Justin: Ég var með svima og hausverk Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. febrúar 2017 06:00 Justin Shouse. Vísir/Anton Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar í Domino’s-deild karla í körfubolta og einn besti leikmaður deildarinnar undanfarinn áratug, hefur ekki spilað með liði sínu síðustu tvo leiki og snýr ekki aftur fyrr en í fyrsta lagi um miðjan mánuðinn. Ástæðan er höfuðhögg sem hann fékk á æfingu fyrir leik Stjörnunnar gegn Njarðvík 19. janúar en hann hefur nokkrum sinnum áður fengið högg á höfuðið og heilahristing. Hann sneri aftur síðastliðinn föstudag á móti Keflavík en spilaði bara fyrri hálfleikinn. Endurkoman á þeim tíma var, eftir á að hyggja, mistök. „Ég vissi að ég var ekki alveg 100 prósent en mér leið nógu vel til að láta á þetta reyna á móti Keflavík. Í fyrri hálfleik var þetta bara of mikið fyrir mig. Við unnum samt leikinn sem var frábært að sjá og það varð til þess að mér leið betur. Allir skiluðu framlagi og ég sá liðsheild og góðan liðsmóral inni á vellinum,“ segir Justin í viðtali við Fréttablaðið.Of lítil hvíld „Ég spilaði ekki leikinn á móti Njarðvík vegna samstuðsins sem ég lenti á æfingu daginn áður. Ég fékk fimm daga hvíld eftir það og var að koma til baka hægt og rólega. Það var bara ekki nógu langur tími. Ég fór of snemma af stað. Það er aðalatriðið í þessu,“ segir Justin.Stefán Karel Torfason.Vísir/StefánBandaríkjamaðurinn með íslenska ríkisfangið er potturinn og pannan í sóknarleik Stjörnunnar. Hann stýrir leik liðsins auk þess sem hann er einn helsti stigaskorarinn. Það var því ekki að gera mikið fyrir Garðbæinga að hafa hann í því ástandi sem hann var í inni á vellinum. „Ég var með svima og hausverk. Í Bandaríkjunum köllum við þetta „þúsund jarda störu“. Fyrirgefðu að ég er ekki að nota metrakerfið,“ segir Justin léttur að vanda. „Mér leið bara eins og einhver hefði rotað mig. Ég sá í rauninni bara það sem var beint fyrir framan mig en allt til hliðanna var í móðu. Þetta var bara of mikið fyrir mig,“ segir Justin sem ætlar að hvílast betur núna. „Ég sá eina svolítið misvísandi fyrirsögn um að ég myndi ekki snúa aftur fyrr en 16. febrúar. Fyrir utan leikinn í kvöld [gærkvöldi] eru næstum allir í fríi út af bikarnum. Ég vil samt um fram allt snúa aftur einkennalaus og ætla því að hvílast betur núna.“Talaði við Stefán Karel Justin segir að sér líði vel andlega. Hann er ekki að gleyma hlutum og ástandið því að batna frekar en hitt. „Ef ég geri of mikið koma einkennin aftur en mér líður vel á meðan ég hvíli mig,“ segir hann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Justin fær höfuðhögg þannig að hann hefur varann á. Fyrr á þessari leiktíð hætti Hólmarinn Stefán Karel Torfason körfuboltaiðkun 23 ára gamall að læknisráði vegna höfuðáverka. „Ég talaði við Stefán Karel um þetta þar sem hann þurfti að hætta. Ég hef einnig verið að reyna að koma mér inn hjá hinum og þessum læknum til að fá sem mest af upplýsingum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég lendi í þessu þannig að ég vil bara vita sem mest áður en ég sný aftur. Ég vil halda mér góðum og mér er ansi annt um heilann. Ég nota hann frekar mikið,“ segir Justin.Vísir/AntonÆtlar að spila aftur Leikstjórnandinn hefur ekkert viljað ræða þessi meiðsli sín og sagði í gríni þegar blaðamaður kynnti sig: „Ansans. Ég vissi að ég hefði ekki átt að svara. Ég hélt að það væri læknir að hringja.“ Ástæðan fyrir því að hann vildi ekkert tjá sig um þetta til að byrja með er að honum leið bara alls ekki vel. „Ég lét mig eiginlega bara hverfa fyrstu dagana og svaraði ekki símanum né skilaboðum á Facebook. Ég vildi ekki þurfa að segja fólki að mér liði illa og ég væri að fá höfuðverki. En núna líður mér mun betur,“ segir Justin sem vildi ekki gera fólkið í kringum sig of hrætt. „Eðlilega eru fjölskyldan og vinir hrædd um mig en þetta allt saman er hluti ástæðunnar fyrir því að ég elska körfubolta. Það er alltaf eitthvað undir og áhætta fylgir leiknum. En þegar áhættan fer að snúast um eitthvað miklu meira en sigra og töp þarf maður samt að passa sig,“ segir Justin sem er fljótur til svars aðspurður hvort hann spili aftur á leiktíðinni: „Já, klárt mál. Ég læt allavega á það reyna.“ Dominos-deild karla Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Sjá meira
Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar í Domino’s-deild karla í körfubolta og einn besti leikmaður deildarinnar undanfarinn áratug, hefur ekki spilað með liði sínu síðustu tvo leiki og snýr ekki aftur fyrr en í fyrsta lagi um miðjan mánuðinn. Ástæðan er höfuðhögg sem hann fékk á æfingu fyrir leik Stjörnunnar gegn Njarðvík 19. janúar en hann hefur nokkrum sinnum áður fengið högg á höfuðið og heilahristing. Hann sneri aftur síðastliðinn föstudag á móti Keflavík en spilaði bara fyrri hálfleikinn. Endurkoman á þeim tíma var, eftir á að hyggja, mistök. „Ég vissi að ég var ekki alveg 100 prósent en mér leið nógu vel til að láta á þetta reyna á móti Keflavík. Í fyrri hálfleik var þetta bara of mikið fyrir mig. Við unnum samt leikinn sem var frábært að sjá og það varð til þess að mér leið betur. Allir skiluðu framlagi og ég sá liðsheild og góðan liðsmóral inni á vellinum,“ segir Justin í viðtali við Fréttablaðið.Of lítil hvíld „Ég spilaði ekki leikinn á móti Njarðvík vegna samstuðsins sem ég lenti á æfingu daginn áður. Ég fékk fimm daga hvíld eftir það og var að koma til baka hægt og rólega. Það var bara ekki nógu langur tími. Ég fór of snemma af stað. Það er aðalatriðið í þessu,“ segir Justin.Stefán Karel Torfason.Vísir/StefánBandaríkjamaðurinn með íslenska ríkisfangið er potturinn og pannan í sóknarleik Stjörnunnar. Hann stýrir leik liðsins auk þess sem hann er einn helsti stigaskorarinn. Það var því ekki að gera mikið fyrir Garðbæinga að hafa hann í því ástandi sem hann var í inni á vellinum. „Ég var með svima og hausverk. Í Bandaríkjunum köllum við þetta „þúsund jarda störu“. Fyrirgefðu að ég er ekki að nota metrakerfið,“ segir Justin léttur að vanda. „Mér leið bara eins og einhver hefði rotað mig. Ég sá í rauninni bara það sem var beint fyrir framan mig en allt til hliðanna var í móðu. Þetta var bara of mikið fyrir mig,“ segir Justin sem ætlar að hvílast betur núna. „Ég sá eina svolítið misvísandi fyrirsögn um að ég myndi ekki snúa aftur fyrr en 16. febrúar. Fyrir utan leikinn í kvöld [gærkvöldi] eru næstum allir í fríi út af bikarnum. Ég vil samt um fram allt snúa aftur einkennalaus og ætla því að hvílast betur núna.“Talaði við Stefán Karel Justin segir að sér líði vel andlega. Hann er ekki að gleyma hlutum og ástandið því að batna frekar en hitt. „Ef ég geri of mikið koma einkennin aftur en mér líður vel á meðan ég hvíli mig,“ segir hann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Justin fær höfuðhögg þannig að hann hefur varann á. Fyrr á þessari leiktíð hætti Hólmarinn Stefán Karel Torfason körfuboltaiðkun 23 ára gamall að læknisráði vegna höfuðáverka. „Ég talaði við Stefán Karel um þetta þar sem hann þurfti að hætta. Ég hef einnig verið að reyna að koma mér inn hjá hinum og þessum læknum til að fá sem mest af upplýsingum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég lendi í þessu þannig að ég vil bara vita sem mest áður en ég sný aftur. Ég vil halda mér góðum og mér er ansi annt um heilann. Ég nota hann frekar mikið,“ segir Justin.Vísir/AntonÆtlar að spila aftur Leikstjórnandinn hefur ekkert viljað ræða þessi meiðsli sín og sagði í gríni þegar blaðamaður kynnti sig: „Ansans. Ég vissi að ég hefði ekki átt að svara. Ég hélt að það væri læknir að hringja.“ Ástæðan fyrir því að hann vildi ekkert tjá sig um þetta til að byrja með er að honum leið bara alls ekki vel. „Ég lét mig eiginlega bara hverfa fyrstu dagana og svaraði ekki símanum né skilaboðum á Facebook. Ég vildi ekki þurfa að segja fólki að mér liði illa og ég væri að fá höfuðverki. En núna líður mér mun betur,“ segir Justin sem vildi ekki gera fólkið í kringum sig of hrætt. „Eðlilega eru fjölskyldan og vinir hrædd um mig en þetta allt saman er hluti ástæðunnar fyrir því að ég elska körfubolta. Það er alltaf eitthvað undir og áhætta fylgir leiknum. En þegar áhættan fer að snúast um eitthvað miklu meira en sigra og töp þarf maður samt að passa sig,“ segir Justin sem er fljótur til svars aðspurður hvort hann spili aftur á leiktíðinni: „Já, klárt mál. Ég læt allavega á það reyna.“
Dominos-deild karla Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Sjá meira