Viðræðum sjómanna og útgerðarmanna slitið Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2017 15:44 Valmundur Valmundarson, formaður Sjómannasambandsins segir deiluna vera "stál í stál“. Vísir/VIlhelm Sjómannasamband Íslands, Sjómannafélag Íslands og VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna slitu kjaraviðræðum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi í dag. SFS segir ljóst að „ógerlegt“ sé að ganga að öllum kröfum sjómanna. Í tilkynningu frá SFS segir enn fremur að samtökin telji ábyrgð verkalýðsfélaganna vera ríka. Samningur finnist ekki með því að ganga frá samningaborði. „Tillitið hefur ekki verið gagnkvæmt og verkalýðsfélögin hafa því miður ekki ljáð máls á málefnalegum sjónarmiðum SFS. Það er miður að þau treysti sér ekki til að ræða allar hliðar kjaramála. Ljóst má vera að ógerlegt er að ganga að öllum kröfum þeirra.“ Sjómannasamband Íslands segir útgerðarmenn telja sig ekki geta komið til móts við „réttlátar kröfur“ sjómanna um hækkun olíuverðsviðmiðs né bætur vegna afnáms sjómannaafsláttar. „Nú reynir á samstöðuna. Stöndum saman allir sem einn og brotnum ekki,“ segir á Facebooksíðu Sjómannasambandsins eins og sjá má hér að neðan. Valmundur Valmundarson, formaður Sjómannasambandsins segir deiluna vera „stál í stál“. Hann varpar öllu tali um samfélagslega ábyrgð aftur til SFS og að „þeir geti ekki komið til móts við réttlátar kröfur sjómanna“. Hann segir að verkfallið muni halda áfram. Ekki sé búið að boða til nýs fundar, en samkvæmt lögum eigi hann að vera innan hálfs mánaðar. Þá segir Valmundur að hann óttist ekki lagasetningu. Því hafi verið lýst yfir innan úr stjórnkerfinu að það komi ekki til greina. „Samninganefndir sjómanna, Sjómannasambands Íslands, Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, Verkalýðsfélags Vestfirðinga og Sjómannafélags Íslands lýsa yfir vonbrigðum að slitnað hefur uppúr viðræðunum. Ofangreind samtök sjómanna vísa því til föðurhúsanna að það sé á ábyrgð sjómanna að sundur gekk. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi treystu sér ekki að koma til móts við sanngjarnar og réttlátar kröfur sjómanna til lausnar deilunni,“ segir í tilkynningu frá samninganefndum sjómanna. Kjaramál Verkfall 2016 Verkfall sjómanna Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Sjómannasamband Íslands, Sjómannafélag Íslands og VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna slitu kjaraviðræðum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi í dag. SFS segir ljóst að „ógerlegt“ sé að ganga að öllum kröfum sjómanna. Í tilkynningu frá SFS segir enn fremur að samtökin telji ábyrgð verkalýðsfélaganna vera ríka. Samningur finnist ekki með því að ganga frá samningaborði. „Tillitið hefur ekki verið gagnkvæmt og verkalýðsfélögin hafa því miður ekki ljáð máls á málefnalegum sjónarmiðum SFS. Það er miður að þau treysti sér ekki til að ræða allar hliðar kjaramála. Ljóst má vera að ógerlegt er að ganga að öllum kröfum þeirra.“ Sjómannasamband Íslands segir útgerðarmenn telja sig ekki geta komið til móts við „réttlátar kröfur“ sjómanna um hækkun olíuverðsviðmiðs né bætur vegna afnáms sjómannaafsláttar. „Nú reynir á samstöðuna. Stöndum saman allir sem einn og brotnum ekki,“ segir á Facebooksíðu Sjómannasambandsins eins og sjá má hér að neðan. Valmundur Valmundarson, formaður Sjómannasambandsins segir deiluna vera „stál í stál“. Hann varpar öllu tali um samfélagslega ábyrgð aftur til SFS og að „þeir geti ekki komið til móts við réttlátar kröfur sjómanna“. Hann segir að verkfallið muni halda áfram. Ekki sé búið að boða til nýs fundar, en samkvæmt lögum eigi hann að vera innan hálfs mánaðar. Þá segir Valmundur að hann óttist ekki lagasetningu. Því hafi verið lýst yfir innan úr stjórnkerfinu að það komi ekki til greina. „Samninganefndir sjómanna, Sjómannasambands Íslands, Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, Verkalýðsfélags Vestfirðinga og Sjómannafélags Íslands lýsa yfir vonbrigðum að slitnað hefur uppúr viðræðunum. Ofangreind samtök sjómanna vísa því til föðurhúsanna að það sé á ábyrgð sjómanna að sundur gekk. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi treystu sér ekki að koma til móts við sanngjarnar og réttlátar kröfur sjómanna til lausnar deilunni,“ segir í tilkynningu frá samninganefndum sjómanna.
Kjaramál Verkfall 2016 Verkfall sjómanna Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira