Hártískan í sumar klassískari en áður 10. febrúar 2017 13:00 Tóta fylgist vel með nýjum straumum í hártískunni. vísir/ernir „Með vorinu berast nýir straumar í hártískunni, enda vilja margir breyta til eftir veturinn. Þegar kemur að hártísku er mikilvægt að taka mið af því hvað fer hverjum og einum best og hvort klippingin falli vel að andlitsfalli viðkomandi,“ segir Tóta Jóhannesdóttir, hárgreiðslukona hjá Slippnum.Litirnir verða djúpir og náttúrulegir.„Sama klippingin klæðir alls ekki alla en almennt verður hárið klippt styttra en áður, liðir fá að njóta sín og mött áferð á hárinu verður áfram í tísku,“ segir Tóta. Hún fylgist vel með nýjum straumum og stefnum í hárgreiðsluheiminum. Hún mælir með nýju Aveda-þurrsjampói til að fá matta áferð á hárið og segir brilljantínið á undanhaldi. Axlasítt hár og mismunandi hársíddir verða einnig áberandi en mjög sítt hár hverfur úr tísku.Krullurnar fá að njóta sín í sumar. „Við fagfólkið viljum leggja áherslu á að nota það sem hver og einn hefur, liðir og eðlileg hreyfing í hárinu fær að njóta sín.“ „Toppar, bæði stuttir og síðir, verða áfram vinsælir og einnig það sem við köllum langa bobba,“ upplýsir Tóta. Hún bætir við að hártískan í vor verði tímalausari en oft áður.Axlasítt hár verður áberandi á næstu mánuðum.Hún telur jafnframt að að framundan séu einnig breytingar í skeggtísku karlmanna. „Þetta mikla skegg sem hefur lengi verið vinsælt víkur fyrir styttra skeggi og þriggja daga skegg fer að sjást aftur.“ „Fagurfræðilega séð er þetta líka bara komið gott og það verður gaman að sjá í andlitið á strákunum aftur.“Eðlileg hreyfing í hárinu fær að njóta sín.Náttúrulegir, djúpir litir koma sterkir inn en Tóta minnir á að hafa verði í huga hvaða litir fari hverjum og einum best. „Hlýir litir klæða ekki alla og það sama gildir um kalda liti. Náttúrulegir, klassískir litir koma sterkir inn og skuggar í hárinu halda velli.“ „Hins vegar eru ljósir endar litaðir í pastellitum á undanhaldi.“ „Við munum líka sjá meira um klassískari klippingar en áður, bæði hjá konum og körlum,“ segir Tóta. Tíska og hönnun Mest lesið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fleiri fréttir Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira
„Með vorinu berast nýir straumar í hártískunni, enda vilja margir breyta til eftir veturinn. Þegar kemur að hártísku er mikilvægt að taka mið af því hvað fer hverjum og einum best og hvort klippingin falli vel að andlitsfalli viðkomandi,“ segir Tóta Jóhannesdóttir, hárgreiðslukona hjá Slippnum.Litirnir verða djúpir og náttúrulegir.„Sama klippingin klæðir alls ekki alla en almennt verður hárið klippt styttra en áður, liðir fá að njóta sín og mött áferð á hárinu verður áfram í tísku,“ segir Tóta. Hún fylgist vel með nýjum straumum og stefnum í hárgreiðsluheiminum. Hún mælir með nýju Aveda-þurrsjampói til að fá matta áferð á hárið og segir brilljantínið á undanhaldi. Axlasítt hár og mismunandi hársíddir verða einnig áberandi en mjög sítt hár hverfur úr tísku.Krullurnar fá að njóta sín í sumar. „Við fagfólkið viljum leggja áherslu á að nota það sem hver og einn hefur, liðir og eðlileg hreyfing í hárinu fær að njóta sín.“ „Toppar, bæði stuttir og síðir, verða áfram vinsælir og einnig það sem við köllum langa bobba,“ upplýsir Tóta. Hún bætir við að hártískan í vor verði tímalausari en oft áður.Axlasítt hár verður áberandi á næstu mánuðum.Hún telur jafnframt að að framundan séu einnig breytingar í skeggtísku karlmanna. „Þetta mikla skegg sem hefur lengi verið vinsælt víkur fyrir styttra skeggi og þriggja daga skegg fer að sjást aftur.“ „Fagurfræðilega séð er þetta líka bara komið gott og það verður gaman að sjá í andlitið á strákunum aftur.“Eðlileg hreyfing í hárinu fær að njóta sín.Náttúrulegir, djúpir litir koma sterkir inn en Tóta minnir á að hafa verði í huga hvaða litir fari hverjum og einum best. „Hlýir litir klæða ekki alla og það sama gildir um kalda liti. Náttúrulegir, klassískir litir koma sterkir inn og skuggar í hárinu halda velli.“ „Hins vegar eru ljósir endar litaðir í pastellitum á undanhaldi.“ „Við munum líka sjá meira um klassískari klippingar en áður, bæði hjá konum og körlum,“ segir Tóta.
Tíska og hönnun Mest lesið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fleiri fréttir Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið