Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 24. febrúar 2017 14:03 vísir Endurupptökunefnd í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svokölluðu hefur ákveðið að mál fimm sakborninga af sex verði tekin til meðferðar fyrir dómstólum að nýju. Mál Erlu Bolladóttur verður ekki tekið fyrir á ný, samkvæmt nýbirtum úrskurði nefndarinnar. Sakborningarnir hlutu árið 1980 eins til sautján ára fangelsisdóma fyrir aðild þeirra að málinu. Nefndin birti ákvörðun sína á vef endurupptökunefndar nú klukkan tvö, en hún hefur tekið sér þrjú ár í að komast að niðurstöðu. Hvað varðar mál Guðmundar Einarssonar hefur endurupptökunefnd fallist á að mál Kristjáns Viðars Júlíussonar, Sævars Ciesielski og Tryggva Rúnars Leifssonar verði tekin fyrir nýju, en þau voru sakfelld fyrir að hafa ráðið Guðmundi bana. Varðandi Albert Klahn Skaftason var fallist á endurupptöku vegna sakfellingar fyrir að hafa veitt fyrrnefndu liðsinni við að fjarlægja og koma líki Guðmundar fyrir á ókunnum stað og þannig leitast við að afmá ummerki brotsins. Í Geirfinnsmálinu er fallist á að mál Guðjóns Skarphéðinssonar, Kristjáns Viðars Júlíussonar og Sævars Ciesielski, sem sakfelldir voru fyrir að hafa orðið Geirfinni að bana, verði tekið fyrir að nýju. Beiðni Erlu Bolladóttur, Kristjáns Viðars og Sævars, sem sakfelld voru fyrir að hafa borið rangar sakargiftir á fjóra einstaklinga, var hafnað.Halda fram sakleysi sínu Sakborningarnir hafa haldið fram sakleysi sínu í málinu en árið 2014 fóru tveir þeirra; Erla Bolladóttir og Guðjón Skarphéðinsson, fram að málið yrði tekið upp að nýju. Þyngstan dóm hlaut Sævar Marinó Ciesielski, eða sautján ár. Kristján Viðar Viðarsson fékk sextán ára fangelsisdóm, Tryggvi Rúnar Leifsson þrettán ár og Guðjón Skarphéðinsson tíu ára fangelsi. Erla Bolladóttir fékk þriggja ára fangelsisdóm og Albert Klahn Skaftason eins árs dóm. Nýjar ábendingar bárust lögreglu í fyrra sem gætu hafa varpað nýju ljósi á málið því lögreglan á Austurlandi tók skýrslu af karlmanni sem taldi sig hafa nýjar upplýsingar varðandi málið. Tveir karlmenn voru handteknir og yfirheyrðir vegna rannsóknar á þætti málsins sem varðar Guðmund Einarsson, en þeir voru látnir lausir að lokinni yfirheyrslu.Hurfu sporlaust Guðmundur Einarsson sást síðast í Hafnarfirði aðfaranótt 27.janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Eiginkona Geirfinns Einarssonar sá hann síðast klukkan 22.30 í nóvember sama ár. Næstu árin fór fram mikil rannsókn á málinu. Um sex árum frá hvarfi þeirra var hópur ungmenna fundinn sekur um að hafa myrt Guðmund og Geirfinn og hlutu þau öll þunga dóma. Sem fyrr segir fer mál fimm þeirra aftur fyrir dómstóla. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Endurupptökunefnd í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svokölluðu hefur ákveðið að mál fimm sakborninga af sex verði tekin til meðferðar fyrir dómstólum að nýju. Mál Erlu Bolladóttur verður ekki tekið fyrir á ný, samkvæmt nýbirtum úrskurði nefndarinnar. Sakborningarnir hlutu árið 1980 eins til sautján ára fangelsisdóma fyrir aðild þeirra að málinu. Nefndin birti ákvörðun sína á vef endurupptökunefndar nú klukkan tvö, en hún hefur tekið sér þrjú ár í að komast að niðurstöðu. Hvað varðar mál Guðmundar Einarssonar hefur endurupptökunefnd fallist á að mál Kristjáns Viðars Júlíussonar, Sævars Ciesielski og Tryggva Rúnars Leifssonar verði tekin fyrir nýju, en þau voru sakfelld fyrir að hafa ráðið Guðmundi bana. Varðandi Albert Klahn Skaftason var fallist á endurupptöku vegna sakfellingar fyrir að hafa veitt fyrrnefndu liðsinni við að fjarlægja og koma líki Guðmundar fyrir á ókunnum stað og þannig leitast við að afmá ummerki brotsins. Í Geirfinnsmálinu er fallist á að mál Guðjóns Skarphéðinssonar, Kristjáns Viðars Júlíussonar og Sævars Ciesielski, sem sakfelldir voru fyrir að hafa orðið Geirfinni að bana, verði tekið fyrir að nýju. Beiðni Erlu Bolladóttur, Kristjáns Viðars og Sævars, sem sakfelld voru fyrir að hafa borið rangar sakargiftir á fjóra einstaklinga, var hafnað.Halda fram sakleysi sínu Sakborningarnir hafa haldið fram sakleysi sínu í málinu en árið 2014 fóru tveir þeirra; Erla Bolladóttir og Guðjón Skarphéðinsson, fram að málið yrði tekið upp að nýju. Þyngstan dóm hlaut Sævar Marinó Ciesielski, eða sautján ár. Kristján Viðar Viðarsson fékk sextán ára fangelsisdóm, Tryggvi Rúnar Leifsson þrettán ár og Guðjón Skarphéðinsson tíu ára fangelsi. Erla Bolladóttir fékk þriggja ára fangelsisdóm og Albert Klahn Skaftason eins árs dóm. Nýjar ábendingar bárust lögreglu í fyrra sem gætu hafa varpað nýju ljósi á málið því lögreglan á Austurlandi tók skýrslu af karlmanni sem taldi sig hafa nýjar upplýsingar varðandi málið. Tveir karlmenn voru handteknir og yfirheyrðir vegna rannsóknar á þætti málsins sem varðar Guðmund Einarsson, en þeir voru látnir lausir að lokinni yfirheyrslu.Hurfu sporlaust Guðmundur Einarsson sást síðast í Hafnarfirði aðfaranótt 27.janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Eiginkona Geirfinns Einarssonar sá hann síðast klukkan 22.30 í nóvember sama ár. Næstu árin fór fram mikil rannsókn á málinu. Um sex árum frá hvarfi þeirra var hópur ungmenna fundinn sekur um að hafa myrt Guðmund og Geirfinn og hlutu þau öll þunga dóma. Sem fyrr segir fer mál fimm þeirra aftur fyrir dómstóla.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira