Vildi alltaf keppa fyrir Ísland Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. febrúar 2017 06:30 Snorri Einarsson stefnir á að vera á meðal 30 efstu keppenda í 30 km skiptigöngu á HM í Lahti. Mynd/Skíðasamband Íslands Þó svo að skíðaganga hafi verið vinsæl almenningsíþrótt hér á landi um árabil hefur Ísland átt fáa afreksmenn og -konur í greininni á alþjóðavísu. Einar Ólafsson og Daníel Jakobsson hafa báðir keppt á Vetrarólympíuleikum og Sævar Birgisson keppti á leikunum í Sotsjí fyrir þremur áru. Í vikunni hófst heimsmeistaramótið í skíðagöngu í Lahti í Finnlandi og er Ísland þar með fjóra fulltrúa. Elsa Guðrún Jónsdóttir, sem vann undankeppni kvenna í skíðagöngu í fyrradag, er eina konan en auk hennar og Sævars keppa Brynjar Leó Kristinsson og Snorri Einarsson fyrir hönd Íslands. Snorri er þaulreyndur 31 árs skíðagöngumaður sem hefur náð frábærum árangri á ferli sínum. Hann er þó að keppa fyrir hönd Íslands á stórmóti í skíðagöngu í fyrsta sinn. Hann er fæddur og uppalinn í Noregi, á íslenskan föður en norska móður, og keppti þar til á síðasta ári undir merkjum Noregs.Heimsækir Ísland árlega „Mig hefur alltaf langað að keppa fyrir Ísland,“ sagði Snorri í samtali við Fréttablaðið í gær en hann hafði þá nýlokið æfingu í Lahti. Snorri keppir í sinni aðalgrein, 30 km skiptigöngu, á morgun. „Fyrir sex árum könnuðum við málið og þá var ekki hægt að verða við öllu sem þurfti að gera til að það myndi ganga í gegn. En nú passar það mér mun betur og ég var rosalega ánægður þegar ég fékk símtalið frá Skíðasambandinu. Auðvitað vildi ég keppa fyrir Ísland,“ segir hann. Snorri bjó á Íslandi í eitt ár og hóf raunar grunnskólagöngu sína á Íslandi. En þess utan hefur hann verið búsettur í norðurhluta Noregs og býr nú í Tromsö. Þrátt fyrir að það var ekki töluð íslenska á heimilinu hans talar Snorri mjög góða íslensku. „Ég lærði mikið af því að búa í eitt ár á Íslandi auk þess sem við reynum að heimsækja ættingja okkar á Íslandi að minnsta kosti einu sinni á ári. Það verður vonandi enn meira um heimsóknir til Íslands eftir að ég byrjaði að keppa fyrir Ísland,“ segir hann enn fremur.Kvef varð að slæmum veikindum Snorri hefur síðustu tvö árin keppt fyrir Team Santander sem keppir í löngum vegalengdum. Það hefur gert Snorra kleift að æfa sem atvinnumaður í tvö ár. Hann var á góðu róli í haust og náði til að mynda frábærum árangri á sterku FIS-móti í Finnlandi þar sem hann hafnaði í öðru sæti. Fékk hann þá besta punktaárangur íslensks skíðagöngumanns frá upphafi. Veikindi settu þó strik í reikninginn í lok síðasta árs. Venjulegt kvef varð að langvarandi veikindum sem kostaði hann þátttöku á sterkum mótum og takmarkaði undirbúning hans fyrir mótið í Lahti. „Ég var að æfa í mikilli hæð þegar ég veiktist. Ég fór svo of snemma aftur af stað og leið ekki nógu vel. Ástandið versnaði þannig að kvef varð að sex vikna veikindum,“ útskýrir hann. „Um tíma hélt maður að ég myndi aldrei komast aftur á lappir,“ segir hann í léttum dúr. „En ég hef sem betur fer náð ágætum undirbúningi fyrir mótið og allt er eins og það á að vera núna.“Vill komast á topp 20 Snorri mun keppa í 30 km skiptigöngu á morgun og vonast hann eftir því að verða á meðal 30 efstu keppenda. „Jafnvel topp 20 ef allt gengur svakalega vel,“ segir Snorri sem á silfur í þeirri grein frá norska meistaramótinu, sem út af fyrir sig er eitt allra sterkasta mót heims. „Við skulum sjá til hvernig gengur. Ég hef ekki æft frjálsu gönguna mjög mikið eftir að ég byrjaði að keppa í lengri vegalengdum, sem er allt með hefðbundinni göngu. En ég vonast auðvitað til þess að ná góðum árangri,“ segir Snorri sem er nú þegar búinn að tryggja sér þátttökurétt á Vetrarólympíuleikunum sem fara fram í Suður-Kóreu á næsta ári. Snorri vonast til þess að skíðaganga öðlist meiri vinsældir á Íslandi sem afreksíþrótt. „Það er engin ástæða til að ætla annað en Íslendingar geti náð í fremstu röð í skíðagöngu eins og öðrum íþróttagreinum. Það myndi breyta miklu ef það væri hægt að koma upp aðstöðu svo að hægt sé að æfa allt árið, eins og er algengt í Noregi. Við getum komið okkur í fremstu röð ef okkur langar til.“ Aðrar íþróttir Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Meistaradeildin og Njarðvík fær Keflavík í heimsókn EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna City fékk skell í Noregi Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Sjá meira
Þó svo að skíðaganga hafi verið vinsæl almenningsíþrótt hér á landi um árabil hefur Ísland átt fáa afreksmenn og -konur í greininni á alþjóðavísu. Einar Ólafsson og Daníel Jakobsson hafa báðir keppt á Vetrarólympíuleikum og Sævar Birgisson keppti á leikunum í Sotsjí fyrir þremur áru. Í vikunni hófst heimsmeistaramótið í skíðagöngu í Lahti í Finnlandi og er Ísland þar með fjóra fulltrúa. Elsa Guðrún Jónsdóttir, sem vann undankeppni kvenna í skíðagöngu í fyrradag, er eina konan en auk hennar og Sævars keppa Brynjar Leó Kristinsson og Snorri Einarsson fyrir hönd Íslands. Snorri er þaulreyndur 31 árs skíðagöngumaður sem hefur náð frábærum árangri á ferli sínum. Hann er þó að keppa fyrir hönd Íslands á stórmóti í skíðagöngu í fyrsta sinn. Hann er fæddur og uppalinn í Noregi, á íslenskan föður en norska móður, og keppti þar til á síðasta ári undir merkjum Noregs.Heimsækir Ísland árlega „Mig hefur alltaf langað að keppa fyrir Ísland,“ sagði Snorri í samtali við Fréttablaðið í gær en hann hafði þá nýlokið æfingu í Lahti. Snorri keppir í sinni aðalgrein, 30 km skiptigöngu, á morgun. „Fyrir sex árum könnuðum við málið og þá var ekki hægt að verða við öllu sem þurfti að gera til að það myndi ganga í gegn. En nú passar það mér mun betur og ég var rosalega ánægður þegar ég fékk símtalið frá Skíðasambandinu. Auðvitað vildi ég keppa fyrir Ísland,“ segir hann. Snorri bjó á Íslandi í eitt ár og hóf raunar grunnskólagöngu sína á Íslandi. En þess utan hefur hann verið búsettur í norðurhluta Noregs og býr nú í Tromsö. Þrátt fyrir að það var ekki töluð íslenska á heimilinu hans talar Snorri mjög góða íslensku. „Ég lærði mikið af því að búa í eitt ár á Íslandi auk þess sem við reynum að heimsækja ættingja okkar á Íslandi að minnsta kosti einu sinni á ári. Það verður vonandi enn meira um heimsóknir til Íslands eftir að ég byrjaði að keppa fyrir Ísland,“ segir hann enn fremur.Kvef varð að slæmum veikindum Snorri hefur síðustu tvö árin keppt fyrir Team Santander sem keppir í löngum vegalengdum. Það hefur gert Snorra kleift að æfa sem atvinnumaður í tvö ár. Hann var á góðu róli í haust og náði til að mynda frábærum árangri á sterku FIS-móti í Finnlandi þar sem hann hafnaði í öðru sæti. Fékk hann þá besta punktaárangur íslensks skíðagöngumanns frá upphafi. Veikindi settu þó strik í reikninginn í lok síðasta árs. Venjulegt kvef varð að langvarandi veikindum sem kostaði hann þátttöku á sterkum mótum og takmarkaði undirbúning hans fyrir mótið í Lahti. „Ég var að æfa í mikilli hæð þegar ég veiktist. Ég fór svo of snemma aftur af stað og leið ekki nógu vel. Ástandið versnaði þannig að kvef varð að sex vikna veikindum,“ útskýrir hann. „Um tíma hélt maður að ég myndi aldrei komast aftur á lappir,“ segir hann í léttum dúr. „En ég hef sem betur fer náð ágætum undirbúningi fyrir mótið og allt er eins og það á að vera núna.“Vill komast á topp 20 Snorri mun keppa í 30 km skiptigöngu á morgun og vonast hann eftir því að verða á meðal 30 efstu keppenda. „Jafnvel topp 20 ef allt gengur svakalega vel,“ segir Snorri sem á silfur í þeirri grein frá norska meistaramótinu, sem út af fyrir sig er eitt allra sterkasta mót heims. „Við skulum sjá til hvernig gengur. Ég hef ekki æft frjálsu gönguna mjög mikið eftir að ég byrjaði að keppa í lengri vegalengdum, sem er allt með hefðbundinni göngu. En ég vonast auðvitað til þess að ná góðum árangri,“ segir Snorri sem er nú þegar búinn að tryggja sér þátttökurétt á Vetrarólympíuleikunum sem fara fram í Suður-Kóreu á næsta ári. Snorri vonast til þess að skíðaganga öðlist meiri vinsældir á Íslandi sem afreksíþrótt. „Það er engin ástæða til að ætla annað en Íslendingar geti náð í fremstu röð í skíðagöngu eins og öðrum íþróttagreinum. Það myndi breyta miklu ef það væri hægt að koma upp aðstöðu svo að hægt sé að æfa allt árið, eins og er algengt í Noregi. Við getum komið okkur í fremstu röð ef okkur langar til.“
Aðrar íþróttir Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Meistaradeildin og Njarðvík fær Keflavík í heimsókn EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna City fékk skell í Noregi Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti