Velskum kennara vísað frá borði í Keflavík Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. febrúar 2017 17:59 Ástæðan er sögð vera sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa kennaranum að koma til Bandaríkjanna. Vísir/Vilhelm Velskum kennara, á leið til Bandaríkjanna frá Wales, var vísað frá borði hér á landi þann 16. febrúar eftir að hann millilenti á Keflavíkurflugvelli. Ástæðan er sögð vera sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa kennaranum að koma til Bandaríkjanna. RÚV greinir frá en fjallað er um málið í breskum fjölmiðlum.Kennarinn er múslimi og var á ferð til Bandaríkjanna með hóp nemenda sinna. Var hann kominn um borð í flugvélina á leið til Bandaríkjanna þegar honum var fylgt úr flugvélinni af öryggisvörðum á flugvellinum. Talsmaður sveitarfélagsins sem kennarinn starfar fyrirr segir að kennarinn hafi verið með gilda vegabréfsáritun til Bandaríkjanna en hafi samt sem áður ekki fengið leyfi til þess að koma til Bandaríkjanna. Nemendurnir héldu för sinni áfram en talsmaður sveitarfélagsins segir að engar fullnægjandi skýringar hafi borist á því af hverju kennaranum var vísað frá borði. Er hann sagður vera svekktur og sár með þá meðhöndlun sem hann fékk á flugvellinum. Þá reyndi hann að fá svör hjá bandaríska sendiráðinu hér á landi án árangurs. Hefur sveitarfélagið krafið bandaríska sendiráðið í London um svör. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf sem kunnugt er út fyrr á árinu tilskipun um ferðabann fólks frá sjö múslímaríkjum til Bandaríkjanna. Sú tilskipun er þó ekki í gildi eftir að lögbann var sett á hana. Talið er að Bandaríkjastjórn vinni nú að því að koma á ferðabanninu á nýju, með nýrri tilskipun. Donald Trump Tengdar fréttir AP: Nýtt ferðabann Trump mun beinast gegn ríkisborgurum sömu sjö ríkja og hið fyrra Donald Trump Bandaríkjaforseti mun á næstunni kynna nýja tilskipun um ferðabann, eftir að dómstólar felldu þá fyrri úr gildi fyrr í mánuðinum. 20. febrúar 2017 09:04 Vill nýja tilskipun um ferðabann Donald Trump Bandaríkjaforseti íhugar nú aðra tilskipun sem meini íbúum ákveðinna landa að ferðast til Bandaríkjanna. 11. febrúar 2017 07:48 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Velskum kennara, á leið til Bandaríkjanna frá Wales, var vísað frá borði hér á landi þann 16. febrúar eftir að hann millilenti á Keflavíkurflugvelli. Ástæðan er sögð vera sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa kennaranum að koma til Bandaríkjanna. RÚV greinir frá en fjallað er um málið í breskum fjölmiðlum.Kennarinn er múslimi og var á ferð til Bandaríkjanna með hóp nemenda sinna. Var hann kominn um borð í flugvélina á leið til Bandaríkjanna þegar honum var fylgt úr flugvélinni af öryggisvörðum á flugvellinum. Talsmaður sveitarfélagsins sem kennarinn starfar fyrirr segir að kennarinn hafi verið með gilda vegabréfsáritun til Bandaríkjanna en hafi samt sem áður ekki fengið leyfi til þess að koma til Bandaríkjanna. Nemendurnir héldu för sinni áfram en talsmaður sveitarfélagsins segir að engar fullnægjandi skýringar hafi borist á því af hverju kennaranum var vísað frá borði. Er hann sagður vera svekktur og sár með þá meðhöndlun sem hann fékk á flugvellinum. Þá reyndi hann að fá svör hjá bandaríska sendiráðinu hér á landi án árangurs. Hefur sveitarfélagið krafið bandaríska sendiráðið í London um svör. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf sem kunnugt er út fyrr á árinu tilskipun um ferðabann fólks frá sjö múslímaríkjum til Bandaríkjanna. Sú tilskipun er þó ekki í gildi eftir að lögbann var sett á hana. Talið er að Bandaríkjastjórn vinni nú að því að koma á ferðabanninu á nýju, með nýrri tilskipun.
Donald Trump Tengdar fréttir AP: Nýtt ferðabann Trump mun beinast gegn ríkisborgurum sömu sjö ríkja og hið fyrra Donald Trump Bandaríkjaforseti mun á næstunni kynna nýja tilskipun um ferðabann, eftir að dómstólar felldu þá fyrri úr gildi fyrr í mánuðinum. 20. febrúar 2017 09:04 Vill nýja tilskipun um ferðabann Donald Trump Bandaríkjaforseti íhugar nú aðra tilskipun sem meini íbúum ákveðinna landa að ferðast til Bandaríkjanna. 11. febrúar 2017 07:48 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
AP: Nýtt ferðabann Trump mun beinast gegn ríkisborgurum sömu sjö ríkja og hið fyrra Donald Trump Bandaríkjaforseti mun á næstunni kynna nýja tilskipun um ferðabann, eftir að dómstólar felldu þá fyrri úr gildi fyrr í mánuðinum. 20. febrúar 2017 09:04
Vill nýja tilskipun um ferðabann Donald Trump Bandaríkjaforseti íhugar nú aðra tilskipun sem meini íbúum ákveðinna landa að ferðast til Bandaríkjanna. 11. febrúar 2017 07:48