Germaine de Randamie fyrsti fjaðurvigtarmeistari kvenna í UFC Pétur Marinó Jónsson skrifar 12. febrúar 2017 07:11 Germaine de Randamie fagnar sigri. Vísir/Getty Hin hollenska Germaine de Randamie varð í nótt sú fyrsta til að vinna fjaðurvigtartitil kvenna í UFC. De Randamie vann Holly Holm eftir dómaraákvörðun. Þetta var fyrsti bardaginn í fjaðurvigt kvenna í sögu UFC og hefur þyngdarflokkurinn nú verið formlega settur á laggirnar. Bardaginn var jafn en tilþrifalítill og er ekki mikil eftirspurn eftir endurati. Bardaginn fór allar fimm loturnar og að mati allra þriggja dómaranna vann de Randamie þrjár lotur á meðan Holm vann tvær. De Randamie fór því með sigur af hólmi, 48-47, og er nýjasti meistarinn í UFC. Dómari bardagans fær ekki mikið lof fyrir frammistöðu sína í bardaganum. Tvisvar veitti de Randamie högg í Holm eftir að lotan kláraðist. Dómarinn var of seinn til að stíga á milli og de Randamie var of áköf og hélt áfram að kýla þrátt fyrir að lotan væri búin. Í seinna skiptið hefði dómarinn átt að taka eitt stig af henni en de Randamie slapp með viðvörun. Ef de Randamie hefði fengið mínusstig hefði bardaginn endað með jafntefli (47-47). Þetta var ekki eina umdeilda atvik kvöldsins því gamla brýnið Anderson Silva nældi sér í sinn fyrsta sigur síðan 2012 með sigri á Derek Brunson eftir dómaraákvörðun. Ekki eru allir sammála niðurstöðu dómaranna en Anderson Silva var hæst ánægður með sigurinn.Ronaldo ‘Jacare’ Souza var sá eini sem kláraði bardaga sinn í kvöld en níu af tíu bardögum kvöldsins enduðu í dómaraákvörðun. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Verður Holly Holm fyrsti fjaðurvigtarmeistari kvenna í UFC? UFC 208 fer fram í kvöld þar sem þær Holly Holm og Germaine de Randamie mætast í fyrsta fjaðurvigtarbardaga kvenna í UFC. Lítið hefur gengið hjá Holm eftir að hún vann Rondu Rousey en hún ætlar ekki að láta þetta tækifæri renna sér úr greipum. 11. febrúar 2017 22:30 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira
Hin hollenska Germaine de Randamie varð í nótt sú fyrsta til að vinna fjaðurvigtartitil kvenna í UFC. De Randamie vann Holly Holm eftir dómaraákvörðun. Þetta var fyrsti bardaginn í fjaðurvigt kvenna í sögu UFC og hefur þyngdarflokkurinn nú verið formlega settur á laggirnar. Bardaginn var jafn en tilþrifalítill og er ekki mikil eftirspurn eftir endurati. Bardaginn fór allar fimm loturnar og að mati allra þriggja dómaranna vann de Randamie þrjár lotur á meðan Holm vann tvær. De Randamie fór því með sigur af hólmi, 48-47, og er nýjasti meistarinn í UFC. Dómari bardagans fær ekki mikið lof fyrir frammistöðu sína í bardaganum. Tvisvar veitti de Randamie högg í Holm eftir að lotan kláraðist. Dómarinn var of seinn til að stíga á milli og de Randamie var of áköf og hélt áfram að kýla þrátt fyrir að lotan væri búin. Í seinna skiptið hefði dómarinn átt að taka eitt stig af henni en de Randamie slapp með viðvörun. Ef de Randamie hefði fengið mínusstig hefði bardaginn endað með jafntefli (47-47). Þetta var ekki eina umdeilda atvik kvöldsins því gamla brýnið Anderson Silva nældi sér í sinn fyrsta sigur síðan 2012 með sigri á Derek Brunson eftir dómaraákvörðun. Ekki eru allir sammála niðurstöðu dómaranna en Anderson Silva var hæst ánægður með sigurinn.Ronaldo ‘Jacare’ Souza var sá eini sem kláraði bardaga sinn í kvöld en níu af tíu bardögum kvöldsins enduðu í dómaraákvörðun. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Verður Holly Holm fyrsti fjaðurvigtarmeistari kvenna í UFC? UFC 208 fer fram í kvöld þar sem þær Holly Holm og Germaine de Randamie mætast í fyrsta fjaðurvigtarbardaga kvenna í UFC. Lítið hefur gengið hjá Holm eftir að hún vann Rondu Rousey en hún ætlar ekki að láta þetta tækifæri renna sér úr greipum. 11. febrúar 2017 22:30 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira
Verður Holly Holm fyrsti fjaðurvigtarmeistari kvenna í UFC? UFC 208 fer fram í kvöld þar sem þær Holly Holm og Germaine de Randamie mætast í fyrsta fjaðurvigtarbardaga kvenna í UFC. Lítið hefur gengið hjá Holm eftir að hún vann Rondu Rousey en hún ætlar ekki að láta þetta tækifæri renna sér úr greipum. 11. febrúar 2017 22:30