„Vonuðumst alltaf eftir því að niðurstaða endurupptökunefndar yrði endirinn á verkinu“ Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 25. febrúar 2017 20:22 Ein frægasta mynd réttarhalda í Guðmundar- og Geirfinnsmálum var tekin þann 13 janúar 1980 við upphaf réttarhaldanna. Fremst situr Sævar Ciesielski við hlið rannsóknarlögreglumanns, umkringdur fréttamönnum. Mynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur „Við erum alveg á lokametrunum núna og vorum auðvitað að vonast til þess að niðurstaða endurupptökunefndar lægi fyrir áður en við þyrftum að ljúka myndinni,“ segir Margrét Jónasdóttir, framleiðandi hjá Saga Film. Myndin sem um ræðir ber nafnið Out of Thin Air og er heimildarmynd um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Hún er samstarfsverkefni Saga Films og breska kvikmyndaframleiðandans Mosaic Films en leikstjóri myndarinnar er Bretinn Dylan Howitt.Efnisveitan Netflix er stærsti einstaki fjármögnunaraðili myndarinnar en veitan hefur aldrei áður fjárfest í efni sem framleitt er hér á landi. Eins og kunnugt er hefur endurupptökunefnd kynnt ákvörðun sína um að taka upp mál fimm sakborninga af sex í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu aftur til meðferðar hjá dómstólum. Mál Erlu Bolladóttur verður ekki tekið upp en hún sat í þrjú ár í fangelsi vegna málsins. Sjá einnig: Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Arndís Soffía Sigurðardóttir kynnir niðurstöður starfshóps innanríkisráðuneytisins.vísir/gvaRáðgert var að smiðshöggið yrði rekið á myndina í apríl og því hefðu tíðindin um endurupptöku máls fimmmenninganna ekki mátt vera mikið seinni á ferðinni. „Í raun og veru höfum við verið að vinna markvisst að því að þessar niðurstöður kæmu svona á elleftu stundu og jafnvel að við yrðum að skila af okkur áður.“ segir Margrét. Myndin er heimildarmynd í fullri lengd og segir Margrét að nú þurfi líklegst að skera út efni til þess að hægt sé að skeyta við hana nýjum endalokum sem er að sjálfsögðu niðurstöður endurupptökunefndarinnar. Meðal annars er um að ræða myndefni sem sýnir viðbrögð aðstandenda fimmmenninganna við niðurstöðunni. Hins vegar segir Margrét að ef draga fer til enn frekari stórtíðinda í málinu verði skoðað hvort möguleiki sé á að draga örlítið útgáfu myndarinnar. Mál Erlu Bolladóttir verður ekki tekið upp til meðferðar hjá dómstólum. Vísir/GVAAðspurð að því hvort til greina komi að gera framhaldsmynd ef málið tæki nýja stefnu segir Margrét að allt slíkt sé í skoðun en samningurinn, sem er á milli framleiðenda myndarinnar og BBC, Rúv og Netflix, miði aðeins við eina mynd í fullri lengd. „Maður veit auðvitað ekki hvað gerist,“ segir Margrét. Margrét gleðst yfir fregnum gærdagsins en harmar það að mál Erlu Bolladóttur verði ekki tekið upp að nýju. „Auðvitað eru þetta gleðifréttir fyrir þau fimm en okkur finnst óskaplega sárt að mál Erlu Bolladóttur skuli ekki vera tekið upp. Það er leiðinlegt að sjá að málið skyldi ekki hafa verið tekið upp í heild sinni fyrir þau öll sex.“ Bíó og sjónvarp Guðmundar- og Geirfinnsmálin Netflix Tengdar fréttir Margra ára meðferð málsins í réttarkerfinu Hvarf Guðmundar Einarssonar var tilkynnt þann 29. janúar 1974 til lögreglunnar en síðast sást til hans í Hafnarfirði aðfaranótt 27. janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. 25. febrúar 2017 06:00 „Fullkomlega ljóst að atburðirnir geta ekki hafa átt sér stað með þessum hætti“ Lögmenn í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum segja að um sé að ræða dómsmorð. 25. febrúar 2017 14:41 Sigur í augsýn eftir baráttu í áratugi Þrisvar sinnum áður hafa sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum krafist endurupptöku án árangurs. Kaflaskil urðu í málinu eftir sjónvarpsþátt á Stöð 2. Réttarsálfræðingur sagði tímabært að rannsaka málin upp á nýtt eftir. 25. febrúar 2017 06:00 Niðurstaða í máli Erlu „kom ekki á óvart“ Endanleg niðurstaða Hæstaréttar muni væntanlega liggja fyrir á næsta ári. 25. febrúar 2017 18:45 Kom ríkissaksóknara ekki á óvart Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari í endurupptökumáli Guðmundar- og Geirfinnsmála, segir niðurstöðu nefndarinnar ekki hafa komið sér á óvart. 25. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
