Vill fjármagna endurbætur á vegakerfinu með gjaldtöku á vegum Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. febrúar 2017 21:18 Í samgönguráðuneytinu er unnið að tillögum um stórtækar endurbætur á vegakerfinu sem fjármagnaðar yrðu með gjaldtöku á vegum frá höfuðborgarsvæðinu. Fjárfesting ríkisins í vegakerfinu sem hlutfall af vergri landsframleiðslu er langt undir sögulegu meðaltali. Fjárfesting hefur verið á bilinu 0,8 til 1,2 prósent frá hruni en sögulegt meðaltal er nálægt 2 prósentum. Áætlað er að verja þurfi um 100 milljörðum króna nú þegar, til að koma vegakerfi landsins í viðunandi ástand. „Það er best að vera á jörðinni og átta sig á því að það verður slagur um fjármagnið og þess vegna höfum við verið að setja í gang vinnu núna í ráðuneytinu, að skoða það með hvaða hætti við getum stigið alvöru skref inn í framtíðina á eflingu samgöngukerfisins, hvernig við getum þá tekið ákveðin verkefni út fyrir sviga og farið í samfjármögnun, en hluti af því gæti þá verið að það verði sérstök gjaldtaka á ákveðnum leiðum,“ sagði Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Verkefnin sem ég er að láta skilgreina núna er leiðin frá höfuðborginni upp í Borgarnes, með Sundabraut og þá tvöföldun eftir því sem við á, alla leið frá Keflavíkurflugstöðinni og inn og í gegnum Hafnarfjörð og síðan á suðurlandi, austur fyrir Selfoss með nýrri brú á Ölfusá, fyrir ofan Selfoss.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði að sér litist illa á þessar hugmyndir. „Mér finnst dálítið áhugavert að okkur tókst að byggja þessa vegi áður án þess að fara út í gjaldtöku, ég skil ekki af hverju það er flókið að bæta við öðrum vegi án þess að fara út í gjaldtöku.“ Þá sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, að mikilvægt sé að kalla til þverpólítísks samráðs um það hvernig fjármögnun vegakerfisins verður í framtíðinni. „Erum við að fara að borga fyrir þessa grunnþjónustu, með því sem við leggjum til samfélagsins í formi skatta, eða ætlum við að taka upp aukna gjaldtöku þarna eins og víða annarsstaðar? Það er náttúrulega grundvallar stefnubreyting.“ Víglínan Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Í samgönguráðuneytinu er unnið að tillögum um stórtækar endurbætur á vegakerfinu sem fjármagnaðar yrðu með gjaldtöku á vegum frá höfuðborgarsvæðinu. Fjárfesting ríkisins í vegakerfinu sem hlutfall af vergri landsframleiðslu er langt undir sögulegu meðaltali. Fjárfesting hefur verið á bilinu 0,8 til 1,2 prósent frá hruni en sögulegt meðaltal er nálægt 2 prósentum. Áætlað er að verja þurfi um 100 milljörðum króna nú þegar, til að koma vegakerfi landsins í viðunandi ástand. „Það er best að vera á jörðinni og átta sig á því að það verður slagur um fjármagnið og þess vegna höfum við verið að setja í gang vinnu núna í ráðuneytinu, að skoða það með hvaða hætti við getum stigið alvöru skref inn í framtíðina á eflingu samgöngukerfisins, hvernig við getum þá tekið ákveðin verkefni út fyrir sviga og farið í samfjármögnun, en hluti af því gæti þá verið að það verði sérstök gjaldtaka á ákveðnum leiðum,“ sagði Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Verkefnin sem ég er að láta skilgreina núna er leiðin frá höfuðborginni upp í Borgarnes, með Sundabraut og þá tvöföldun eftir því sem við á, alla leið frá Keflavíkurflugstöðinni og inn og í gegnum Hafnarfjörð og síðan á suðurlandi, austur fyrir Selfoss með nýrri brú á Ölfusá, fyrir ofan Selfoss.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði að sér litist illa á þessar hugmyndir. „Mér finnst dálítið áhugavert að okkur tókst að byggja þessa vegi áður án þess að fara út í gjaldtöku, ég skil ekki af hverju það er flókið að bæta við öðrum vegi án þess að fara út í gjaldtöku.“ Þá sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, að mikilvægt sé að kalla til þverpólítísks samráðs um það hvernig fjármögnun vegakerfisins verður í framtíðinni. „Erum við að fara að borga fyrir þessa grunnþjónustu, með því sem við leggjum til samfélagsins í formi skatta, eða ætlum við að taka upp aukna gjaldtöku þarna eins og víða annarsstaðar? Það er náttúrulega grundvallar stefnubreyting.“
Víglínan Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira