Germaine de Randamie fyrsti fjaðurvigtarmeistari kvenna í UFC Pétur Marinó Jónsson skrifar 12. febrúar 2017 07:11 Germaine de Randamie fagnar sigri. Vísir/Getty Hin hollenska Germaine de Randamie varð í nótt sú fyrsta til að vinna fjaðurvigtartitil kvenna í UFC. De Randamie vann Holly Holm eftir dómaraákvörðun. Þetta var fyrsti bardaginn í fjaðurvigt kvenna í sögu UFC og hefur þyngdarflokkurinn nú verið formlega settur á laggirnar. Bardaginn var jafn en tilþrifalítill og er ekki mikil eftirspurn eftir endurati. Bardaginn fór allar fimm loturnar og að mati allra þriggja dómaranna vann de Randamie þrjár lotur á meðan Holm vann tvær. De Randamie fór því með sigur af hólmi, 48-47, og er nýjasti meistarinn í UFC. Dómari bardagans fær ekki mikið lof fyrir frammistöðu sína í bardaganum. Tvisvar veitti de Randamie högg í Holm eftir að lotan kláraðist. Dómarinn var of seinn til að stíga á milli og de Randamie var of áköf og hélt áfram að kýla þrátt fyrir að lotan væri búin. Í seinna skiptið hefði dómarinn átt að taka eitt stig af henni en de Randamie slapp með viðvörun. Ef de Randamie hefði fengið mínusstig hefði bardaginn endað með jafntefli (47-47). Þetta var ekki eina umdeilda atvik kvöldsins því gamla brýnið Anderson Silva nældi sér í sinn fyrsta sigur síðan 2012 með sigri á Derek Brunson eftir dómaraákvörðun. Ekki eru allir sammála niðurstöðu dómaranna en Anderson Silva var hæst ánægður með sigurinn.Ronaldo ‘Jacare’ Souza var sá eini sem kláraði bardaga sinn í kvöld en níu af tíu bardögum kvöldsins enduðu í dómaraákvörðun. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Verður Holly Holm fyrsti fjaðurvigtarmeistari kvenna í UFC? UFC 208 fer fram í kvöld þar sem þær Holly Holm og Germaine de Randamie mætast í fyrsta fjaðurvigtarbardaga kvenna í UFC. Lítið hefur gengið hjá Holm eftir að hún vann Rondu Rousey en hún ætlar ekki að láta þetta tækifæri renna sér úr greipum. 11. febrúar 2017 22:30 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Sjá meira
Hin hollenska Germaine de Randamie varð í nótt sú fyrsta til að vinna fjaðurvigtartitil kvenna í UFC. De Randamie vann Holly Holm eftir dómaraákvörðun. Þetta var fyrsti bardaginn í fjaðurvigt kvenna í sögu UFC og hefur þyngdarflokkurinn nú verið formlega settur á laggirnar. Bardaginn var jafn en tilþrifalítill og er ekki mikil eftirspurn eftir endurati. Bardaginn fór allar fimm loturnar og að mati allra þriggja dómaranna vann de Randamie þrjár lotur á meðan Holm vann tvær. De Randamie fór því með sigur af hólmi, 48-47, og er nýjasti meistarinn í UFC. Dómari bardagans fær ekki mikið lof fyrir frammistöðu sína í bardaganum. Tvisvar veitti de Randamie högg í Holm eftir að lotan kláraðist. Dómarinn var of seinn til að stíga á milli og de Randamie var of áköf og hélt áfram að kýla þrátt fyrir að lotan væri búin. Í seinna skiptið hefði dómarinn átt að taka eitt stig af henni en de Randamie slapp með viðvörun. Ef de Randamie hefði fengið mínusstig hefði bardaginn endað með jafntefli (47-47). Þetta var ekki eina umdeilda atvik kvöldsins því gamla brýnið Anderson Silva nældi sér í sinn fyrsta sigur síðan 2012 með sigri á Derek Brunson eftir dómaraákvörðun. Ekki eru allir sammála niðurstöðu dómaranna en Anderson Silva var hæst ánægður með sigurinn.Ronaldo ‘Jacare’ Souza var sá eini sem kláraði bardaga sinn í kvöld en níu af tíu bardögum kvöldsins enduðu í dómaraákvörðun. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Verður Holly Holm fyrsti fjaðurvigtarmeistari kvenna í UFC? UFC 208 fer fram í kvöld þar sem þær Holly Holm og Germaine de Randamie mætast í fyrsta fjaðurvigtarbardaga kvenna í UFC. Lítið hefur gengið hjá Holm eftir að hún vann Rondu Rousey en hún ætlar ekki að láta þetta tækifæri renna sér úr greipum. 11. febrúar 2017 22:30 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Sjá meira
Verður Holly Holm fyrsti fjaðurvigtarmeistari kvenna í UFC? UFC 208 fer fram í kvöld þar sem þær Holly Holm og Germaine de Randamie mætast í fyrsta fjaðurvigtarbardaga kvenna í UFC. Lítið hefur gengið hjá Holm eftir að hún vann Rondu Rousey en hún ætlar ekki að láta þetta tækifæri renna sér úr greipum. 11. febrúar 2017 22:30