Justin: Ég var með svima og hausverk Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. febrúar 2017 06:00 Justin Shouse. Vísir/Anton Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar í Domino’s-deild karla í körfubolta og einn besti leikmaður deildarinnar undanfarinn áratug, hefur ekki spilað með liði sínu síðustu tvo leiki og snýr ekki aftur fyrr en í fyrsta lagi um miðjan mánuðinn. Ástæðan er höfuðhögg sem hann fékk á æfingu fyrir leik Stjörnunnar gegn Njarðvík 19. janúar en hann hefur nokkrum sinnum áður fengið högg á höfuðið og heilahristing. Hann sneri aftur síðastliðinn föstudag á móti Keflavík en spilaði bara fyrri hálfleikinn. Endurkoman á þeim tíma var, eftir á að hyggja, mistök. „Ég vissi að ég var ekki alveg 100 prósent en mér leið nógu vel til að láta á þetta reyna á móti Keflavík. Í fyrri hálfleik var þetta bara of mikið fyrir mig. Við unnum samt leikinn sem var frábært að sjá og það varð til þess að mér leið betur. Allir skiluðu framlagi og ég sá liðsheild og góðan liðsmóral inni á vellinum,“ segir Justin í viðtali við Fréttablaðið.Of lítil hvíld „Ég spilaði ekki leikinn á móti Njarðvík vegna samstuðsins sem ég lenti á æfingu daginn áður. Ég fékk fimm daga hvíld eftir það og var að koma til baka hægt og rólega. Það var bara ekki nógu langur tími. Ég fór of snemma af stað. Það er aðalatriðið í þessu,“ segir Justin.Stefán Karel Torfason.Vísir/StefánBandaríkjamaðurinn með íslenska ríkisfangið er potturinn og pannan í sóknarleik Stjörnunnar. Hann stýrir leik liðsins auk þess sem hann er einn helsti stigaskorarinn. Það var því ekki að gera mikið fyrir Garðbæinga að hafa hann í því ástandi sem hann var í inni á vellinum. „Ég var með svima og hausverk. Í Bandaríkjunum köllum við þetta „þúsund jarda störu“. Fyrirgefðu að ég er ekki að nota metrakerfið,“ segir Justin léttur að vanda. „Mér leið bara eins og einhver hefði rotað mig. Ég sá í rauninni bara það sem var beint fyrir framan mig en allt til hliðanna var í móðu. Þetta var bara of mikið fyrir mig,“ segir Justin sem ætlar að hvílast betur núna. „Ég sá eina svolítið misvísandi fyrirsögn um að ég myndi ekki snúa aftur fyrr en 16. febrúar. Fyrir utan leikinn í kvöld [gærkvöldi] eru næstum allir í fríi út af bikarnum. Ég vil samt um fram allt snúa aftur einkennalaus og ætla því að hvílast betur núna.“Talaði við Stefán Karel Justin segir að sér líði vel andlega. Hann er ekki að gleyma hlutum og ástandið því að batna frekar en hitt. „Ef ég geri of mikið koma einkennin aftur en mér líður vel á meðan ég hvíli mig,“ segir hann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Justin fær höfuðhögg þannig að hann hefur varann á. Fyrr á þessari leiktíð hætti Hólmarinn Stefán Karel Torfason körfuboltaiðkun 23 ára gamall að læknisráði vegna höfuðáverka. „Ég talaði við Stefán Karel um þetta þar sem hann þurfti að hætta. Ég hef einnig verið að reyna að koma mér inn hjá hinum og þessum læknum til að fá sem mest af upplýsingum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég lendi í þessu þannig að ég vil bara vita sem mest áður en ég sný aftur. Ég vil halda mér góðum og mér er ansi annt um heilann. Ég nota hann frekar mikið,“ segir Justin.Vísir/AntonÆtlar að spila aftur Leikstjórnandinn hefur ekkert viljað ræða þessi meiðsli sín og sagði í gríni þegar blaðamaður kynnti sig: „Ansans. Ég vissi að ég hefði ekki átt að svara. Ég hélt að það væri læknir að hringja.“ Ástæðan fyrir því að hann vildi ekkert tjá sig um þetta til að byrja með er að honum leið bara alls ekki vel. „Ég lét mig eiginlega bara hverfa fyrstu dagana og svaraði ekki símanum né skilaboðum á Facebook. Ég vildi ekki þurfa að segja fólki að mér liði illa og ég væri að fá höfuðverki. En núna líður mér mun betur,“ segir Justin sem vildi ekki gera fólkið í kringum sig of hrætt. „Eðlilega eru fjölskyldan og vinir hrædd um mig en þetta allt saman er hluti ástæðunnar fyrir því að ég elska körfubolta. Það er alltaf eitthvað undir og áhætta fylgir leiknum. En þegar áhættan fer að snúast um eitthvað miklu meira en sigra og töp þarf maður samt að passa sig,“ segir Justin sem er fljótur til svars aðspurður hvort hann spili aftur á leiktíðinni: „Já, klárt mál. Ég læt allavega á það reyna.