Hólmfríður ristarbrotin og EM í hættu: „Þetta er mikill skellur“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. janúar 2017 13:00 Hólmfríður Magnúsdóttir gæti misst af EM í sumar. vísir/anton brink Hólmfríður Magnúsdóttir, landsliðskona Íslands í fótbolta, er fótbrotin og verður því frá keppni næstu mánuði. Óvíst er hversu lengi hún verður frá en hún gæti misst af Evrópumótinu í Hollandi í júlí. „Ég var bara að koma úr myndatöku. Ég er búin að vera með álagsverki í ristinni í svolítinn tíma og svo á laugardaginn small eitthvað. Það sem kom út úr myndatökunni er að það er brot og ég fer í aðgerð á fimmtudaginn. Það þarf að skrúfa þetta,“ segir Hólmfríður við Vísi. Hólmfríður segist hafa fundið fyrir meiðslunum síðustu tvær vikurnar á æfingum hjá norska liðinu Avaldsnes. Hún fór í myndatöku í byrjun janúar þar sem kom í ljós að um álagsmeiðsli var að ræða. „Ég vissi um leið og þetta small á laugardaginn að þetta var brot,“ segir Hólmfríður. Læknirinn gaf henni þrjá möguleika; að prófa að keyra á þetta og vera skynsöm, að hvíla eða fara í aðgerð. „Ég valdi möguleika eitt en nú þarf ég að velja möguleika þrjú,“ segir Hólmfríður og vísar til aðgerðarinnar, en hversu lengi er talið að hún verði frá? „Ég verð allavega sex vikur í gifsi og svo sex vikur að koma mér af stað þannig ég veit ekki alveg. Þetta verða nokkrir mánuðir þar sem það þarf að skrúfa þetta.“ Hólmfríður er í 100 leikja klúbbnum hjá Íslandi en hún á að baki 110 landsleiki og 37 mörk. Hún spilaði alla þrjá leiki Íslands á EM 2009 og alla þrjá leikina í riðlinum á EM 2013 en var í leikbanni í átta liða úrslitunum. Hún hefur verið fastamaður í byrjunarliði Íslands í áratug og lykilmaður í íslenska liðinu. Hún er komin aftur heim til Íslands en Hólmfríður samdi við uppeldisfélag sitt KR síðasta haust. Ljóst er að hún verður ekki klár þegar Pepsi-deild kvenna fer af stað í lok apríl. „Auðvitað hugsaði ég strax um EM þegar þetta gerðist. Mér var búið að ganga svo vel þrátt fyrir álagsmeiðslin að ég var búin að fá grænt ljós á að spila 60 mínútur í næsta leik í Reykjavíkurmótinu. Ég var farin að hlakka til að spila fyrir KR aftur,“ segir Hólmfríður sem tekst nú á við mikið og erfitt verkefni til að vera klár fyrir KR og Ísland í sumar. „Þetta er bara verkefni sem ég þarf að klára og er mikil áskorun fyrir mig. Ég mun taka á þessu og fæ fullan stuðning úr öllum áttum,“ segir Hólmfríður Magnúsdóttir. EM 2017 í Hollandi Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjá meira
Hólmfríður Magnúsdóttir, landsliðskona Íslands í fótbolta, er fótbrotin og verður því frá keppni næstu mánuði. Óvíst er hversu lengi hún verður frá en hún gæti misst af Evrópumótinu í Hollandi í júlí. „Ég var bara að koma úr myndatöku. Ég er búin að vera með álagsverki í ristinni í svolítinn tíma og svo á laugardaginn small eitthvað. Það sem kom út úr myndatökunni er að það er brot og ég fer í aðgerð á fimmtudaginn. Það þarf að skrúfa þetta,“ segir Hólmfríður við Vísi. Hólmfríður segist hafa fundið fyrir meiðslunum síðustu tvær vikurnar á æfingum hjá norska liðinu Avaldsnes. Hún fór í myndatöku í byrjun janúar þar sem kom í ljós að um álagsmeiðsli var að ræða. „Ég vissi um leið og þetta small á laugardaginn að þetta var brot,“ segir Hólmfríður. Læknirinn gaf henni þrjá möguleika; að prófa að keyra á þetta og vera skynsöm, að hvíla eða fara í aðgerð. „Ég valdi möguleika eitt en nú þarf ég að velja möguleika þrjú,“ segir Hólmfríður og vísar til aðgerðarinnar, en hversu lengi er talið að hún verði frá? „Ég verð allavega sex vikur í gifsi og svo sex vikur að koma mér af stað þannig ég veit ekki alveg. Þetta verða nokkrir mánuðir þar sem það þarf að skrúfa þetta.“ Hólmfríður er í 100 leikja klúbbnum hjá Íslandi en hún á að baki 110 landsleiki og 37 mörk. Hún spilaði alla þrjá leiki Íslands á EM 2009 og alla þrjá leikina í riðlinum á EM 2013 en var í leikbanni í átta liða úrslitunum. Hún hefur verið fastamaður í byrjunarliði Íslands í áratug og lykilmaður í íslenska liðinu. Hún er komin aftur heim til Íslands en Hólmfríður samdi við uppeldisfélag sitt KR síðasta haust. Ljóst er að hún verður ekki klár þegar Pepsi-deild kvenna fer af stað í lok apríl. „Auðvitað hugsaði ég strax um EM þegar þetta gerðist. Mér var búið að ganga svo vel þrátt fyrir álagsmeiðslin að ég var búin að fá grænt ljós á að spila 60 mínútur í næsta leik í Reykjavíkurmótinu. Ég var farin að hlakka til að spila fyrir KR aftur,“ segir Hólmfríður sem tekst nú á við mikið og erfitt verkefni til að vera klár fyrir KR og Ísland í sumar. „Þetta er bara verkefni sem ég þarf að klára og er mikil áskorun fyrir mig. Ég mun taka á þessu og fæ fullan stuðning úr öllum áttum,“ segir Hólmfríður Magnúsdóttir.
EM 2017 í Hollandi Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjá meira