Einar Andri gerir upp leik Íslands: Von fyrir framtíð landsliðsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. janúar 2017 19:09 Frakkar fagna því að vera komnir áfram í fjórðungsúrslitin. En framtíð íslenska landsliðsins er björt. Vísir/EPA Þó svo að Ísland hafi í dag fallið úr leik á HM í handbolta gerðu strákanir okkar það með miklum sóma eftir góða frammistöðu gegn gestgjöfum Frakka fyrir 28 þúsund áhorfendum í Lille. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar í Olísdeild karla, er sérfræðingur Vísis um HM í handbolta og hann var ánægður með frammistöðu strákanna okkar í 31-25 tapi. Frakkar höfðu eins marks forystu í hálfleik, 14-13. „Fyrri hálfleikur var frábær og virkilega vel útfærður. Vörnin var öflug og þeir Rúnar og Óli frábærir í sókninni. Við vorum hreinlega óheppnir að vera ekki yfir,“ sagði Einar Andri. Ísland gaf eftir á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks og Frakkar náðu forystu sem strákarnir okkar náðu ekki að brúa. „Það voru mikið af töpuðum boltum og þá búa þeir til þennan mun. En strákarnir komu til baka og í 50 mínútur var þetta virkilega jafn leikur.“ Hann segir að mistökin hafi verið of mörg hjá liði Íslands. „Jafn öflugt lið og Frakkland refsar fyrir hver mistök, eðlilega.“Allir hefðu þurft að eiga stórleik Sóknarleikur Íslands var góður í kvöld, betri en oft áður á mótinu í Frakklandi. „Sérstaklega í fyrri hálfleik. Það vita allir hvað Rúnar og Óli geta og þegar þeir hitta á sinn dag þá erum við stórhættulegir. Þeir eru afar öflugar skyttar og það var allt í vinklunum hjá þeim. Rúnar var að skjóta í raun vel allan leikinn.“ Hann hrósaði þjálfurum Íslands fyrir þeirra innlegg. „Það var augljóst að þeir náðu að leggja leikinn vel upp og þegar sóknin náði að rúlla vel þá var stórskemmtilegt að sjá hana.“ Hvað varnarleikinn varðar sagði Einar Andri að íslenska vörnin hafi átt svör við öllu. „Þetta var erfitt þegar þeir náðu að refsa okkur fyrir mistök en enn og aftur var miðjan í vörninni hrikalega öflug. Þegar við náðum að stýra ferðinni í leiknum þá var þetta mjög gott. En þegar mistökin komu þá fór takturinn úr þessu.“ Markverðir Íslands hafa oft verið með betri tölur en í kvöld en Einar Andri bendir á að það segi ekki alla söguna. „Björgvin Páll var hrikalega öflugur þegar hann kom aftur inn á í síðari hálfleik. Heilt yfir vörðu þeir ekki marga bolta en það eru ekki heldur margir boltar sem við getum sagt að þeir hefðu átt að taka. Frakkarnir náðu oft að opna okkur mjög vel.“ „Auðvitað hefði það hjálpað til að fá stórleik frá markvörðunum okkar. Raunar er það svo að við hefðum þurft stórleik frá öllum til að vinna Frakka.“Með góða tilfinningu eftir mótið Hann hrósaði skapgerð íslenska liðsins sem hann sagði vera sterka. Hann kvíðir ekki framhaldinu. „Það hefði verið mjög auðvelt að tapa stórt og geta bara notað þá afsökun að við hefðum verið að spila við Frakka fyrir framan allt þetta fólk. Þetta var leikur og það vantaði ekki mikið upp á í síðari hálfleik til að setja alvöru pressu á Frakkana.“ „Þetta gefur okkur von fyrir framtíðina. Við skulum ekki gleyma að við eigum einn besta handboltamann inni [Aron Pálmarsson] og maður spyr sig hvernig hefði farið fyrir okkur ef hann hefði verið heill og verið með okkur á þessu móti,“ segir Einar Andri. „Við þurfum ekki að örvænta. Geir var að gefa ungum mönnum tækifæri og menn fá heilmikla reynslu. Það var augljóst að allir höfðu mikla trú á verkefninu en svona ákafa fylgir oft að menn gera einföld mistök en þeim mun fækka þegar ungir menn fá meiri reynslu. Það er hægt að gera væntingar til þessa liðs í framhaldinu og heildina á litið var þetta flott mót fyrir framtíð íslenska liðsins. Ég er með góða tilfinningu eftir þetta mót.“ Handbolti HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar: Bjarki Már bestur Ísland tapaði fyrir heimsmeisturum Frakklands, 31-25, fyrir framan tæplega 30.000 manns í Lille í dag. 21. janúar 2017 19:03 Ólafur: Var erfitt að gera leik úr þessu Ólafur Guðmundsson spilaði vel gegn Frökkum í kvöld en það var ekki nóg þegar strákarnir okkar féllu úr leik í 16-liða úrslitum á HM í handbolta. Frakkland vann að lokum sex marka sigur, 31-25. 21. janúar 2017 18:54 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 31-25 | Frakkar hnykluðu vöðvana eftir hlé Íslenska landsliðið í handbola er úr leik á heimsmeistaramótinu í Farkklandi eftir 31-25 tap fyrir gestgjöfunum í 16 liða úrslitum í kvöld. 21. janúar 2017 18:45 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Þó svo að Ísland hafi í dag fallið úr leik á HM í handbolta gerðu strákanir okkar það með miklum sóma eftir góða frammistöðu gegn gestgjöfum Frakka fyrir 28 þúsund áhorfendum í Lille. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar í Olísdeild karla, er sérfræðingur Vísis um HM í handbolta og hann var ánægður með frammistöðu strákanna okkar í 31-25 tapi. Frakkar höfðu eins marks forystu í hálfleik, 14-13. „Fyrri hálfleikur var frábær og virkilega vel útfærður. Vörnin var öflug og þeir Rúnar og Óli frábærir í sókninni. Við vorum hreinlega óheppnir að vera ekki yfir,“ sagði Einar Andri. Ísland gaf eftir á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks og Frakkar náðu forystu sem strákarnir okkar náðu ekki að brúa. „Það voru mikið af töpuðum boltum og þá búa þeir til þennan mun. En strákarnir komu til baka og í 50 mínútur var þetta virkilega jafn leikur.“ Hann segir að mistökin hafi verið of mörg hjá liði Íslands. „Jafn öflugt lið og Frakkland refsar fyrir hver mistök, eðlilega.“Allir hefðu þurft að eiga stórleik Sóknarleikur Íslands var góður í kvöld, betri en oft áður á mótinu í Frakklandi. „Sérstaklega í fyrri hálfleik. Það vita allir hvað Rúnar og Óli geta og þegar þeir hitta á sinn dag þá erum við stórhættulegir. Þeir eru afar öflugar skyttar og það var allt í vinklunum hjá þeim. Rúnar var að skjóta í raun vel allan leikinn.“ Hann hrósaði þjálfurum Íslands fyrir þeirra innlegg. „Það var augljóst að þeir náðu að leggja leikinn vel upp og þegar sóknin náði að rúlla vel þá var stórskemmtilegt að sjá hana.“ Hvað varnarleikinn varðar sagði Einar Andri að íslenska vörnin hafi átt svör við öllu. „Þetta var erfitt þegar þeir náðu að refsa okkur fyrir mistök en enn og aftur var miðjan í vörninni hrikalega öflug. Þegar við náðum að stýra ferðinni í leiknum þá var þetta mjög gott. En þegar mistökin komu þá fór takturinn úr þessu.“ Markverðir Íslands hafa oft verið með betri tölur en í kvöld en Einar Andri bendir á að það segi ekki alla söguna. „Björgvin Páll var hrikalega öflugur þegar hann kom aftur inn á í síðari hálfleik. Heilt yfir vörðu þeir ekki marga bolta en það eru ekki heldur margir boltar sem við getum sagt að þeir hefðu átt að taka. Frakkarnir náðu oft að opna okkur mjög vel.“ „Auðvitað hefði það hjálpað til að fá stórleik frá markvörðunum okkar. Raunar er það svo að við hefðum þurft stórleik frá öllum til að vinna Frakka.“Með góða tilfinningu eftir mótið Hann hrósaði skapgerð íslenska liðsins sem hann sagði vera sterka. Hann kvíðir ekki framhaldinu. „Það hefði verið mjög auðvelt að tapa stórt og geta bara notað þá afsökun að við hefðum verið að spila við Frakka fyrir framan allt þetta fólk. Þetta var leikur og það vantaði ekki mikið upp á í síðari hálfleik til að setja alvöru pressu á Frakkana.“ „Þetta gefur okkur von fyrir framtíðina. Við skulum ekki gleyma að við eigum einn besta handboltamann inni [Aron Pálmarsson] og maður spyr sig hvernig hefði farið fyrir okkur ef hann hefði verið heill og verið með okkur á þessu móti,“ segir Einar Andri. „Við þurfum ekki að örvænta. Geir var að gefa ungum mönnum tækifæri og menn fá heilmikla reynslu. Það var augljóst að allir höfðu mikla trú á verkefninu en svona ákafa fylgir oft að menn gera einföld mistök en þeim mun fækka þegar ungir menn fá meiri reynslu. Það er hægt að gera væntingar til þessa liðs í framhaldinu og heildina á litið var þetta flott mót fyrir framtíð íslenska liðsins. Ég er með góða tilfinningu eftir þetta mót.“
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar: Bjarki Már bestur Ísland tapaði fyrir heimsmeisturum Frakklands, 31-25, fyrir framan tæplega 30.000 manns í Lille í dag. 21. janúar 2017 19:03 Ólafur: Var erfitt að gera leik úr þessu Ólafur Guðmundsson spilaði vel gegn Frökkum í kvöld en það var ekki nóg þegar strákarnir okkar féllu úr leik í 16-liða úrslitum á HM í handbolta. Frakkland vann að lokum sex marka sigur, 31-25. 21. janúar 2017 18:54 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 31-25 | Frakkar hnykluðu vöðvana eftir hlé Íslenska landsliðið í handbola er úr leik á heimsmeistaramótinu í Farkklandi eftir 31-25 tap fyrir gestgjöfunum í 16 liða úrslitum í kvöld. 21. janúar 2017 18:45 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Einkunnir strákanna okkar: Bjarki Már bestur Ísland tapaði fyrir heimsmeisturum Frakklands, 31-25, fyrir framan tæplega 30.000 manns í Lille í dag. 21. janúar 2017 19:03
Ólafur: Var erfitt að gera leik úr þessu Ólafur Guðmundsson spilaði vel gegn Frökkum í kvöld en það var ekki nóg þegar strákarnir okkar féllu úr leik í 16-liða úrslitum á HM í handbolta. Frakkland vann að lokum sex marka sigur, 31-25. 21. janúar 2017 18:54
Umfjöllun: Frakkland - Ísland 31-25 | Frakkar hnykluðu vöðvana eftir hlé Íslenska landsliðið í handbola er úr leik á heimsmeistaramótinu í Farkklandi eftir 31-25 tap fyrir gestgjöfunum í 16 liða úrslitum í kvöld. 21. janúar 2017 18:45