Jón Arnór: Ég hef misst svefn síðan ég tapaði síðast í úrslitum Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. febrúar 2017 19:13 Jón Arnór Stefánsson skoraði 19 stig í dag. vísir/andri marino "Þetta skiptir mig rosalega miklu máli," sagði Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR, eftir að hann vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil á Íslandi í dag. KR vann Þór Þorlákshöfn í úrslitum í Laugardalshöll en Jón skoraði 19 stig í leiknum. Jón hefur tvisvar sinnum spilað til úrslita. Hann tapaði með KR fyrir Njarðvík árið 2002 og svo fyrir Stjörnunni árið 2009 sem eru ein óvæntustu úrslit í sögu bikarkeppninnar enda KR með svakalegt lið það tímabilið. "Ég er búinn að missa mikinn svefn síðustu ár út af bikarúrslitaleiknum 2009 sem við töpuðum á móti Stjörnunni. Án gríns! Mig langaði rosalega mikið að vinna þetta. Mig vantaði eitthvað í safnið og nú er þetta komið. Það hefði verið gaman að spila á móti Stjörnunni en Þór er líka með frábært lið," sagði Jón Arnór en mikil stemning var í KR-liðinu í seinni hálfleik í dag. "Það var svo góður andi í liðinu fyrir leikinn. Við erum allir að reyna að læra inn á hvern annan. Leikurinn okkar hefur oft riðlast í vetur og sjálfur er ég ekkert í einhverju geggjuðu standi. Það var frábært að vinna þetta og við ætlum að njóta þess að fagna þessum titli." Jón var ekki bara að skora og gefa stoðsendingar heldur sýndi hann mikla leiðtogahæfileika og var að fá menn með sér. Hann kveikti nokkrum sinnum í stúkunni og samherjum sínum með látum og köllum. "Það hefur vantað hjá okkur að vera upp í stúku og fá áhorfendur með okkur. Það var ekkert planið í dag en innan liðsins eigum við að gleðajst og sýna það út á við. Við fundum frábæra orku frá stúkunni og það var bara gaman að sjá strákana spila svona vel í dag og hvað þeir voru vel einbeittir," sagði Jón Arnór. "Ég naut þess rosalega mikið að spila í dag, miklu meira en í öllum leikjunum hingað til." KR-liðið hefur ekki verið að spila neitt rosalega vel í vetur en er samt á toppnum í deildinni og orðið bikarmeistari. Nú er stefnan sett á að gjörsigra alla þá sem verða á vegi KR-inga. "Þetta er ákveðinn léttir. Bikarinn er kominn í hús. Sálfræðilega er þetta gott. Þetta er góður titill til að byggja ofan á. Við vitum að við eigum rosalega mikið inni og ég er að komast í betra stand," segir Jón Arnór. "Ég kvíði engu. Við ætlum að valta yfir alla andstæðinga sem við spilum við í framhaldinu. Það er enginn að fara að stöðva okkur. Við ætlum á fulla ferð áfram og við kíkjum ekki einu sinni í baksýnisspegilinn. Það er enginn efi hjá okkur. Við skildum það allt eftir í klefanum eftir leikinn á móti Val," sagði Jón Arnór Stefánsson. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Í beinni: Fram - Stjarnan | Ná gestirnir að tryggja sér Evrópusæti? Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Hörkuleikur í bikarnum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Sjá meira
"Þetta skiptir mig rosalega miklu máli," sagði Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR, eftir að hann vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil á Íslandi í dag. KR vann Þór Þorlákshöfn í úrslitum í Laugardalshöll en Jón skoraði 19 stig í leiknum. Jón hefur tvisvar sinnum spilað til úrslita. Hann tapaði með KR fyrir Njarðvík árið 2002 og svo fyrir Stjörnunni árið 2009 sem eru ein óvæntustu úrslit í sögu bikarkeppninnar enda KR með svakalegt lið það tímabilið. "Ég er búinn að missa mikinn svefn síðustu ár út af bikarúrslitaleiknum 2009 sem við töpuðum á móti Stjörnunni. Án gríns! Mig langaði rosalega mikið að vinna þetta. Mig vantaði eitthvað í safnið og nú er þetta komið. Það hefði verið gaman að spila á móti Stjörnunni en Þór er líka með frábært lið," sagði Jón Arnór en mikil stemning var í KR-liðinu í seinni hálfleik í dag. "Það var svo góður andi í liðinu fyrir leikinn. Við erum allir að reyna að læra inn á hvern annan. Leikurinn okkar hefur oft riðlast í vetur og sjálfur er ég ekkert í einhverju geggjuðu standi. Það var frábært að vinna þetta og við ætlum að njóta þess að fagna þessum titli." Jón var ekki bara að skora og gefa stoðsendingar heldur sýndi hann mikla leiðtogahæfileika og var að fá menn með sér. Hann kveikti nokkrum sinnum í stúkunni og samherjum sínum með látum og köllum. "Það hefur vantað hjá okkur að vera upp í stúku og fá áhorfendur með okkur. Það var ekkert planið í dag en innan liðsins eigum við að gleðajst og sýna það út á við. Við fundum frábæra orku frá stúkunni og það var bara gaman að sjá strákana spila svona vel í dag og hvað þeir voru vel einbeittir," sagði Jón Arnór. "Ég naut þess rosalega mikið að spila í dag, miklu meira en í öllum leikjunum hingað til." KR-liðið hefur ekki verið að spila neitt rosalega vel í vetur en er samt á toppnum í deildinni og orðið bikarmeistari. Nú er stefnan sett á að gjörsigra alla þá sem verða á vegi KR-inga. "Þetta er ákveðinn léttir. Bikarinn er kominn í hús. Sálfræðilega er þetta gott. Þetta er góður titill til að byggja ofan á. Við vitum að við eigum rosalega mikið inni og ég er að komast í betra stand," segir Jón Arnór. "Ég kvíði engu. Við ætlum að valta yfir alla andstæðinga sem við spilum við í framhaldinu. Það er enginn að fara að stöðva okkur. Við ætlum á fulla ferð áfram og við kíkjum ekki einu sinni í baksýnisspegilinn. Það er enginn efi hjá okkur. Við skildum það allt eftir í klefanum eftir leikinn á móti Val," sagði Jón Arnór Stefánsson.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Í beinni: Fram - Stjarnan | Ná gestirnir að tryggja sér Evrópusæti? Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Hörkuleikur í bikarnum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Sjá meira