Könnuðu hvort tengsl væru milli mála Birnu og hinnar dönsku Emilie Atli Ísleifsson skrifar 23. janúar 2017 14:37 Lögregla notaðist við leitina að Emilie við kafara, dróna, lögregluhunda, þyrlu og mörg hundruð leitarmanna. MYND/MISSING PEOPLE DENMARK Lögreglumenn sem rannsaka mál Birnu Brjánsdóttur könnuðu hvort tengsl væru milli málsins og morðsins á hinni dönsku Emilie Meng sem fannst látin á aðfangadag síðastliðinn eftir að hafa verið leitað síðan í júlí. Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókn lögreglu á dauða Birnu, staðfesti í samtali við Vísi í gær að tengslin hefðu verið könnuð. Polar Nanoq hefði hins vegar ekki verið í höfn í Danmörku á þeim tíma sem stúlkan hvarf og því benti ekkert til þess að málin væru tengd. Togarinn lagði úr höfn í Fredrikshavn á Jótlandi laugardaginn 7. janúar áður en siglt var til Hafnarfjarðar og sá lögregla því ástæða til að kanna hvort að málin tengdust. Leit dönsku lögreglunnar að morðingja hinnar sautján ára Emilie komst á nýtt stig eftir að lík hennar fannst í stöðuvatni á Sjálandi að morgni 24. desember. Málið vakti gríðarlega athygli í Danmörku á síðasta ári.Leitað í fimm mánuði Þegar lík Emilie fannst voru rúmir fimm mánuðir liðnir frá því að hún kvaddi tvær vinkonur sínar fyrir utan lestarstöðina í Korsør, vestast á Sjálandi, snemma að morgni 10. júlí. Vinkonurnar höfðu þá verið að skemmta sér í Slagelse, um tíu kílómetrum austar. Vinkonurnar tvær höfðu ákveðið að taka leigubíl heim, en Emilie hafði valið að ganga um fjögurra kílómetra leið heim til foreldra sinna með tónlist í eyrunum. Ekkert hafði svo spurst til Emilie síðan, fyrr en að líkið fannst. Lögregla notaðist við leitina að Emilie við kafara, dróna, lögregluhunda, þyrlu og mörg hundruð leitarmanna. Á aðfangadag var svo greint frá því að lík Emilie hafi fundist í stöðuvatni, um 65 kílómetrum austur af Korsør. Maður sem var að viðra hundinn sinn fann lík Emilie eftir að hundurinn byrjaði skyndilega að haga sér skringilega.Fundu hníf og fleira Lögregla var fljótt kölluð á staðinn og við köfun fannst hníf og fleira sem talið er að gæti skipt sköpum í leitinni að morðingjanum. Morðingja Emilie er enn leitað. Stöðuvatnið er í um 35 kílómetra akstursfjarlægð í austurátt frá Korsør. Svæðið kallast Regnmarks Bakke og eru þar fjöldi smærri stöðuvatna. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Kári vill aðstoða lögreglu við greiningu lífsýna Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskar erfðagreiningar, hyggst leggja fram tillögu þess efnis að heimilt verði að greina lífsýni í sakamálum hér á landi. 23. janúar 2017 10:35 Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00 Vill takmarka veiðiheimildir skipa sem notuð eru til fíkniefnasmygls Sjávarútvegsráðherra Grænlands vill að grænlenska þingið takið málið til umfjöllunar. 23. janúar 2017 10:34 Athafnaði sig á svæðinu þar sem skórnir fundust í um tuttugu og fimm mínútur Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi ók Kia Rio bifreiðinni inn á svæðið þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust um hádegisbil á laugardaginn. Ekki sést hvað hann gerði þar. 23. janúar 2017 08:30 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Lögreglumenn sem rannsaka mál Birnu Brjánsdóttur könnuðu hvort tengsl væru milli málsins og morðsins á hinni dönsku Emilie Meng sem fannst látin á aðfangadag síðastliðinn eftir að hafa verið leitað síðan í júlí. Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókn lögreglu á dauða Birnu, staðfesti í samtali við Vísi í gær að tengslin hefðu verið könnuð. Polar Nanoq hefði hins vegar ekki verið í höfn í Danmörku á þeim tíma sem stúlkan hvarf og því benti ekkert til þess að málin væru tengd. Togarinn lagði úr höfn í Fredrikshavn á Jótlandi laugardaginn 7. janúar áður en siglt var til Hafnarfjarðar og sá lögregla því ástæða til að kanna hvort að málin tengdust. Leit dönsku lögreglunnar að morðingja hinnar sautján ára Emilie komst á nýtt stig eftir að lík hennar fannst í stöðuvatni á Sjálandi að morgni 24. desember. Málið vakti gríðarlega athygli í Danmörku á síðasta ári.Leitað í fimm mánuði Þegar lík Emilie fannst voru rúmir fimm mánuðir liðnir frá því að hún kvaddi tvær vinkonur sínar fyrir utan lestarstöðina í Korsør, vestast á Sjálandi, snemma að morgni 10. júlí. Vinkonurnar höfðu þá verið að skemmta sér í Slagelse, um tíu kílómetrum austar. Vinkonurnar tvær höfðu ákveðið að taka leigubíl heim, en Emilie hafði valið að ganga um fjögurra kílómetra leið heim til foreldra sinna með tónlist í eyrunum. Ekkert hafði svo spurst til Emilie síðan, fyrr en að líkið fannst. Lögregla notaðist við leitina að Emilie við kafara, dróna, lögregluhunda, þyrlu og mörg hundruð leitarmanna. Á aðfangadag var svo greint frá því að lík Emilie hafi fundist í stöðuvatni, um 65 kílómetrum austur af Korsør. Maður sem var að viðra hundinn sinn fann lík Emilie eftir að hundurinn byrjaði skyndilega að haga sér skringilega.Fundu hníf og fleira Lögregla var fljótt kölluð á staðinn og við köfun fannst hníf og fleira sem talið er að gæti skipt sköpum í leitinni að morðingjanum. Morðingja Emilie er enn leitað. Stöðuvatnið er í um 35 kílómetra akstursfjarlægð í austurátt frá Korsør. Svæðið kallast Regnmarks Bakke og eru þar fjöldi smærri stöðuvatna.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Kári vill aðstoða lögreglu við greiningu lífsýna Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskar erfðagreiningar, hyggst leggja fram tillögu þess efnis að heimilt verði að greina lífsýni í sakamálum hér á landi. 23. janúar 2017 10:35 Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00 Vill takmarka veiðiheimildir skipa sem notuð eru til fíkniefnasmygls Sjávarútvegsráðherra Grænlands vill að grænlenska þingið takið málið til umfjöllunar. 23. janúar 2017 10:34 Athafnaði sig á svæðinu þar sem skórnir fundust í um tuttugu og fimm mínútur Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi ók Kia Rio bifreiðinni inn á svæðið þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust um hádegisbil á laugardaginn. Ekki sést hvað hann gerði þar. 23. janúar 2017 08:30 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Kári vill aðstoða lögreglu við greiningu lífsýna Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskar erfðagreiningar, hyggst leggja fram tillögu þess efnis að heimilt verði að greina lífsýni í sakamálum hér á landi. 23. janúar 2017 10:35
Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00
Vill takmarka veiðiheimildir skipa sem notuð eru til fíkniefnasmygls Sjávarútvegsráðherra Grænlands vill að grænlenska þingið takið málið til umfjöllunar. 23. janúar 2017 10:34
Athafnaði sig á svæðinu þar sem skórnir fundust í um tuttugu og fimm mínútur Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi ók Kia Rio bifreiðinni inn á svæðið þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust um hádegisbil á laugardaginn. Ekki sést hvað hann gerði þar. 23. janúar 2017 08:30