Hjartasteinn með sextán tilnefningar Birgir Olgeirsson skrifar 1. febrúar 2017 12:45 Nýr verðlaunagripur var kynntur til leiks Vísir/Stefán Tilkynnt verður um tilnefningar til Eddunnar 2017, uppskeruhátíðar Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, á blaðamannafundi í Bíó Paradís klukkan 13 í dag. Þá verður einnig frumsýnd nýja Eddu verðlaunastyttan ásamt því að nýr flokkur, Sjónvarpsefni ársins, verður kynntur en í þeim flokki verður kosið meðal almennings.Blaðamaður Vísis er í Bíó Paradís og mun hann greina frá öllu því markverðasta, um leið og það gerist, hér að neðan.Á vef Eddunnar segir að frestur til að skila inn verkum í Edduna hafi runnið út í byrjun janúar og að þegar upp var staðið höfðu framleiðendur sent alls 92 verk inn í keppnina. Að auki voru nöfn 178 einstaklinga, sem unnu við öll þessi kvikmynda- og sjónvarpsverk, send inn í fagverðlaun Eddunnar. Gjaldgeng voru verk sem voru frumsýnd opinberlega á tímabilinu 1. janúar 2016 til 31. desember 2016. „Af innsendum verkum eru sjónvarpsverk alls 57 talsins sem er aðeins minna en síðustu ár. Innsendar kvikmyndir eru sjö og sjö stuttmyndir eru sendar inn. Innsendum verkum í flokkinn Heimildamyndir voru 19. Fjórar forvalsnefndir hafa verið að störfum við að horfa á öll innsend verk og velja þau sem tilnefnd verða í öllum 25 verðlaunaflokkum Eddunnar. Kosning Akademíumeðlima á milli tilnefndra verka hefst 3. febrúar og stendur í rúmar tvær vikur,“ segir á vef Eddunnar. Úrslit kosningarinnar verða svo tilkynnt á Edduhátíðinni 2017 sem að þessu sinni verður haldin sunnudaginn 26. febrúar á hótel Hilton Reykjavík Nordica.Uppfært klukkan 13:50Hjartasteinn fékk sextán tilnefningar til Eddunnar en útlistun tilnefninga í öllum flokkum má sjá hér. Bíó og sjónvarp Eddan Tengdar fréttir Tilnefningar til Eddunnar: Hjartasteinn og Eiðurinn sópuðu að sér tilnefningum Tilnefningar til Eddunnar fyrir árið 2017 voru kynntar í Bíó Paradís í hádeginu við hátíðlega athöfn. 1. febrúar 2017 13:24 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Tilkynnt verður um tilnefningar til Eddunnar 2017, uppskeruhátíðar Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, á blaðamannafundi í Bíó Paradís klukkan 13 í dag. Þá verður einnig frumsýnd nýja Eddu verðlaunastyttan ásamt því að nýr flokkur, Sjónvarpsefni ársins, verður kynntur en í þeim flokki verður kosið meðal almennings.Blaðamaður Vísis er í Bíó Paradís og mun hann greina frá öllu því markverðasta, um leið og það gerist, hér að neðan.Á vef Eddunnar segir að frestur til að skila inn verkum í Edduna hafi runnið út í byrjun janúar og að þegar upp var staðið höfðu framleiðendur sent alls 92 verk inn í keppnina. Að auki voru nöfn 178 einstaklinga, sem unnu við öll þessi kvikmynda- og sjónvarpsverk, send inn í fagverðlaun Eddunnar. Gjaldgeng voru verk sem voru frumsýnd opinberlega á tímabilinu 1. janúar 2016 til 31. desember 2016. „Af innsendum verkum eru sjónvarpsverk alls 57 talsins sem er aðeins minna en síðustu ár. Innsendar kvikmyndir eru sjö og sjö stuttmyndir eru sendar inn. Innsendum verkum í flokkinn Heimildamyndir voru 19. Fjórar forvalsnefndir hafa verið að störfum við að horfa á öll innsend verk og velja þau sem tilnefnd verða í öllum 25 verðlaunaflokkum Eddunnar. Kosning Akademíumeðlima á milli tilnefndra verka hefst 3. febrúar og stendur í rúmar tvær vikur,“ segir á vef Eddunnar. Úrslit kosningarinnar verða svo tilkynnt á Edduhátíðinni 2017 sem að þessu sinni verður haldin sunnudaginn 26. febrúar á hótel Hilton Reykjavík Nordica.Uppfært klukkan 13:50Hjartasteinn fékk sextán tilnefningar til Eddunnar en útlistun tilnefninga í öllum flokkum má sjá hér.
Bíó og sjónvarp Eddan Tengdar fréttir Tilnefningar til Eddunnar: Hjartasteinn og Eiðurinn sópuðu að sér tilnefningum Tilnefningar til Eddunnar fyrir árið 2017 voru kynntar í Bíó Paradís í hádeginu við hátíðlega athöfn. 1. febrúar 2017 13:24 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Tilnefningar til Eddunnar: Hjartasteinn og Eiðurinn sópuðu að sér tilnefningum Tilnefningar til Eddunnar fyrir árið 2017 voru kynntar í Bíó Paradís í hádeginu við hátíðlega athöfn. 1. febrúar 2017 13:24