Stuttmynd um baráttu venjulegs fólks við sundlaugarstökkpall slær í gegn Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. febrúar 2017 11:35 Hér má sjá þau Linus og Fridu engjast við enda stökkpallsins. Skjáskot Stuttmynd sem sýnir venjulega Svía glíma við tíu metra háan stökkpall við sundlaug í fyrsta skipti hefur farið sigurför um heiminn. Myndin, sem er í heimildarmyndastíl og ber nafnið Tíu metra turninn, er þannig vinsælust í flokki skoðana hjá hinu víðlesna New York Times og hefur verið það undanfarna daga. Myndin var sýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni í ár og hlaut styrk frá Sundance-stofnuninni sem styður við bakið á sjálfstæðum kvikmyndaframleiðendum. Handrit myndarinnar er ekkert og fyrirmælin frá leikstjórunum, önnur en að reyna að stökkva af pallinum, engin.67 mættu sem höfðu aldrei stokkið úr viðlíka hæð Markmiðið með gerð myndarinnar var að framkvæma einhvers konar sálfræðitilraun. Höfundarnir, Maximilien Van Aertryck og Axel Danielson, vildu sýna fólk í klemmu - draga upp raunsæa mynd af efasemdum að þjaka meðaljón. „Við höfum öll séð leikara í kvikmyndum gera sér upp efasemdir en sjaldan sem þær hafa verið raunverulega fangaðar í heimildarmyndum.“ Niðurstaðan hafi verið að láta fólk spreyta sig á stökkpalli. Með auglýsingum á netinu fundu leikstjórarnir 67 einstaklinga sem aldrei höfðu stokkið úr slíkri hæð og tilbúnir voru að taka þátt í myndinni. Þáttakendurnir fengu um 3500 íslenskar krónur í sinn hlut, burtséð frá því hvort þeir stykku eða ekki. Leikstjórarnir komu fyrir sex myndavélum og fjölda hljóðnema til að fanga sálarstríð fólks og baráttuna við pallinn - og ekki síst baráttu fólks við sig sjálft. Á daginn kom að um 70% þeirra sem tóku þátt ákváðu að láta sig gossa fram af. Fjöldi þeirra gerðu það fyrir tilstilli hópþrýstings sem og nærveru myndavélanna - „sem gerði hegðun þeirra þeim mun áhugaverðari,“ útskýra leikstjórarnir. Stuttmyndina má sjá hér að neðan. Bíó og sjónvarp Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Stuttmynd sem sýnir venjulega Svía glíma við tíu metra háan stökkpall við sundlaug í fyrsta skipti hefur farið sigurför um heiminn. Myndin, sem er í heimildarmyndastíl og ber nafnið Tíu metra turninn, er þannig vinsælust í flokki skoðana hjá hinu víðlesna New York Times og hefur verið það undanfarna daga. Myndin var sýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni í ár og hlaut styrk frá Sundance-stofnuninni sem styður við bakið á sjálfstæðum kvikmyndaframleiðendum. Handrit myndarinnar er ekkert og fyrirmælin frá leikstjórunum, önnur en að reyna að stökkva af pallinum, engin.67 mættu sem höfðu aldrei stokkið úr viðlíka hæð Markmiðið með gerð myndarinnar var að framkvæma einhvers konar sálfræðitilraun. Höfundarnir, Maximilien Van Aertryck og Axel Danielson, vildu sýna fólk í klemmu - draga upp raunsæa mynd af efasemdum að þjaka meðaljón. „Við höfum öll séð leikara í kvikmyndum gera sér upp efasemdir en sjaldan sem þær hafa verið raunverulega fangaðar í heimildarmyndum.“ Niðurstaðan hafi verið að láta fólk spreyta sig á stökkpalli. Með auglýsingum á netinu fundu leikstjórarnir 67 einstaklinga sem aldrei höfðu stokkið úr slíkri hæð og tilbúnir voru að taka þátt í myndinni. Þáttakendurnir fengu um 3500 íslenskar krónur í sinn hlut, burtséð frá því hvort þeir stykku eða ekki. Leikstjórarnir komu fyrir sex myndavélum og fjölda hljóðnema til að fanga sálarstríð fólks og baráttuna við pallinn - og ekki síst baráttu fólks við sig sjálft. Á daginn kom að um 70% þeirra sem tóku þátt ákváðu að láta sig gossa fram af. Fjöldi þeirra gerðu það fyrir tilstilli hópþrýstings sem og nærveru myndavélanna - „sem gerði hegðun þeirra þeim mun áhugaverðari,“ útskýra leikstjórarnir. Stuttmyndina má sjá hér að neðan.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira