sagður vera svekktur og sár með þá meðhöndlun sem hann fékk á flugvellinum. Þá reyndi hann að fá svör hjá bandaríska sendiráðinu hér á landi án árangurs. Hefur sveitarfélagið krafið bandaríska sendiráðið í London um svör. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf sem kunnugt er út fyrr á árinu tilskipun um ferðabann fólks frá sjö múslímaríkjum til Bandaríkjanna. Sú tilskipun er þó ekki í gildi eftir að lögbann var sett á hana. Talið er að Bandaríkjastjórn vinni nú að því að koma á ferðabanninu á nýju, með nýrri tilskipun.
Donald Trump Tengdar fréttir AP: Nýtt ferðabann Trump mun beinast gegn ríkisborgurum sömu sjö ríkja og hið fyrra Donald Trump Bandaríkjaforseti mun á næstunni kynna nýja tilskipun um ferðabann, eftir að dómstólar felldu þá fyrri úr gildi fyrr í mánuðinum. 20. febrúar 2017 09:04 Vill nýja tilskipun um ferðabann Donald Trump Bandaríkjaforseti íhugar nú aðra tilskipun sem meini íbúum ákveðinna landa að ferðast til Bandaríkjanna. 11. febrúar 2017 07:48 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Vonbrigði“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Sjá meira
AP: Nýtt ferðabann Trump mun beinast gegn ríkisborgurum sömu sjö ríkja og hið fyrra Donald Trump Bandaríkjaforseti mun á næstunni kynna nýja tilskipun um ferðabann, eftir að dómstólar felldu þá fyrri úr gildi fyrr í mánuðinum. 20. febrúar 2017 09:04
Vill nýja tilskipun um ferðabann Donald Trump Bandaríkjaforseti íhugar nú aðra tilskipun sem meini íbúum ákveðinna landa að ferðast til Bandaríkjanna. 11. febrúar 2017 07:48