“ Dominos-deild karla Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar í Domino’s-deild karla í körfubolta og einn besti leikmaður deildarinnar undanfarinn áratug, hefur ekki spilað með liði sínu síðustu tvo leiki og snýr ekki aftur fyrr en í fyrsta lagi um miðjan mánuðinn. Ástæðan er höfuðhögg sem hann fékk á æfingu fyrir leik Stjörnunnar gegn Njarðvík 19. janúar en hann hefur nokkrum sinnum áður fengið högg á höfuðið og heilahristing. Hann sneri aftur síðastliðinn föstudag á móti Keflavík en spilaði bara fyrri hálfleikinn. Endurkoman á þeim tíma var, eftir á að hyggja, mistök. „Ég vissi að ég var ekki alveg 100 prósent en mér leið nógu vel til að láta á þetta reyna á móti Keflavík. Í fyrri hálfleik var þetta bara of mikið fyrir mig. Við unnum samt leikinn sem var frábært að sjá og það varð til þess að mér leið betur. Allir skiluðu framlagi og ég sá liðsheild og góðan liðsmóral inni á vellinum,“ segir Justin í viðtali við Fréttablaðið.Of lítil hvíld „Ég spilaði ekki leikinn á móti Njarðvík vegna samstuðsins sem ég lenti á æfingu daginn áður. Ég fékk fimm daga hvíld eftir það og var að koma til baka hægt og rólega. Það var bara ekki nógu langur tími. Ég fór of snemma af stað. Það er aðalatriðið í þessu,“ segir Justin.Stefán Karel Torfason.Vísir/StefánBandaríkjamaðurinn með íslenska ríkisfangið er potturinn og pannan í sóknarleik Stjörnunnar. Hann stýrir leik liðsins auk þess sem hann er einn helsti stigaskorarinn. Það var því ekki að gera mikið fyrir Garðbæinga að hafa hann í því ástandi sem hann var í inni á vellinum. „Ég var með svima og hausverk. Í Bandaríkjunum köllum við þetta „þúsund jarda störu“. Fyrirgefðu að ég er ekki að nota metrakerfið,“ segir Justin léttur að vanda. „Mér leið bara eins og einhver hefði rotað mig. Ég sá í rauninni bara það sem var beint fyrir framan mig en allt til hliðanna var í móðu. Þetta var bara of mikið fyrir mig,“ segir Justin sem ætlar að hvílast betur núna. „Ég sá eina svolítið misvísandi fyrirsögn um að ég myndi ekki snúa aftur fyrr en 16. febrúar. Fyrir utan leikinn í kvöld [gærkvöldi] eru næstum allir í fríi út af bikarnum. Ég vil samt um fram allt snúa aftur einkennalaus og ætla því að hvílast betur núna.“Talaði við Stefán Karel Justin segir að sér líði vel andlega. Hann er ekki að gleyma hlutum og ástandið því að batna frekar en hitt. „Ef ég geri of mikið koma einkennin aftur en mér líður vel á meðan ég hvíli mig,“ segir hann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Justin fær höfuðhögg þannig að hann hefur varann á. Fyrr á þessari leiktíð hætti Hólmarinn Stefán Karel Torfason körfuboltaiðkun 23 ára gamall að læknisráði vegna höfuðáverka. „Ég talaði við Stefán Karel um þetta þar sem hann þurfti að hætta. Ég hef einnig verið að reyna að koma mér inn hjá hinum og þessum læknum til að fá sem mest af upplýsingum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég lendi í þessu þannig að ég vil bara vita sem mest áður en ég sný aftur. Ég vil halda mér góðum og mér er ansi annt um heilann. Ég nota hann frekar mikið,“ segir Justin.Vísir/AntonÆtlar að spila aftur Leikstjórnandinn hefur ekkert viljað ræða þessi meiðsli sín og sagði í gríni þegar blaðamaður kynnti sig: „Ansans. Ég vissi að ég hefði ekki átt að svara. Ég hélt að það væri læknir að hringja.“ Ástæðan fyrir því að hann vildi ekkert tjá sig um þetta til að byrja með er að honum leið bara alls ekki vel. „Ég lét mig eiginlega bara hverfa fyrstu dagana og svaraði ekki símanum né skilaboðum á Facebook. Ég vildi ekki þurfa að segja fólki að mér liði illa og ég væri að fá höfuðverki. En núna líður mér mun betur,“ segir Justin sem vildi ekki gera fólkið í kringum sig of hrætt. „Eðlilega eru fjölskyldan og vinir hrædd um mig en þetta allt saman er hluti ástæðunnar fyrir því að ég elska körfubolta. Það er alltaf eitthvað undir og áhætta fylgir leiknum. En þegar áhættan fer að snúast um eitthvað miklu meira en sigra og töp þarf maður samt að passa sig,“ segir Justin sem er fljótur til svars aðspurður hvort hann spili aftur á leiktíðinni: „Já, klárt mál. Ég læt allavega á það reyna.“
Dominos-deild karla Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti