Verða stærri og sterkari í Mjölni Ólöf Skaftadóttir skrifar 18. febrúar 2017 07:00 Sunna Tsunami Davíðsdóttir og Áslaug takast á í hringnum, en þær eru báðar grjótharðir bardagakappar. Fréttablaðið/Vilhelm Maður er alveg í skýjunum yfir þessu öllu saman. Við erum svolítið að kveðja það gamla, sem var líka gott, en nú erum við að fagna því nýja. Nýrri og bjartri framtíð. Það er svo gott lið í Mjölni og svo góður andi – og það hefur bara að gera með fólkið. Ég held að andinn í nýja húsinu verði bara enn þá betri en á gamla staðnum,“ segir Sunna Tsunami Davíðsdóttir, bardagakappi í Mjölni, sem er full tilhlökkunar fyrir opnun nýs, stærra og betra íþróttahúss til að iðka blandaðar bardagalistir. Æfingar hefjast eftir dagskrá á mánudaginn næsta.Aðstaða í heimsklassa „Þetta breytir öllu fyrir okkur. Mjölnir er að verða stærri og sterkari,” segir Sunna og hlær og bætir við að það sé nú einmitt takmarkið með því að æfa í Mjölni, að verða stærri og sterkari. „Ég hugsa að það verði líka meira af því núna að við getum tekið á móti atvinnumönnum, sem vilja æfa hjá okkur. Það mun klárlega breyta mjög miklu fyrir sportið hér á landi. Þar munar mestu um fjölbreytni á æfingum, meiri og betri þekkingu og nýja æfingafélaga til að glíma við,” útskýrir Sunna. Hún segir nýju aðstöðuna frábæra. „Þetta verður í algjörum heimsklassa hérna í Öskjuhlíðinni og ég held að þegar við höfum þessa aðstöðu til að taka vel á móti atvinnufólki í sportinu þá mun því virkilega langa að koma og heimsækja okkur og staldra aðeins við. Íþróttamenn eiga eftir að verða sjúkir í að koma til okkar og við erum sjúk í að fá þau! Það er ekki ósvipað því þegar ég fór til Tælands og dvaldi þar, keppti og æfði og lærði heilmargt!”Fá smjörþefinn af MMA Í dag verður vegleg opnunarhátíð í Mjölnishöllinni nýju, í Öskjuhlíð, í húsnæðinu sem áður hýsti Keiluhöllina, á milli tvö og fjögur. Og partí um kvöldið, fyrir þá sem náð hafa aldri. „Ég ætla allavega klárlega ekki að láta mig vanta og vonandi koma sem flestir og kíkja á okkur,” segir Sunna. „Það verður góð kynning á sportinu, í öllum sölum húsnæðisins, þannig að það verður gaman fyrir fólk sem er forvitið um þetta allt saman að koma og fá smjörþefinn af því sem er að gerast hjá okkur.” Mikið verður um viðburði og nokkuð þétt dagskrá, meðal annars upphífingakeppni sem hefst klukkan þrjú. „Þetta verður mjög skemmtilegur dagur. Og partýið verður áreiðanlega ekki síðra!” MMA Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fleiri fréttir Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Sjá meira
Maður er alveg í skýjunum yfir þessu öllu saman. Við erum svolítið að kveðja það gamla, sem var líka gott, en nú erum við að fagna því nýja. Nýrri og bjartri framtíð. Það er svo gott lið í Mjölni og svo góður andi – og það hefur bara að gera með fólkið. Ég held að andinn í nýja húsinu verði bara enn þá betri en á gamla staðnum,“ segir Sunna Tsunami Davíðsdóttir, bardagakappi í Mjölni, sem er full tilhlökkunar fyrir opnun nýs, stærra og betra íþróttahúss til að iðka blandaðar bardagalistir. Æfingar hefjast eftir dagskrá á mánudaginn næsta.Aðstaða í heimsklassa „Þetta breytir öllu fyrir okkur. Mjölnir er að verða stærri og sterkari,” segir Sunna og hlær og bætir við að það sé nú einmitt takmarkið með því að æfa í Mjölni, að verða stærri og sterkari. „Ég hugsa að það verði líka meira af því núna að við getum tekið á móti atvinnumönnum, sem vilja æfa hjá okkur. Það mun klárlega breyta mjög miklu fyrir sportið hér á landi. Þar munar mestu um fjölbreytni á æfingum, meiri og betri þekkingu og nýja æfingafélaga til að glíma við,” útskýrir Sunna. Hún segir nýju aðstöðuna frábæra. „Þetta verður í algjörum heimsklassa hérna í Öskjuhlíðinni og ég held að þegar við höfum þessa aðstöðu til að taka vel á móti atvinnufólki í sportinu þá mun því virkilega langa að koma og heimsækja okkur og staldra aðeins við. Íþróttamenn eiga eftir að verða sjúkir í að koma til okkar og við erum sjúk í að fá þau! Það er ekki ósvipað því þegar ég fór til Tælands og dvaldi þar, keppti og æfði og lærði heilmargt!”Fá smjörþefinn af MMA Í dag verður vegleg opnunarhátíð í Mjölnishöllinni nýju, í Öskjuhlíð, í húsnæðinu sem áður hýsti Keiluhöllina, á milli tvö og fjögur. Og partí um kvöldið, fyrir þá sem náð hafa aldri. „Ég ætla allavega klárlega ekki að láta mig vanta og vonandi koma sem flestir og kíkja á okkur,” segir Sunna. „Það verður góð kynning á sportinu, í öllum sölum húsnæðisins, þannig að það verður gaman fyrir fólk sem er forvitið um þetta allt saman að koma og fá smjörþefinn af því sem er að gerast hjá okkur.” Mikið verður um viðburði og nokkuð þétt dagskrá, meðal annars upphífingakeppni sem hefst klukkan þrjú. „Þetta verður mjög skemmtilegur dagur. Og partýið verður áreiðanlega ekki síðra!”
MMA Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fleiri fréttir Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Sjá meira