„Við erum alveg á lokametrunum núna og vorum auðvitað að vonast til þess að niðurstaða endurupptökunefndar lægi fyrir áður en við þyrftum að ljúka myndinni,“ segir Margrét Jónasdóttir, framleiðandi hjá Saga Film. Myndin sem um ræðir ber nafnið Out of Thin Air og er heimildarmynd um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Hún er samstarfsverkefni Saga Films og breska kvikmyndaframleiðandans Mosaic Films en leikstjóri myndarinnar er Bretinn Dylan Howitt.Efnisveitan Netflix er stærsti einstaki fjármögnunaraðili myndarinnar en veitan hefur aldrei áður fjárfest í efni sem framleitt er hér á landi. Eins og kunnugt er hefur endurupptökunefnd kynnt ákvörðun sína um að taka upp mál fimm sakborninga af sex í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu aftur til meðferðar hjá dómstólum. Mál Erlu Bolladóttur verður ekki tekið upp en hún sat í þrjú ár í fangelsi vegna málsins. Sjá einnig: Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Arndís Soffía Sigurðardóttir kynnir niðurstöður starfshóps innanríkisráðuneytisins.vísir/gvaRáðgert var að smiðshöggið yrði rekið á myndina í apríl og því hefðu tíðindin um endurupptöku máls fimmmenninganna ekki mátt vera mikið seinni á ferðinni. „Í raun og veru höfum við verið að vinna markvisst að því að þessar niðurstöður kæmu svona á elleftu stundu og jafnvel að við yrðum að skila af okkur áður.“ segir Margrét. Myndin er heimildarmynd í fullri lengd og segir Margrét að nú þurfi líklegst að skera út efni til þess að hægt sé að skeyta við hana nýjum endalokum sem er að sjálfsögðu niðurstöður endurupptökunefndarinnar. Meðal annars er um að ræða myndefni sem sýnir viðbrögð aðstandenda fimmmenninganna við niðurstöðunni. Hins vegar segir Margrét að ef draga fer til enn frekari stórtíðinda í málinu verði skoðað hvort möguleiki sé á að draga örlítið útgáfu myndarinnar. Mál Erlu Bolladóttir verður ekki tekið upp til meðferðar hjá dómstólum. Vísir/GVAAðspurð að því hvort til greina komi að gera framhaldsmynd ef málið tæki nýja stefnu segir Margrét að allt slíkt sé í skoðun en samningurinn, sem er á milli framleiðenda myndarinnar og BBC, Rúv og Netflix, miði aðeins við eina mynd í fullri lengd. „Maður veit auðvitað ekki hvað gerist,“ segir Margrét. Margrét gleðst yfir fregnum gærdagsins en harmar það að mál Erlu Bolladóttur verði ekki tekið upp að nýju. „Auðvitað eru þetta gleðifréttir fyrir þau fimm en okkur finnst óskaplega sárt að mál Erlu Bolladóttur skuli ekki vera tekið upp. Það er leiðinlegt að sjá að málið skyldi ekki hafa verið tekið upp í heild sinni fyrir þau öll sex.“
Bíó og sjónvarp Guðmundar- og Geirfinnsmálin Netflix Tengdar fréttir Margra ára meðferð málsins í réttarkerfinu Hvarf Guðmundar Einarssonar var tilkynnt þann 29. janúar 1974 til lögreglunnar en síðast sást til hans í Hafnarfirði aðfaranótt 27. janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. 25. febrúar 2017 06:00 „Fullkomlega ljóst að atburðirnir geta ekki hafa átt sér stað með þessum hætti“ Lögmenn í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum segja að um sé að ræða dómsmorð. 25. febrúar 2017 14:41 Sigur í augsýn eftir baráttu í áratugi Þrisvar sinnum áður hafa sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum krafist endurupptöku án árangurs. Kaflaskil urðu í málinu eftir sjónvarpsþátt á Stöð 2. Réttarsálfræðingur sagði tímabært að rannsaka málin upp á nýtt eftir. 25. febrúar 2017 06:00 Niðurstaða í máli Erlu „kom ekki á óvart“ Endanleg niðurstaða Hæstaréttar muni væntanlega liggja fyrir á næsta ári. 25. febrúar 2017 18:45 Kom ríkissaksóknara ekki á óvart Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari í endurupptökumáli Guðmundar- og Geirfinnsmála, segir niðurstöðu nefndarinnar ekki hafa komið sér á óvart. 25. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Margra ára meðferð málsins í réttarkerfinu Hvarf Guðmundar Einarssonar var tilkynnt þann 29. janúar 1974 til lögreglunnar en síðast sást til hans í Hafnarfirði aðfaranótt 27. janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. 25. febrúar 2017 06:00
„Fullkomlega ljóst að atburðirnir geta ekki hafa átt sér stað með þessum hætti“ Lögmenn í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum segja að um sé að ræða dómsmorð. 25. febrúar 2017 14:41
Sigur í augsýn eftir baráttu í áratugi Þrisvar sinnum áður hafa sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum krafist endurupptöku án árangurs. Kaflaskil urðu í málinu eftir sjónvarpsþátt á Stöð 2. Réttarsálfræðingur sagði tímabært að rannsaka málin upp á nýtt eftir. 25. febrúar 2017 06:00
Niðurstaða í máli Erlu „kom ekki á óvart“ Endanleg niðurstaða Hæstaréttar muni væntanlega liggja fyrir á næsta ári. 25. febrúar 2017 18:45
Kom ríkissaksóknara ekki á óvart Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari í endurupptökumáli Guðmundar- og Geirfinnsmála, segir niðurstöðu nefndarinnar ekki hafa komið sér á óvart. 25. febrúar 2017 07:00