Auka stuðning við heimamenn gegn ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2017 14:21 Meðlimir SDF á göngu nærri Raqqa. Vísir/AFP Bandalag vopnaðra hópa í Sýrlandi hefur fengið brynvarðar bifreiðar frá Bandaríkjunum til að nota í bardögum gegn vígamönnum Íslamska ríkisins. Syrian Democratic Forces eða SDF segja þetta til marks um aukinn stuðning frá Bandaríkjunum, en líklegt þykir að aðstoðin muni reiða yfirvöld í Tyrklandi. Stærsti hópur SDF eru kúrdíski hópurinn YPG en hann hefur tengsl við Verkamannaflokk Kúrda í Tyrklandi, sem yfirvöld þar skilgreina sem hryðjuverkasamtök. Sýrlenskir Kúrdar hafa verið helstu bandamenn Bandaríkjanna gegn ISIS í Sýrlandi og hafa rekið vígamenn samtakanna frá stórum hluta landsins, með stuðningi frá sérsveitum og loftárásum Bandaríkjanna. Nú sækja SDF gegn Raqqa, höfuðborg ISIS, og undirbúa að loka síðustu leiðinni úr borginni, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. „Við höfum ekki fengið stuðning í þessu formi áður. Við höfum fengið létt vopn og skotfæri,“ segir Talal Silo, talsmaður SDF, við Reuters. „Það eru ummerki um meiri stuðning frá nýrri ríkisstjórn Bandaríkjanna.“ Þó tók hann fram að ekki væri um margar bifreiðar að ræða, án þess að gefa upp fjölda þeirra. Markmið SDF er að umkringja Raqqa en fyrst ætla þeir að hertaka veginn á milli borgarinnar og Deir al-Zor-héraðs. ISIS-liðar stjórna því nánast öllu og hafa á undanförnum vikum lagt mikið kapp í að ná tökum á nokkrum smáum svæðum sem stjórnarher Bashar al-Assad stjórnar enn. Með því að ná þeim vegi myndi SDF veita ISIS þungt högg. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tyrkir ráðast gegn ISIS og Kúrdum í Sýrlandi Stórskotaárásir Tyrkja eru sagðar undirbúningur fyrir sókn uppreisnarhópa við landamæri Sýrlands og Tyrklands. 23. ágúst 2016 07:45 Hefja sókn gegn „höfuðborg“ Íslamska ríkisins Herbandalag Kúrda og Araba segir innrás í sýrlensku borgina Raqqa hafna. 6. nóvember 2016 15:22 Líkir Kúrdum við Íslamska ríkið Utanríkisráðherra Tyrkja segir ekki koma til greina að Kúrdar komi að friðarviðræðum í Sýrlandi. 14. janúar 2017 19:00 Tyrkir og Kúrdar semja um vopnahlé Bandaríkin eiga að halda utan um vopnahléið 30. ágúst 2016 14:49 „Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30 Kúrdar sækjast eftir loftvarnarvopnum Yfirvöld í Rússlandi segja ákvörðun Bandaríkjanna að draga úr takmörkunum á vopnaveitingum til ýmissa hópa í Sýrlandi vera beina ógn gegn flugmönnum sínum. 27. desember 2016 20:34 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Bandalag vopnaðra hópa í Sýrlandi hefur fengið brynvarðar bifreiðar frá Bandaríkjunum til að nota í bardögum gegn vígamönnum Íslamska ríkisins. Syrian Democratic Forces eða SDF segja þetta til marks um aukinn stuðning frá Bandaríkjunum, en líklegt þykir að aðstoðin muni reiða yfirvöld í Tyrklandi. Stærsti hópur SDF eru kúrdíski hópurinn YPG en hann hefur tengsl við Verkamannaflokk Kúrda í Tyrklandi, sem yfirvöld þar skilgreina sem hryðjuverkasamtök. Sýrlenskir Kúrdar hafa verið helstu bandamenn Bandaríkjanna gegn ISIS í Sýrlandi og hafa rekið vígamenn samtakanna frá stórum hluta landsins, með stuðningi frá sérsveitum og loftárásum Bandaríkjanna. Nú sækja SDF gegn Raqqa, höfuðborg ISIS, og undirbúa að loka síðustu leiðinni úr borginni, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. „Við höfum ekki fengið stuðning í þessu formi áður. Við höfum fengið létt vopn og skotfæri,“ segir Talal Silo, talsmaður SDF, við Reuters. „Það eru ummerki um meiri stuðning frá nýrri ríkisstjórn Bandaríkjanna.“ Þó tók hann fram að ekki væri um margar bifreiðar að ræða, án þess að gefa upp fjölda þeirra. Markmið SDF er að umkringja Raqqa en fyrst ætla þeir að hertaka veginn á milli borgarinnar og Deir al-Zor-héraðs. ISIS-liðar stjórna því nánast öllu og hafa á undanförnum vikum lagt mikið kapp í að ná tökum á nokkrum smáum svæðum sem stjórnarher Bashar al-Assad stjórnar enn. Með því að ná þeim vegi myndi SDF veita ISIS þungt högg.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tyrkir ráðast gegn ISIS og Kúrdum í Sýrlandi Stórskotaárásir Tyrkja eru sagðar undirbúningur fyrir sókn uppreisnarhópa við landamæri Sýrlands og Tyrklands. 23. ágúst 2016 07:45 Hefja sókn gegn „höfuðborg“ Íslamska ríkisins Herbandalag Kúrda og Araba segir innrás í sýrlensku borgina Raqqa hafna. 6. nóvember 2016 15:22 Líkir Kúrdum við Íslamska ríkið Utanríkisráðherra Tyrkja segir ekki koma til greina að Kúrdar komi að friðarviðræðum í Sýrlandi. 14. janúar 2017 19:00 Tyrkir og Kúrdar semja um vopnahlé Bandaríkin eiga að halda utan um vopnahléið 30. ágúst 2016 14:49 „Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30 Kúrdar sækjast eftir loftvarnarvopnum Yfirvöld í Rússlandi segja ákvörðun Bandaríkjanna að draga úr takmörkunum á vopnaveitingum til ýmissa hópa í Sýrlandi vera beina ógn gegn flugmönnum sínum. 27. desember 2016 20:34 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Tyrkir ráðast gegn ISIS og Kúrdum í Sýrlandi Stórskotaárásir Tyrkja eru sagðar undirbúningur fyrir sókn uppreisnarhópa við landamæri Sýrlands og Tyrklands. 23. ágúst 2016 07:45
Hefja sókn gegn „höfuðborg“ Íslamska ríkisins Herbandalag Kúrda og Araba segir innrás í sýrlensku borgina Raqqa hafna. 6. nóvember 2016 15:22
Líkir Kúrdum við Íslamska ríkið Utanríkisráðherra Tyrkja segir ekki koma til greina að Kúrdar komi að friðarviðræðum í Sýrlandi. 14. janúar 2017 19:00
„Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30
Kúrdar sækjast eftir loftvarnarvopnum Yfirvöld í Rússlandi segja ákvörðun Bandaríkjanna að draga úr takmörkunum á vopnaveitingum til ýmissa hópa í Sýrlandi vera beina ógn gegn flugmönnum sínum. 27. desember 2016 20:34