Draumadagur Björgvins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. janúar 2017 21:58 Efstu keppendur í karlaflokki. mynd/lyftingasamband íslands Talsverðar sviptingar urðu í karlakeppni Reykjavíkurleikanna í Ólympískum lyftingum í dag. Keppt var í svokallaðri Sinclair stigakeppni þar sem líkamsþyngd keppenda og heildarþyngd sem þeir lyfta reiknast upp í ákveðinn stigafjölda. Björgvin Karl Guðmundsson (Hengli) stóð uppi sem sigurvegari eftir frábæra frammistöðu þar sem hann setti fimm Íslandsmet. Í snörun dró Björgvin vagninn fyrir íslensku keppendurna en hann var í harðri keppni við hin finnska Jere Johansson eftir að lyftingamaður ársins 2016 Andri Gunnarsson (LFG) þurfti að hætta við keppni að sökum flensu. Björgvin snaraði 115 kg, 120 kg og loks 128 kg sem er nýtt Íslandsmet. Sá finnski snaraði 117 kg, 121 kg og 124 kg en hann mældist fjórum kg léttari en Björgvin og því var mjótt á munum í stigakeppninni. Einar Ingi Jónsson (LFR), næst stigahæsti íslenski lyftingamaðurinn, fór illa að ráði sínu og datt úr lek í snörun þegar hann klikkaði þrisvar sinnum á opnunarþyngdinni (110 kg). Svíinn Stefan Ågren lyfti 151 kg í fyrstu tilraun í -105 kg flokki en klikkaði síðan tvisvar sinnum á 157 kg. Það dugði honum þó til að leiða keppnina að snörun lokinni. Daníel Róbertsson (Ármanni) átti góðan dag og bætti sig um sjö kg þegar hann snaraði 120 kg en hann mælfist um 80 kg, tæpu kg léttari en Finninn Jere. Í jafnhendingunni byrjaði Björgvin á að lyfta 140 kg og Finninn 145 kg. Því næst lyfti Björgvin 151 kg og bætti Íslandsmet sitt um eitt kg. Jere Johansson lyfti þá 153 kg og var komin í forskot og Björgvin þurfti því að lyfta 157 kg til að hafa betur gegn Jere sem hann og gerði. Svíinn Agren var síðastur til að hefja keppni og opnaði með 192 kg en hann hafði stefnt að því að lyfta 201 kg sem hefði verið nýtt sænskt met í þeim þyngdarflokki. 192 kg reyndust of þung opnun fyrir Svíann sem féll úr leik eftir þrjár tilraunir. Björgvin stóð því uppi sem sigurvegari og var vel að því kominn eftir að hafa sett fimm Íslandsmet og klárað allar sínar lyftur.Úrslit dagsins: 1. Björgvin Karl Guðmundsson (Lyftingafélagið Hengill) – Líkamsþyngd: 84,65 kg Snörun: 128 kg – Jafnhending: 157 kg – Samanlagður árangur: 285 kg – Sinclair: 341,3 stig 2. Jere Johansson (Finnland) – Líkamsþyngd: 81,10 kg Snörun: 124 kg – Jafnhendingu: 153 kg – Samanlagður árangur: 277 kg – Sinclair: 339,1 stig 3. Daníel Róbertsson (Ármann) – Líkamsþyngd: 79,95 Snörun: 120 kg – Jafnhending: 135 kg – Samanlagður árangur: 255 kg – Sinclair: 314,5 stig Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Níu Íslandsmet í Ólympískum lyftingum kvenna Keppni í Ólympískum lyftingum kvenna á Reykjavíkurleikunum fór fram í Laugardalshöllinni í dag. Níu Íslandsmet voru sett í fullorðinsflokkum og fimm í unglingaflokkum en keppt var bæði í snörun og jafnhendingu. 29. janúar 2017 17:03 Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Sjá meira
Talsverðar sviptingar urðu í karlakeppni Reykjavíkurleikanna í Ólympískum lyftingum í dag. Keppt var í svokallaðri Sinclair stigakeppni þar sem líkamsþyngd keppenda og heildarþyngd sem þeir lyfta reiknast upp í ákveðinn stigafjölda. Björgvin Karl Guðmundsson (Hengli) stóð uppi sem sigurvegari eftir frábæra frammistöðu þar sem hann setti fimm Íslandsmet. Í snörun dró Björgvin vagninn fyrir íslensku keppendurna en hann var í harðri keppni við hin finnska Jere Johansson eftir að lyftingamaður ársins 2016 Andri Gunnarsson (LFG) þurfti að hætta við keppni að sökum flensu. Björgvin snaraði 115 kg, 120 kg og loks 128 kg sem er nýtt Íslandsmet. Sá finnski snaraði 117 kg, 121 kg og 124 kg en hann mældist fjórum kg léttari en Björgvin og því var mjótt á munum í stigakeppninni. Einar Ingi Jónsson (LFR), næst stigahæsti íslenski lyftingamaðurinn, fór illa að ráði sínu og datt úr lek í snörun þegar hann klikkaði þrisvar sinnum á opnunarþyngdinni (110 kg). Svíinn Stefan Ågren lyfti 151 kg í fyrstu tilraun í -105 kg flokki en klikkaði síðan tvisvar sinnum á 157 kg. Það dugði honum þó til að leiða keppnina að snörun lokinni. Daníel Róbertsson (Ármanni) átti góðan dag og bætti sig um sjö kg þegar hann snaraði 120 kg en hann mælfist um 80 kg, tæpu kg léttari en Finninn Jere. Í jafnhendingunni byrjaði Björgvin á að lyfta 140 kg og Finninn 145 kg. Því næst lyfti Björgvin 151 kg og bætti Íslandsmet sitt um eitt kg. Jere Johansson lyfti þá 153 kg og var komin í forskot og Björgvin þurfti því að lyfta 157 kg til að hafa betur gegn Jere sem hann og gerði. Svíinn Agren var síðastur til að hefja keppni og opnaði með 192 kg en hann hafði stefnt að því að lyfta 201 kg sem hefði verið nýtt sænskt met í þeim þyngdarflokki. 192 kg reyndust of þung opnun fyrir Svíann sem féll úr leik eftir þrjár tilraunir. Björgvin stóð því uppi sem sigurvegari og var vel að því kominn eftir að hafa sett fimm Íslandsmet og klárað allar sínar lyftur.Úrslit dagsins: 1. Björgvin Karl Guðmundsson (Lyftingafélagið Hengill) – Líkamsþyngd: 84,65 kg Snörun: 128 kg – Jafnhending: 157 kg – Samanlagður árangur: 285 kg – Sinclair: 341,3 stig 2. Jere Johansson (Finnland) – Líkamsþyngd: 81,10 kg Snörun: 124 kg – Jafnhendingu: 153 kg – Samanlagður árangur: 277 kg – Sinclair: 339,1 stig 3. Daníel Róbertsson (Ármann) – Líkamsþyngd: 79,95 Snörun: 120 kg – Jafnhending: 135 kg – Samanlagður árangur: 255 kg – Sinclair: 314,5 stig
Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Níu Íslandsmet í Ólympískum lyftingum kvenna Keppni í Ólympískum lyftingum kvenna á Reykjavíkurleikunum fór fram í Laugardalshöllinni í dag. Níu Íslandsmet voru sett í fullorðinsflokkum og fimm í unglingaflokkum en keppt var bæði í snörun og jafnhendingu. 29. janúar 2017 17:03 Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Sjá meira
Níu Íslandsmet í Ólympískum lyftingum kvenna Keppni í Ólympískum lyftingum kvenna á Reykjavíkurleikunum fór fram í Laugardalshöllinni í dag. Níu Íslandsmet voru sett í fullorðinsflokkum og fimm í unglingaflokkum en keppt var bæði í snörun og jafnhendingu. 29. janúar 2017 17:03