Fæðubótarefni geta verið hættuleg fyrir íþróttafólk og almenna neytendur Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. janúar 2017 19:30 Fæðubótarefni geta verið hættuleg, bæði fyrir íþróttafólk og hinn almenna neytanda að sögn doktors í fræðunum. Markaðurinn er risastór en eftirlitið ekki nógu gott. Dr. Ron Maughan er sérfræðingur í íþróttanæringafræði og fæðubótarefnum. Hann hefur séð um þann málaflokk hjá Alþjóðaólympíunefndinni í fimmtán ár. Maughan er einn þriggja fyrirlesara á ráðstefnu Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Íþróttabandalag Reykjavíkur um lyfjamál sem fer fram í Háskólanum í Reykjavík á morgun. Fæðubótarefni eru mjög vinsæl en passi íþróttamenn sig ekki geta þeir endað í keppnisbanni. „Flestir íþróttamenn líta á fæðubótarefni sem eitthvað sem getur hjálpað þeim að halda sér í formi og bætt árangur þeirra. Við verðum samt að átta okkur á því að það er alltaf önnur hlið á málinu,“ segir Maughan. „Gæðastjórnun á efnunum og eftirlit með gæðastjórnun er ekki eins góð og hún ætti að vera. Sum efni innihalda ekki það sem er sagt á miðanum og önnur geta innihaldið efni sem eru bönnuð en það kemur ekki heldur fram á miðanum. Íþróttamaðurinn gæti því fallið á lyfjaprófi.“Þykjast ekkert vita Afreksfólk í íþróttum hefur í auknu mæli verið úrskurðað í keppnisbann vegna efna sem finnast í fæðubótarefnum þeirra en nánast undantekningarlaust segjast íþróttamennirnir ekki hafa vitað af bannaða efninu. „Í mörgum tilfellum er íþróttafólkið að þykjast ekkert vita. Enginn íþróttamaður hefur afsökun fyrir því að vita ekki hvert vandamálið er. Vandamálið er að í sumum fæðubótarefnum er alveg ótrúlega lítið af bönnuðum efnum. Þetta er svo lítið að þau hafa engin áhrif á líkamann, hvorki góð né slæm, en það er nóg til að íþróttamaður falli á lyfjaprófi,“ segir Maughan. Markaðurinn er risastór, segir doktorinn, og hinn almenni neytandi hefur ekki mikinn áhuga á að auka gæðaeftirlit með efnunum því þá eykst kostnaðurinn. Það kemur niður á íþróttamönnunum. Þetta er ekki góð þróun því efnin geta sum hver verið mjög hættuleg.Getur verið hættulegt „Það eru til mjög hættuleg fæðubótarefni og nýleg rannsókn í Bandaríkjunum leiddi í ljós að 23.000 manns á ári þurfa að mæta á bráðamóttöku vegna slysa tengdum þeim. Það eru hundruðir tilfella lifrasjúkdóma og meðal annars dauðsföll tengd efnunum,“ segir Maughan. „Það eru 60 prósent meiri líkur á því að menn sem nota fæðubótarefni sem hluta af vaxtarækt fái eistnakrabbamein. Þetta ætti að vera nóg til þess að fá fólk til að nota ekki fæðubótarefni án þess að hugsa ekki um hvað er í þeim.“ Falli þekktur afreksmaður í íþróttum á lyfjaprófi vegna ólöglegra efna í fæðubótarefnum er það ekki til að fæla fólk frá þeim. Þvert á móti. „Fólk sér að íþróttamaður hefur verið að nota ákveðna vöru og hefur náð árangri. Almenni neytandinn þarf ekki að gangast undir lyfjapróf þannig af hverju ætti hann að hafa áhyggjur,“ segir Ron Maughan.Á fimmtudaginn stendur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Íþróttabandalag Reykjavíkur fyrir ráðstefnu um lyfjamál kl.17:30-20:30 í Háskólanum í Reykjavík. Þrír áhugaverðir fyrirlesarar halda tölu, meðal annars fyrrverandi Tour de France hjólreiðamaðurinn Michael Rasmussen sem hefur viðurkennt stórfellda lyfjamisnotkun á meðan á ferlinum stóð. Nánari upplýsingar og skráningu má finna hér. Aðrar íþróttir Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
Fæðubótarefni geta verið hættuleg, bæði fyrir íþróttafólk og hinn almenna neytanda að sögn doktors í fræðunum. Markaðurinn er risastór en eftirlitið ekki nógu gott. Dr. Ron Maughan er sérfræðingur í íþróttanæringafræði og fæðubótarefnum. Hann hefur séð um þann málaflokk hjá Alþjóðaólympíunefndinni í fimmtán ár. Maughan er einn þriggja fyrirlesara á ráðstefnu Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Íþróttabandalag Reykjavíkur um lyfjamál sem fer fram í Háskólanum í Reykjavík á morgun. Fæðubótarefni eru mjög vinsæl en passi íþróttamenn sig ekki geta þeir endað í keppnisbanni. „Flestir íþróttamenn líta á fæðubótarefni sem eitthvað sem getur hjálpað þeim að halda sér í formi og bætt árangur þeirra. Við verðum samt að átta okkur á því að það er alltaf önnur hlið á málinu,“ segir Maughan. „Gæðastjórnun á efnunum og eftirlit með gæðastjórnun er ekki eins góð og hún ætti að vera. Sum efni innihalda ekki það sem er sagt á miðanum og önnur geta innihaldið efni sem eru bönnuð en það kemur ekki heldur fram á miðanum. Íþróttamaðurinn gæti því fallið á lyfjaprófi.“Þykjast ekkert vita Afreksfólk í íþróttum hefur í auknu mæli verið úrskurðað í keppnisbann vegna efna sem finnast í fæðubótarefnum þeirra en nánast undantekningarlaust segjast íþróttamennirnir ekki hafa vitað af bannaða efninu. „Í mörgum tilfellum er íþróttafólkið að þykjast ekkert vita. Enginn íþróttamaður hefur afsökun fyrir því að vita ekki hvert vandamálið er. Vandamálið er að í sumum fæðubótarefnum er alveg ótrúlega lítið af bönnuðum efnum. Þetta er svo lítið að þau hafa engin áhrif á líkamann, hvorki góð né slæm, en það er nóg til að íþróttamaður falli á lyfjaprófi,“ segir Maughan. Markaðurinn er risastór, segir doktorinn, og hinn almenni neytandi hefur ekki mikinn áhuga á að auka gæðaeftirlit með efnunum því þá eykst kostnaðurinn. Það kemur niður á íþróttamönnunum. Þetta er ekki góð þróun því efnin geta sum hver verið mjög hættuleg.Getur verið hættulegt „Það eru til mjög hættuleg fæðubótarefni og nýleg rannsókn í Bandaríkjunum leiddi í ljós að 23.000 manns á ári þurfa að mæta á bráðamóttöku vegna slysa tengdum þeim. Það eru hundruðir tilfella lifrasjúkdóma og meðal annars dauðsföll tengd efnunum,“ segir Maughan. „Það eru 60 prósent meiri líkur á því að menn sem nota fæðubótarefni sem hluta af vaxtarækt fái eistnakrabbamein. Þetta ætti að vera nóg til þess að fá fólk til að nota ekki fæðubótarefni án þess að hugsa ekki um hvað er í þeim.“ Falli þekktur afreksmaður í íþróttum á lyfjaprófi vegna ólöglegra efna í fæðubótarefnum er það ekki til að fæla fólk frá þeim. Þvert á móti. „Fólk sér að íþróttamaður hefur verið að nota ákveðna vöru og hefur náð árangri. Almenni neytandinn þarf ekki að gangast undir lyfjapróf þannig af hverju ætti hann að hafa áhyggjur,“ segir Ron Maughan.Á fimmtudaginn stendur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Íþróttabandalag Reykjavíkur fyrir ráðstefnu um lyfjamál kl.17:30-20:30 í Háskólanum í Reykjavík. Þrír áhugaverðir fyrirlesarar halda tölu, meðal annars fyrrverandi Tour de France hjólreiðamaðurinn Michael Rasmussen sem hefur viðurkennt stórfellda lyfjamisnotkun á meðan á ferlinum stóð. Nánari upplýsingar og skráningu má finna hér.
Aðrar íþróttir Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira