Viðræðum sjómanna og útgerðarmanna slitið Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2017 15:44 Valmundur Valmundarson, formaður Sjómannasambandsins segir deiluna vera "stál í stál“. Vísir/VIlhelm Sjómannasamband Íslands, Sjómannafélag Íslands og VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna slitu kjaraviðræðum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi í dag. SFS segir ljóst að „ógerlegt“ sé að ganga að öllum kröfum sjómanna. Í tilkynningu frá SFS segir enn fremur að samtökin telji ábyrgð verkalýðsfélaganna vera ríka. Samningur finnist ekki með því að ganga frá samningaborði. „Tillitið hefur ekki verið gagnkvæmt og verkalýðsfélögin hafa því miður ekki ljáð máls á málefnalegum sjónarmiðum SFS. Það er miður að þau treysti sér ekki til að ræða allar hliðar kjaramála. Ljóst má vera að ógerlegt er að ganga að öllum kröfum þeirra.“ Sjómannasamband Íslands segir útgerðarmenn telja sig ekki geta komið til móts við „réttlátar kröfur“ sjómanna um hækkun olíuverðsviðmiðs né bætur vegna afnáms sjómannaafsláttar. „Nú reynir á samstöðuna. Stöndum saman allir sem einn og brotnum ekki,“ segir á Facebooksíðu Sjómannasambandsins eins og sjá má hér að neðan. Valmundur Valmundarson, formaður Sjómannasambandsins segir deiluna vera „stál í stál“. Hann varpar öllu tali um samfélagslega ábyrgð aftur til SFS og að „þeir geti ekki komið til móts við réttlátar kröfur sjómanna“. Hann segir að verkfallið muni halda áfram. Ekki sé búið að boða til nýs fundar, en samkvæmt lögum eigi hann að vera innan hálfs mánaðar. Þá segir Valmundur að hann óttist ekki lagasetningu. Því hafi verið lýst yfir innan úr stjórnkerfinu að það komi ekki til greina. „Samninganefndir sjómanna, Sjómannasambands Íslands, Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, Verkalýðsfélags Vestfirðinga og Sjómannafélags Íslands lýsa yfir vonbrigðum að slitnað hefur uppúr viðræðunum. Ofangreind samtök sjómanna vísa því til föðurhúsanna að það sé á ábyrgð sjómanna að sundur gekk. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi treystu sér ekki að koma til móts við sanngjarnar og réttlátar kröfur sjómanna til lausnar deilunni,“ segir í tilkynningu frá samninganefndum sjómanna. Kjaramál Verkfall 2016 Verkfall sjómanna Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Sjómannasamband Íslands, Sjómannafélag Íslands og VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna slitu kjaraviðræðum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi í dag. SFS segir ljóst að „ógerlegt“ sé að ganga að öllum kröfum sjómanna. Í tilkynningu frá SFS segir enn fremur að samtökin telji ábyrgð verkalýðsfélaganna vera ríka. Samningur finnist ekki með því að ganga frá samningaborði. „Tillitið hefur ekki verið gagnkvæmt og verkalýðsfélögin hafa því miður ekki ljáð máls á málefnalegum sjónarmiðum SFS. Það er miður að þau treysti sér ekki til að ræða allar hliðar kjaramála. Ljóst má vera að ógerlegt er að ganga að öllum kröfum þeirra.“ Sjómannasamband Íslands segir útgerðarmenn telja sig ekki geta komið til móts við „réttlátar kröfur“ sjómanna um hækkun olíuverðsviðmiðs né bætur vegna afnáms sjómannaafsláttar. „Nú reynir á samstöðuna. Stöndum saman allir sem einn og brotnum ekki,“ segir á Facebooksíðu Sjómannasambandsins eins og sjá má hér að neðan. Valmundur Valmundarson, formaður Sjómannasambandsins segir deiluna vera „stál í stál“. Hann varpar öllu tali um samfélagslega ábyrgð aftur til SFS og að „þeir geti ekki komið til móts við réttlátar kröfur sjómanna“. Hann segir að verkfallið muni halda áfram. Ekki sé búið að boða til nýs fundar, en samkvæmt lögum eigi hann að vera innan hálfs mánaðar. Þá segir Valmundur að hann óttist ekki lagasetningu. Því hafi verið lýst yfir innan úr stjórnkerfinu að það komi ekki til greina. „Samninganefndir sjómanna, Sjómannasambands Íslands, Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, Verkalýðsfélags Vestfirðinga og Sjómannafélags Íslands lýsa yfir vonbrigðum að slitnað hefur uppúr viðræðunum. Ofangreind samtök sjómanna vísa því til föðurhúsanna að það sé á ábyrgð sjómanna að sundur gekk. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi treystu sér ekki að koma til móts við sanngjarnar og réttlátar kröfur sjómanna til lausnar deilunni,“ segir í tilkynningu frá samninganefndum sjómanna.
Kjaramál Verkfall 2016 Verkfall sjómanna Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira