Germaine de Randamie fyrsti fjaðurvigtarmeistari kvenna í UFC Pétur Marinó Jónsson skrifar 12. febrúar 2017 07:11 Germaine de Randamie fagnar sigri. Vísir/Getty Hin hollenska Germaine de Randamie varð í nótt sú fyrsta til að vinna fjaðurvigtartitil kvenna í UFC. De Randamie vann Holly Holm eftir dómaraákvörðun. Þetta var fyrsti bardaginn í fjaðurvigt kvenna í sögu UFC og hefur þyngdarflokkurinn nú verið formlega settur á laggirnar. Bardaginn var jafn en tilþrifalítill og er ekki mikil eftirspurn eftir endurati. Bardaginn fór allar fimm loturnar og að mati allra þriggja dómaranna vann de Randamie þrjár lotur á meðan Holm vann tvær. De Randamie fór því með sigur af hólmi, 48-47, og er nýjasti meistarinn í UFC. Dómari bardagans fær ekki mikið lof fyrir frammistöðu sína í bardaganum. Tvisvar veitti de Randamie högg í Holm eftir að lotan kláraðist. Dómarinn var of seinn til að stíga á milli og de Randamie var of áköf og hélt áfram að kýla þrátt fyrir að lotan væri búin. Í seinna skiptið hefði dómarinn átt að taka eitt stig af henni en de Randamie slapp með viðvörun. Ef de Randamie hefði fengið mínusstig hefði bardaginn endað með jafntefli (47-47). Þetta var ekki eina umdeilda atvik kvöldsins því gamla brýnið Anderson Silva nældi sér í sinn fyrsta sigur síðan 2012 með sigri á Derek Brunson eftir dómaraákvörðun. Ekki eru allir sammála niðurstöðu dómaranna en Anderson Silva var hæst ánægður með sigurinn.Ronaldo ‘Jacare’ Souza var sá eini sem kláraði bardaga sinn í kvöld en níu af tíu bardögum kvöldsins enduðu í dómaraákvörðun. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Verður Holly Holm fyrsti fjaðurvigtarmeistari kvenna í UFC? UFC 208 fer fram í kvöld þar sem þær Holly Holm og Germaine de Randamie mætast í fyrsta fjaðurvigtarbardaga kvenna í UFC. Lítið hefur gengið hjá Holm eftir að hún vann Rondu Rousey en hún ætlar ekki að láta þetta tækifæri renna sér úr greipum. 11. febrúar 2017 22:30 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Fleiri fréttir Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sjá meira
Hin hollenska Germaine de Randamie varð í nótt sú fyrsta til að vinna fjaðurvigtartitil kvenna í UFC. De Randamie vann Holly Holm eftir dómaraákvörðun. Þetta var fyrsti bardaginn í fjaðurvigt kvenna í sögu UFC og hefur þyngdarflokkurinn nú verið formlega settur á laggirnar. Bardaginn var jafn en tilþrifalítill og er ekki mikil eftirspurn eftir endurati. Bardaginn fór allar fimm loturnar og að mati allra þriggja dómaranna vann de Randamie þrjár lotur á meðan Holm vann tvær. De Randamie fór því með sigur af hólmi, 48-47, og er nýjasti meistarinn í UFC. Dómari bardagans fær ekki mikið lof fyrir frammistöðu sína í bardaganum. Tvisvar veitti de Randamie högg í Holm eftir að lotan kláraðist. Dómarinn var of seinn til að stíga á milli og de Randamie var of áköf og hélt áfram að kýla þrátt fyrir að lotan væri búin. Í seinna skiptið hefði dómarinn átt að taka eitt stig af henni en de Randamie slapp með viðvörun. Ef de Randamie hefði fengið mínusstig hefði bardaginn endað með jafntefli (47-47). Þetta var ekki eina umdeilda atvik kvöldsins því gamla brýnið Anderson Silva nældi sér í sinn fyrsta sigur síðan 2012 með sigri á Derek Brunson eftir dómaraákvörðun. Ekki eru allir sammála niðurstöðu dómaranna en Anderson Silva var hæst ánægður með sigurinn.Ronaldo ‘Jacare’ Souza var sá eini sem kláraði bardaga sinn í kvöld en níu af tíu bardögum kvöldsins enduðu í dómaraákvörðun. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Verður Holly Holm fyrsti fjaðurvigtarmeistari kvenna í UFC? UFC 208 fer fram í kvöld þar sem þær Holly Holm og Germaine de Randamie mætast í fyrsta fjaðurvigtarbardaga kvenna í UFC. Lítið hefur gengið hjá Holm eftir að hún vann Rondu Rousey en hún ætlar ekki að láta þetta tækifæri renna sér úr greipum. 11. febrúar 2017 22:30 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Fleiri fréttir Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sjá meira
Verður Holly Holm fyrsti fjaðurvigtarmeistari kvenna í UFC? UFC 208 fer fram í kvöld þar sem þær Holly Holm og Germaine de Randamie mætast í fyrsta fjaðurvigtarbardaga kvenna í UFC. Lítið hefur gengið hjá Holm eftir að hún vann Rondu Rousey en hún ætlar ekki að láta þetta tækifæri renna sér úr greipum. 11. febrúar 2017 22:30