Stóra Kínamálið afgreitt á fyrsta liðsfundi: Stelpurnar sýndu sitt rétta andlit með svörum sínum Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. febrúar 2017 19:00 Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta hefja leik á hinu árlega Algarve-móti á morgun þegar þær mæta Noregi. Mótið er einn stærsti liðurinn í undirbúningi liðsins fyrir EM í Hollandi í sumar. Eins og alltaf fær kvennalandsliðið flotta leiki á Algarve en að þessu sinni mætir liðið Noregi, Japan og Spáni í riðlakeppninni. Áherslurnar á leikskipulaginu eru oftast mismunandi frá ári til árs en þetta gífurlega sterka mót er notað til að móta liðið. Hvað er það sem landsliðsþjálfarinn, Freyr Alexandersson, vill sjá frá sínum leikmönnum á Algarve að þessu sinni? „Það er ýmislegt sem við viljum fá fram núna. Það er þröngt spilað á fáum dögum og margir topp leikir. Við munum, eins og áður, rúlla á liðinu og ég mun setja leikmenn í mismunandi hlutverk. Ekki endalega mismunandi leikstöður heldur fá leikmenn mismunandi ábyrgð,“ segir Freyr í samtali við íþróttadeild. Freyr var kominn með ansi fastmótað byrjunarlið í undankeppni EM 2017 og virtist ekki greið leið inn í liðið fyrir stelpurnar sem sitja þar fyrir utan. Vegna meiðsla lykilmanna á borð við Dagnýju Brynjarsdóttur, Margrétar Láru og Hólmfríðar Magnúsdóttur eru nú nokkrar dyr opnar. „Þarna eru þrjár stöður strax sem hægt er að berjast um. Auðvitað er Margrét á löppum og vonandi nær hún fullum styrk. Harpa átti barn fyrir sólahring síðan þannig hún gæti orðið klár. Hinar stelpurnar geta gripið gæsina. Þær fá tækifæri til þess. Það eru mörg teikn á lofti um að leikmenn ætli sér að grípa gæsina. Ég sé það alveg á æfingum og á leikjunum sem þær hafa verið að spila heima,“ segir landsliðsþjálfarinn. Freyr fékk væna pillu frá fyrrverandi landsliðsþjálfaranum Sigurði Ragnari Eyjólfssyni rétt áður en hann hélt til Portúgal. Sigurður Ragnar, sem nú þjálfar í Kína, sagði í viðtali við Fréttatímann að Freyr hefði sama og bannað tveimur leikmönnum að ganga til liðs við sig í Kína og hann væri með fordóma gagnvart kínverskum fótbolta. „Þetta fór ekkert lengra. Þessu var lokað á föstudaginn með þessari yfirlýsingu frá honum og svo mér. Þetta mál er úr sögunni. Ég ræddi þetta lauslega á fyrsta fundi við leikmenn og vildi vita hvort þær hefðu einhverjar frekari spurningar um málið. Það voru engar spurningar og við vorum öll sammála um að eyða ekki frekari orku í þessa umræðu,“ segir Freyr.Dagný Brynjarsdóttir og Hallbera Gísladóttir voru leikmennirnir sem Siggi Raggi vildi fá en báðar svöruðu þær honum fullum hálsi á Twitter. „Mér fannst þær sýna sitt rétta andlit. Þetta kom mér ekki á óvart. Þetta eru miklir karkaterar og þær voru óánægðar með þau orð sem voru látin falla. Þær ákváðu að stíga fram og tjá sig og þær gerðu það líka snyrtilega fannst mér,“ segir Freyr Alexandersson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Dagný: Skil ekki hvaða bíó er í gangi Báðar landsliðskonurnar sem Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Jiangsu Suning, vildi fá til Kína hafa nú tjáð sig um ummæli hans í Fréttatímanum í dag. 24. febrúar 2017 09:55 Siggi Raggi biður Frey afsökunar Sigurður Ragnar Eyjólfsson sendi frá sér yfirlýsingu nú í morgun en ummæli hans í Fréttatímanum í dag hafa heldur betur vakið athygli. 24. febrúar 2017 10:05 Freyr: Vel besta liðið sama í hvaða landi leikmenn spila Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, sendi frá sér yfirlýsingu nú undir hádegi þar sem hann svarar ummælum Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, fyrrum landsliðsþjálfara, í Fréttatímanum að einhverju leyti. 24. febrúar 2017 12:02 Hallbera: Landsliðsþjálfarinn segir mér ekki hvar ég á að spila Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir hefur brugðist við orðum fyrrum landsliðsþjálfarans, Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, sem var í áhugaverðu viðtali í Fréttatímanum. 24. febrúar 2017 08:42 Siggi Raggi: Freyr er með fordóma gagnvart kínverskri knattspyrnu Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum þjálfari kvennalandsliðsins, skýtur fast á eftirmann sinn, Freyr Alexandersson, í viðtali við Fréttatímann. 24. febrúar 2017 08:00 Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ Sjá meira
Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta hefja leik á hinu árlega Algarve-móti á morgun þegar þær mæta Noregi. Mótið er einn stærsti liðurinn í undirbúningi liðsins fyrir EM í Hollandi í sumar. Eins og alltaf fær kvennalandsliðið flotta leiki á Algarve en að þessu sinni mætir liðið Noregi, Japan og Spáni í riðlakeppninni. Áherslurnar á leikskipulaginu eru oftast mismunandi frá ári til árs en þetta gífurlega sterka mót er notað til að móta liðið. Hvað er það sem landsliðsþjálfarinn, Freyr Alexandersson, vill sjá frá sínum leikmönnum á Algarve að þessu sinni? „Það er ýmislegt sem við viljum fá fram núna. Það er þröngt spilað á fáum dögum og margir topp leikir. Við munum, eins og áður, rúlla á liðinu og ég mun setja leikmenn í mismunandi hlutverk. Ekki endalega mismunandi leikstöður heldur fá leikmenn mismunandi ábyrgð,“ segir Freyr í samtali við íþróttadeild. Freyr var kominn með ansi fastmótað byrjunarlið í undankeppni EM 2017 og virtist ekki greið leið inn í liðið fyrir stelpurnar sem sitja þar fyrir utan. Vegna meiðsla lykilmanna á borð við Dagnýju Brynjarsdóttur, Margrétar Láru og Hólmfríðar Magnúsdóttur eru nú nokkrar dyr opnar. „Þarna eru þrjár stöður strax sem hægt er að berjast um. Auðvitað er Margrét á löppum og vonandi nær hún fullum styrk. Harpa átti barn fyrir sólahring síðan þannig hún gæti orðið klár. Hinar stelpurnar geta gripið gæsina. Þær fá tækifæri til þess. Það eru mörg teikn á lofti um að leikmenn ætli sér að grípa gæsina. Ég sé það alveg á æfingum og á leikjunum sem þær hafa verið að spila heima,“ segir landsliðsþjálfarinn. Freyr fékk væna pillu frá fyrrverandi landsliðsþjálfaranum Sigurði Ragnari Eyjólfssyni rétt áður en hann hélt til Portúgal. Sigurður Ragnar, sem nú þjálfar í Kína, sagði í viðtali við Fréttatímann að Freyr hefði sama og bannað tveimur leikmönnum að ganga til liðs við sig í Kína og hann væri með fordóma gagnvart kínverskum fótbolta. „Þetta fór ekkert lengra. Þessu var lokað á föstudaginn með þessari yfirlýsingu frá honum og svo mér. Þetta mál er úr sögunni. Ég ræddi þetta lauslega á fyrsta fundi við leikmenn og vildi vita hvort þær hefðu einhverjar frekari spurningar um málið. Það voru engar spurningar og við vorum öll sammála um að eyða ekki frekari orku í þessa umræðu,“ segir Freyr.Dagný Brynjarsdóttir og Hallbera Gísladóttir voru leikmennirnir sem Siggi Raggi vildi fá en báðar svöruðu þær honum fullum hálsi á Twitter. „Mér fannst þær sýna sitt rétta andlit. Þetta kom mér ekki á óvart. Þetta eru miklir karkaterar og þær voru óánægðar með þau orð sem voru látin falla. Þær ákváðu að stíga fram og tjá sig og þær gerðu það líka snyrtilega fannst mér,“ segir Freyr Alexandersson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Dagný: Skil ekki hvaða bíó er í gangi Báðar landsliðskonurnar sem Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Jiangsu Suning, vildi fá til Kína hafa nú tjáð sig um ummæli hans í Fréttatímanum í dag. 24. febrúar 2017 09:55 Siggi Raggi biður Frey afsökunar Sigurður Ragnar Eyjólfsson sendi frá sér yfirlýsingu nú í morgun en ummæli hans í Fréttatímanum í dag hafa heldur betur vakið athygli. 24. febrúar 2017 10:05 Freyr: Vel besta liðið sama í hvaða landi leikmenn spila Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, sendi frá sér yfirlýsingu nú undir hádegi þar sem hann svarar ummælum Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, fyrrum landsliðsþjálfara, í Fréttatímanum að einhverju leyti. 24. febrúar 2017 12:02 Hallbera: Landsliðsþjálfarinn segir mér ekki hvar ég á að spila Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir hefur brugðist við orðum fyrrum landsliðsþjálfarans, Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, sem var í áhugaverðu viðtali í Fréttatímanum. 24. febrúar 2017 08:42 Siggi Raggi: Freyr er með fordóma gagnvart kínverskri knattspyrnu Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum þjálfari kvennalandsliðsins, skýtur fast á eftirmann sinn, Freyr Alexandersson, í viðtali við Fréttatímann. 24. febrúar 2017 08:00 Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ Sjá meira
Dagný: Skil ekki hvaða bíó er í gangi Báðar landsliðskonurnar sem Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Jiangsu Suning, vildi fá til Kína hafa nú tjáð sig um ummæli hans í Fréttatímanum í dag. 24. febrúar 2017 09:55
Siggi Raggi biður Frey afsökunar Sigurður Ragnar Eyjólfsson sendi frá sér yfirlýsingu nú í morgun en ummæli hans í Fréttatímanum í dag hafa heldur betur vakið athygli. 24. febrúar 2017 10:05
Freyr: Vel besta liðið sama í hvaða landi leikmenn spila Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, sendi frá sér yfirlýsingu nú undir hádegi þar sem hann svarar ummælum Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, fyrrum landsliðsþjálfara, í Fréttatímanum að einhverju leyti. 24. febrúar 2017 12:02
Hallbera: Landsliðsþjálfarinn segir mér ekki hvar ég á að spila Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir hefur brugðist við orðum fyrrum landsliðsþjálfarans, Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, sem var í áhugaverðu viðtali í Fréttatímanum. 24. febrúar 2017 08:42
Siggi Raggi: Freyr er með fordóma gagnvart kínverskri knattspyrnu Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum þjálfari kvennalandsliðsins, skýtur fast á eftirmann sinn, Freyr Alexandersson, í viðtali við Fréttatímann. 24. febrúar 2017 08:00
Leik lokið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn
Leik lokið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn