Besti framleiðandi ársins Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 8. febrúar 2017 13:18 Anton Máni Svansson, aðalframleiðandi Hjartasteins. Fréttablaðið/Anton brink Vísir/Anton „Nýjustu verðlaun Hjartasteins voru tilkynnt um síðustu helgi en það voru Lorens-verðlaun fyrir besta kvikmyndaframleiðandann á Gautaborgarhátíðinni í Svíþjóð sem í ár var haldin í fertugasta sinn. Verðlaunin eru kennd við hinn fræga framleiðanda Lorens Malmstedt sem lést árið 1966 en honum var t.a.m. talið til tekna að hafa uppgötvað hæfileika leikstjórans Ingmars Bergman og aðstoðað hann á vegferð hans inn í sögubækurnar sem einn af bestu kvikmyndagerðarmönnum heims,“ segir Anton Máni Svansson, aðalframleiðandi kvikmyndarinnar Hjartasteins. Framleiðendur myndarinnar eru fjórir alls, auk Antons eru það Lise Orheim Stender, Jesper Morthorst og Guðmundur Arnar Guðmundsson. Verðlaunin voru veitt í samstarfi við Kodak og Focus Film, en þeim fylgja 50 rúllur af 35 mm kvikmyndafilmu og frí framköllun fyrir næstu kvikmynd framleiðanda. „Þetta er þriðja helgin í röð á þessu ári sem Hjartasteinn vinnur til verðlauna, en síðustu helgi vann hún þrenn verðlaun þegar hún var frumsýnd í Frakklandi og þar á undan ein verðlaun við frumsýninguna í Noregi,“ segir Anton þakklátur.Anton Máni hefur tekið á móti fjölda verðlauna fyrir Hjartastein.Hjartasteinn vann einnig nýverið svokallaða Scope100 keppni bæði í Portúgal og í Svíþjóð en sú keppni var sett á laggirnar af dreifingaraðilum og virkar þannig að valdar eru 10 nýjar hágæðamyndir sem 100 kvikmyndaunnendur í hverju landi fá að horfa á og gefa atvæði. Sú mynd sem fær flest atkvæði í hverju landi vinnur keppnina og hlýtur í verðlaun dreifingarsamning í því landi. „Hjartasteinn kemur því í kvikmyndahús í Svíþjóð og Portúgal á næstunni en nú þegar er lokið samningum við yfir 10 lönd og fleiri samningar í bígerð,“ segir Anton. Hann bætir því við að viðurkenningin sé gífurlegur heiður þar sem þetta er stærsta kvikmyndahátíðin í Skandinavíu þar sem þau keppa við allar bestu nýju norrænu myndirnar. „Það er ekki svo oft sem framleiðendur fá sérstaka viðurkenningu á kvikmyndahátíðum og því þykir mér einstaklega vænt um þessi verðlaun. Svona viðurkenningar skipta auðvitað miklu máli í bransa sem snýst svo mikið um að byggja upp sterkt og traust nafn fyrir framtíðarverkefni og til að vekja enn frekari áhuga hjá næstu mögulegu samstarfsaðilum,“ útskýrir Anton.Nóg er um að vera hjá Antoni, meðal annars fleiri verkefni hjá Join Motion Pictures, sem er framleiðslufyrirtæki í eigu hans og Guðmundar leikstjóra. „Hjartasteinn er bara byrjunin. Guðmundur er á fullu að skrifa næstu mynd sína samhliða því að ferðast um heiminn með Hjartastein. Við vonumst til að sú mynd komist í framleiðslu á næsta ári ásamt næstu mynd Hlyns Pálmasonar. Hlynur útskrifaðist úr Danska kvikmyndaskólanum 2013 og er ásamt Guðmundi talinn einn af mest spennandi nýju leikstjórunum í Danmörku. Við erum mjög nálægt þvi að loka fyrstu mynd Hlyns í fullri lengd sem kallast Vetrarbræður en sú mynd er tekin upp í Danmörku með dönskum leikurum. Næsta mynd hans verður íslenskur spennutryllir að nafni Hvítur, hvítur dagur. Við erum svo með fleiri verk í vinnslu sem of snemmt er að tala um núna en við erum alltaf að leita að nýjum spennandi höfundum og framleiðendum til að vinna með þar sem mikil velgengni síðustu verka hefur opnað margar dyr og kallar á aukna framleiðslu hjá fyrirtækinu.“ segir Anton.Guðmundur Arnar Guðmundsson og Anton Máni Svansson.Leikstjóri Hjartasteins, Guðmundur Arnar Guðmundsson, og Anton kynntumst á svipuðum tíma og Guðmundur fékk hugmyndina og hóf að skrifa fyrstu drög að handritinu. „Hjartasteinn er um 10 ára ferðalag fyrir mig og Guðmund en hann leyfði mér að lesa fyrstu drögin stuttu eftir að við kynntumst. Það kom mér verulega á óvart hversu svakalega sterk frumraun þetta var, það var alls ekki hægt að sjá að þetta væri hans fyrsta handrit. Ég var því fljótur að svara játandi er hann bað mig um að framleiða stuttmynd með honum. Mikill áhugi var á Hjartasteins handritinu hans bæði hér heima og erlendis en fáir höfðu trú á honum sem leikstjóra þar sem hann hafði ekki mikla reynslu á því sviði á þessum tíma. Næstu ár unnum við okkur því báðir inn meiri reynslu í bransanum og ákváðum svo árið 2011 að leggja allan kraft okkar í framleiðslu tveggja mjög metnaðarfullra stuttmynda til að sýna við hefðum það sem til þyrfti til að gera Hjartastein á þeim gæðastandard sem okkur fannst sagan krefjast. Í framhaldi af því hafa báðar stuttmyndirnar, Hvalfjörður og Ártún, samtals ferðast um hátt í 250 kvikmyndahátíðir og unnið um 70 alþjóðleg verðlaun. Velgengni þeirra gerði okkur svo kleift að fjármagna Hjartastein og fá til liðs við okkur sterka samstarfsaðila á öllum sviðum þannig að mögulegt var að vanda enn betur til verka við gerð hennar,“ segir Anton ánægður. Anton bætir við að hann sé yfirmáta þakklátur fyrir allan þann ávöxt sem þrotlaus vinna þeirra félaga hefur skilað þeim og viðurkennir í leiðinni að starf hans sé þess eðlis að hann óski þess reglulega að fleiri klukkustundir væru í sólarhringnum. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
„Nýjustu verðlaun Hjartasteins voru tilkynnt um síðustu helgi en það voru Lorens-verðlaun fyrir besta kvikmyndaframleiðandann á Gautaborgarhátíðinni í Svíþjóð sem í ár var haldin í fertugasta sinn. Verðlaunin eru kennd við hinn fræga framleiðanda Lorens Malmstedt sem lést árið 1966 en honum var t.a.m. talið til tekna að hafa uppgötvað hæfileika leikstjórans Ingmars Bergman og aðstoðað hann á vegferð hans inn í sögubækurnar sem einn af bestu kvikmyndagerðarmönnum heims,“ segir Anton Máni Svansson, aðalframleiðandi kvikmyndarinnar Hjartasteins. Framleiðendur myndarinnar eru fjórir alls, auk Antons eru það Lise Orheim Stender, Jesper Morthorst og Guðmundur Arnar Guðmundsson. Verðlaunin voru veitt í samstarfi við Kodak og Focus Film, en þeim fylgja 50 rúllur af 35 mm kvikmyndafilmu og frí framköllun fyrir næstu kvikmynd framleiðanda. „Þetta er þriðja helgin í röð á þessu ári sem Hjartasteinn vinnur til verðlauna, en síðustu helgi vann hún þrenn verðlaun þegar hún var frumsýnd í Frakklandi og þar á undan ein verðlaun við frumsýninguna í Noregi,“ segir Anton þakklátur.Anton Máni hefur tekið á móti fjölda verðlauna fyrir Hjartastein.Hjartasteinn vann einnig nýverið svokallaða Scope100 keppni bæði í Portúgal og í Svíþjóð en sú keppni var sett á laggirnar af dreifingaraðilum og virkar þannig að valdar eru 10 nýjar hágæðamyndir sem 100 kvikmyndaunnendur í hverju landi fá að horfa á og gefa atvæði. Sú mynd sem fær flest atkvæði í hverju landi vinnur keppnina og hlýtur í verðlaun dreifingarsamning í því landi. „Hjartasteinn kemur því í kvikmyndahús í Svíþjóð og Portúgal á næstunni en nú þegar er lokið samningum við yfir 10 lönd og fleiri samningar í bígerð,“ segir Anton. Hann bætir því við að viðurkenningin sé gífurlegur heiður þar sem þetta er stærsta kvikmyndahátíðin í Skandinavíu þar sem þau keppa við allar bestu nýju norrænu myndirnar. „Það er ekki svo oft sem framleiðendur fá sérstaka viðurkenningu á kvikmyndahátíðum og því þykir mér einstaklega vænt um þessi verðlaun. Svona viðurkenningar skipta auðvitað miklu máli í bransa sem snýst svo mikið um að byggja upp sterkt og traust nafn fyrir framtíðarverkefni og til að vekja enn frekari áhuga hjá næstu mögulegu samstarfsaðilum,“ útskýrir Anton.Nóg er um að vera hjá Antoni, meðal annars fleiri verkefni hjá Join Motion Pictures, sem er framleiðslufyrirtæki í eigu hans og Guðmundar leikstjóra. „Hjartasteinn er bara byrjunin. Guðmundur er á fullu að skrifa næstu mynd sína samhliða því að ferðast um heiminn með Hjartastein. Við vonumst til að sú mynd komist í framleiðslu á næsta ári ásamt næstu mynd Hlyns Pálmasonar. Hlynur útskrifaðist úr Danska kvikmyndaskólanum 2013 og er ásamt Guðmundi talinn einn af mest spennandi nýju leikstjórunum í Danmörku. Við erum mjög nálægt þvi að loka fyrstu mynd Hlyns í fullri lengd sem kallast Vetrarbræður en sú mynd er tekin upp í Danmörku með dönskum leikurum. Næsta mynd hans verður íslenskur spennutryllir að nafni Hvítur, hvítur dagur. Við erum svo með fleiri verk í vinnslu sem of snemmt er að tala um núna en við erum alltaf að leita að nýjum spennandi höfundum og framleiðendum til að vinna með þar sem mikil velgengni síðustu verka hefur opnað margar dyr og kallar á aukna framleiðslu hjá fyrirtækinu.“ segir Anton.Guðmundur Arnar Guðmundsson og Anton Máni Svansson.Leikstjóri Hjartasteins, Guðmundur Arnar Guðmundsson, og Anton kynntumst á svipuðum tíma og Guðmundur fékk hugmyndina og hóf að skrifa fyrstu drög að handritinu. „Hjartasteinn er um 10 ára ferðalag fyrir mig og Guðmund en hann leyfði mér að lesa fyrstu drögin stuttu eftir að við kynntumst. Það kom mér verulega á óvart hversu svakalega sterk frumraun þetta var, það var alls ekki hægt að sjá að þetta væri hans fyrsta handrit. Ég var því fljótur að svara játandi er hann bað mig um að framleiða stuttmynd með honum. Mikill áhugi var á Hjartasteins handritinu hans bæði hér heima og erlendis en fáir höfðu trú á honum sem leikstjóra þar sem hann hafði ekki mikla reynslu á því sviði á þessum tíma. Næstu ár unnum við okkur því báðir inn meiri reynslu í bransanum og ákváðum svo árið 2011 að leggja allan kraft okkar í framleiðslu tveggja mjög metnaðarfullra stuttmynda til að sýna við hefðum það sem til þyrfti til að gera Hjartastein á þeim gæðastandard sem okkur fannst sagan krefjast. Í framhaldi af því hafa báðar stuttmyndirnar, Hvalfjörður og Ártún, samtals ferðast um hátt í 250 kvikmyndahátíðir og unnið um 70 alþjóðleg verðlaun. Velgengni þeirra gerði okkur svo kleift að fjármagna Hjartastein og fá til liðs við okkur sterka samstarfsaðila á öllum sviðum þannig að mögulegt var að vanda enn betur til verka við gerð hennar,“ segir Anton ánægður. Anton bætir við að hann sé yfirmáta þakklátur fyrir allan þann ávöxt sem þrotlaus vinna þeirra félaga hefur skilað þeim og viðurkennir í leiðinni að starf hans sé þess eðlis að hann óski þess reglulega að fleiri klukkustundir væru í sólarhringnum.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning