Fæðubótarefni geta verið hættuleg fyrir íþróttafólk og almenna neytendur Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. janúar 2017 19:30 Fæðubótarefni geta verið hættuleg, bæði fyrir íþróttafólk og hinn almenna neytanda að sögn doktors í fræðunum. Markaðurinn er risastór en eftirlitið ekki nógu gott. Dr. Ron Maughan er sérfræðingur í íþróttanæringafræði og fæðubótarefnum. Hann hefur séð um þann málaflokk hjá Alþjóðaólympíunefndinni í fimmtán ár. Maughan er einn þriggja fyrirlesara á ráðstefnu Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Íþróttabandalag Reykjavíkur um lyfjamál sem fer fram í Háskólanum í Reykjavík á morgun. Fæðubótarefni eru mjög vinsæl en passi íþróttamenn sig ekki geta þeir endað í keppnisbanni. „Flestir íþróttamenn líta á fæðubótarefni sem eitthvað sem getur hjálpað þeim að halda sér í formi og bætt árangur þeirra. Við verðum samt að átta okkur á því að það er alltaf önnur hlið á málinu,“ segir Maughan. „Gæðastjórnun á efnunum og eftirlit með gæðastjórnun er ekki eins góð og hún ætti að vera. Sum efni innihalda ekki það sem er sagt á miðanum og önnur geta innihaldið efni sem eru bönnuð en það kemur ekki heldur fram á miðanum. Íþróttamaðurinn gæti því fallið á lyfjaprófi.“Þykjast ekkert vita Afreksfólk í íþróttum hefur í auknu mæli verið úrskurðað í keppnisbann vegna efna sem finnast í fæðubótarefnum þeirra en nánast undantekningarlaust segjast íþróttamennirnir ekki hafa vitað af bannaða efninu. „Í mörgum tilfellum er íþróttafólkið að þykjast ekkert vita. Enginn íþróttamaður hefur afsökun fyrir því að vita ekki hvert vandamálið er. Vandamálið er að í sumum fæðubótarefnum er alveg ótrúlega lítið af bönnuðum efnum. Þetta er svo lítið að þau hafa engin áhrif á líkamann, hvorki góð né slæm, en það er nóg til að íþróttamaður falli á lyfjaprófi,“ segir Maughan. Markaðurinn er risastór, segir doktorinn, og hinn almenni neytandi hefur ekki mikinn áhuga á að auka gæðaeftirlit með efnunum því þá eykst kostnaðurinn. Það kemur niður á íþróttamönnunum. Þetta er ekki góð þróun því efnin geta sum hver verið mjög hættuleg.Getur verið hættulegt „Það eru til mjög hættuleg fæðubótarefni og nýleg rannsókn í Bandaríkjunum leiddi í ljós að 23.000 manns á ári þurfa að mæta á bráðamóttöku vegna slysa tengdum þeim. Það eru hundruðir tilfella lifrasjúkdóma og meðal annars dauðsföll tengd efnunum,“ segir Maughan. „Það eru 60 prósent meiri líkur á því að menn sem nota fæðubótarefni sem hluta af vaxtarækt fái eistnakrabbamein. Þetta ætti að vera nóg til þess að fá fólk til að nota ekki fæðubótarefni án þess að hugsa ekki um hvað er í þeim.“ Falli þekktur afreksmaður í íþróttum á lyfjaprófi vegna ólöglegra efna í fæðubótarefnum er það ekki til að fæla fólk frá þeim. Þvert á móti. „Fólk sér að íþróttamaður hefur verið að nota ákveðna vöru og hefur náð árangri. Almenni neytandinn þarf ekki að gangast undir lyfjapróf þannig af hverju ætti hann að hafa áhyggjur,“ segir Ron Maughan.Á fimmtudaginn stendur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Íþróttabandalag Reykjavíkur fyrir ráðstefnu um lyfjamál kl.17:30-20:30 í Háskólanum í Reykjavík. Þrír áhugaverðir fyrirlesarar halda tölu, meðal annars fyrrverandi Tour de France hjólreiðamaðurinn Michael Rasmussen sem hefur viðurkennt stórfellda lyfjamisnotkun á meðan á ferlinum stóð. Nánari upplýsingar og skráningu má finna hér. Aðrar íþróttir Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Sjá meira
Fæðubótarefni geta verið hættuleg, bæði fyrir íþróttafólk og hinn almenna neytanda að sögn doktors í fræðunum. Markaðurinn er risastór en eftirlitið ekki nógu gott. Dr. Ron Maughan er sérfræðingur í íþróttanæringafræði og fæðubótarefnum. Hann hefur séð um þann málaflokk hjá Alþjóðaólympíunefndinni í fimmtán ár. Maughan er einn þriggja fyrirlesara á ráðstefnu Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Íþróttabandalag Reykjavíkur um lyfjamál sem fer fram í Háskólanum í Reykjavík á morgun. Fæðubótarefni eru mjög vinsæl en passi íþróttamenn sig ekki geta þeir endað í keppnisbanni. „Flestir íþróttamenn líta á fæðubótarefni sem eitthvað sem getur hjálpað þeim að halda sér í formi og bætt árangur þeirra. Við verðum samt að átta okkur á því að það er alltaf önnur hlið á málinu,“ segir Maughan. „Gæðastjórnun á efnunum og eftirlit með gæðastjórnun er ekki eins góð og hún ætti að vera. Sum efni innihalda ekki það sem er sagt á miðanum og önnur geta innihaldið efni sem eru bönnuð en það kemur ekki heldur fram á miðanum. Íþróttamaðurinn gæti því fallið á lyfjaprófi.“Þykjast ekkert vita Afreksfólk í íþróttum hefur í auknu mæli verið úrskurðað í keppnisbann vegna efna sem finnast í fæðubótarefnum þeirra en nánast undantekningarlaust segjast íþróttamennirnir ekki hafa vitað af bannaða efninu. „Í mörgum tilfellum er íþróttafólkið að þykjast ekkert vita. Enginn íþróttamaður hefur afsökun fyrir því að vita ekki hvert vandamálið er. Vandamálið er að í sumum fæðubótarefnum er alveg ótrúlega lítið af bönnuðum efnum. Þetta er svo lítið að þau hafa engin áhrif á líkamann, hvorki góð né slæm, en það er nóg til að íþróttamaður falli á lyfjaprófi,“ segir Maughan. Markaðurinn er risastór, segir doktorinn, og hinn almenni neytandi hefur ekki mikinn áhuga á að auka gæðaeftirlit með efnunum því þá eykst kostnaðurinn. Það kemur niður á íþróttamönnunum. Þetta er ekki góð þróun því efnin geta sum hver verið mjög hættuleg.Getur verið hættulegt „Það eru til mjög hættuleg fæðubótarefni og nýleg rannsókn í Bandaríkjunum leiddi í ljós að 23.000 manns á ári þurfa að mæta á bráðamóttöku vegna slysa tengdum þeim. Það eru hundruðir tilfella lifrasjúkdóma og meðal annars dauðsföll tengd efnunum,“ segir Maughan. „Það eru 60 prósent meiri líkur á því að menn sem nota fæðubótarefni sem hluta af vaxtarækt fái eistnakrabbamein. Þetta ætti að vera nóg til þess að fá fólk til að nota ekki fæðubótarefni án þess að hugsa ekki um hvað er í þeim.“ Falli þekktur afreksmaður í íþróttum á lyfjaprófi vegna ólöglegra efna í fæðubótarefnum er það ekki til að fæla fólk frá þeim. Þvert á móti. „Fólk sér að íþróttamaður hefur verið að nota ákveðna vöru og hefur náð árangri. Almenni neytandinn þarf ekki að gangast undir lyfjapróf þannig af hverju ætti hann að hafa áhyggjur,“ segir Ron Maughan.Á fimmtudaginn stendur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Íþróttabandalag Reykjavíkur fyrir ráðstefnu um lyfjamál kl.17:30-20:30 í Háskólanum í Reykjavík. Þrír áhugaverðir fyrirlesarar halda tölu, meðal annars fyrrverandi Tour de France hjólreiðamaðurinn Michael Rasmussen sem hefur viðurkennt stórfellda lyfjamisnotkun á meðan á ferlinum stóð. Nánari upplýsingar og skráningu má finna hér.
Aðrar íþróttir Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Sjá meira