Ætla að dansa fyrir lífið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. febrúar 2017 13:15 Friðrik Agni og aðrir danskennarar í World Class í Laugum í góðum gír. Vísir/Anton Brink „Við danskennararnir hjá World Class í Laugum ákváðum að taka höndum saman og standa að viðburði til ágóða fyrir börn í Sýrlandi. Þátttaka kostar 2000 krónur og rennur beint til Unicef,“ segir Friðrik Agni Árnason um 90 mínútna Zumbadanstíma sem hann og kollegar hans í Laugum hafa skipulagt á morgun, sunnudag, klukkan 12.30. Hann kveðst hafa sett sig í samband við Unicef og þar hafi þessu framtaki verið fagnað. Friðrik segir einn sal í Laugum tekinn undir dansinn og reiknar með að koma þar inn 80 til 90 manns. „Fyrstir koma, fyrstir fá en við erum opin fyrir því að endurtaka leikinn nokkrum sinnum á ári ef við komum ekki öllum að núna og höfum undirbúið Unicef undir það.“ Mikill áhugi fyrir dansinum, að sögn Friðriks. „Það eru margir sem ætla að dansa. Tvö þúsund kall er heldur ekki mikið til að sjá af, það er nú bara það sem margir gefa í safnanir. Með þessu móti erum við virk í að gefa til góðgerðarstarfs og komum sjálfum okkur á hreyfingu,“ bendir hann á. „Öllum rennur til rifja að sjá myndir frá Aleppo í Sýrlandi, sérstaklega af litlum börnum. Margir deila þeim á samfélagsmiðlum og finna til samúðar,“ segir Friðrik og kveðst hafa verið í þeim flokki. „Mér fannst ég svo ráðalaus en þegar ég fór að skoða mitt daglega líf betur þá sá ég að það eru leiðir til að gera eitthvað í málunum, þó það sé ekki mikið. Mér fannst ekki nóg að deila myndum á fésbók og sendi því skeyti á alla danskennarana í World Class og sagði að þarna væri tækifæri fyrir okkur að gera eitthvað saman, þeir voru hjartanlega sammála.“ Hann segir hugmyndina þá að dansa fyrir lífi barna sem nú líða skort og hörmungar en eigi vonandi framtíðina fyrir sér og dreifa um leið jákvæðni og gleði út í stríðshrjáðan heim. „Það er þess virði,“ segir hann. „Og margt smátt gerir að lokum eitt stórt.“ Friðrik getur þess að allir sem mæti í dansinn fái gjafapoka með dr. organik vörum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. febrúar 2017. Lífið Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Sjá meira
„Við danskennararnir hjá World Class í Laugum ákváðum að taka höndum saman og standa að viðburði til ágóða fyrir börn í Sýrlandi. Þátttaka kostar 2000 krónur og rennur beint til Unicef,“ segir Friðrik Agni Árnason um 90 mínútna Zumbadanstíma sem hann og kollegar hans í Laugum hafa skipulagt á morgun, sunnudag, klukkan 12.30. Hann kveðst hafa sett sig í samband við Unicef og þar hafi þessu framtaki verið fagnað. Friðrik segir einn sal í Laugum tekinn undir dansinn og reiknar með að koma þar inn 80 til 90 manns. „Fyrstir koma, fyrstir fá en við erum opin fyrir því að endurtaka leikinn nokkrum sinnum á ári ef við komum ekki öllum að núna og höfum undirbúið Unicef undir það.“ Mikill áhugi fyrir dansinum, að sögn Friðriks. „Það eru margir sem ætla að dansa. Tvö þúsund kall er heldur ekki mikið til að sjá af, það er nú bara það sem margir gefa í safnanir. Með þessu móti erum við virk í að gefa til góðgerðarstarfs og komum sjálfum okkur á hreyfingu,“ bendir hann á. „Öllum rennur til rifja að sjá myndir frá Aleppo í Sýrlandi, sérstaklega af litlum börnum. Margir deila þeim á samfélagsmiðlum og finna til samúðar,“ segir Friðrik og kveðst hafa verið í þeim flokki. „Mér fannst ég svo ráðalaus en þegar ég fór að skoða mitt daglega líf betur þá sá ég að það eru leiðir til að gera eitthvað í málunum, þó það sé ekki mikið. Mér fannst ekki nóg að deila myndum á fésbók og sendi því skeyti á alla danskennarana í World Class og sagði að þarna væri tækifæri fyrir okkur að gera eitthvað saman, þeir voru hjartanlega sammála.“ Hann segir hugmyndina þá að dansa fyrir lífi barna sem nú líða skort og hörmungar en eigi vonandi framtíðina fyrir sér og dreifa um leið jákvæðni og gleði út í stríðshrjáðan heim. „Það er þess virði,“ segir hann. „Og margt smátt gerir að lokum eitt stórt.“ Friðrik getur þess að allir sem mæti í dansinn fái gjafapoka með dr. organik vörum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. febrúar 2017.
Lífið Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Sjá meira