Heldur upp á árið í heild Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. janúar 2017 10:15 Hestamennskan hefur fylgt Kristbjörgu frá sjö ára aldri bæði í leik og starfi. Hér er hún að afmarka skeiðvöll. „Ég og bóndinn erum jafngömul og eigum afmæli með viku millibili. Við héldum vígalega veislu þegar við urðum 100 ára saman en nú ætlum við að hafa annan hátt á,“ segir hestakonan Kristbjörg Eyvindsdóttir á Grænhóli í Ölfusi sem er sextug í dag. Bóndi hennar er Gunnar Arnarsson. Saman stunda þau hrossarækt, útflutning, tamningu, stóðhestahald og þjálfun og eru margverðlaunuð fyrir ræktun sína sem lengst af hefur verið kennd við Auðsholtshjáleigu. Börnin þeirra tvö, Eyvindur Hrannar og Þórdís Erla, starfa bæði með þeim. Nú hyggjast þau hjón fagna árinu í heild og brydda upp á einhverju skemmtilegu í hverjum mánuði, saman og með fjölskyldunni. Þegar er búið að plana ferð til Eyja í febrúar. „Sonur okkar spilar með meistaraflokki Selfoss, við ætlum að fylgjast með strákunum og gera smá menningar- og frændræknisferð úr þessu,“ segir Kristbjörg, sem er fædd í Vestmannaeyjum. En hvernig kynntist hún hestamennskunni? „Pabbi hafði verið í sveit sem strákur og ákvað að fá sér hest þegar ég var um sjö ára. Þá var fyrir aðeins einn hestur í Eyjum, Gamli Rauður í Gerði, 32 vetra dráttarklár sem var fyrir löngu kominn á eftirlaun. Þar með hófst hestamennskan sem síðan hefur fylgt mér bæði í leik og starfi. Hún hefur veitt mér ótrúlega lífsfyllingu og leitt til kynna af mögnuðu fólki og hestum, byrjaði sem áhugamál en breyttist smátt og smátt í að verða lífsviðurværi.“ Enga tölu kveðst Kristbjörg hafa á verðlaununum sem þau Gunnar hafa fengið. „Búið og hrossin okkar hafa unnið til fjölda verðlauna og auðvitað er gaman að fá viðurkenningar en ánægjan kemur þó fyrst og fremst þegar gripirnir okkar blómstra og fylla okkur stolti.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. janúar 2017 Hestar Lífið Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
„Ég og bóndinn erum jafngömul og eigum afmæli með viku millibili. Við héldum vígalega veislu þegar við urðum 100 ára saman en nú ætlum við að hafa annan hátt á,“ segir hestakonan Kristbjörg Eyvindsdóttir á Grænhóli í Ölfusi sem er sextug í dag. Bóndi hennar er Gunnar Arnarsson. Saman stunda þau hrossarækt, útflutning, tamningu, stóðhestahald og þjálfun og eru margverðlaunuð fyrir ræktun sína sem lengst af hefur verið kennd við Auðsholtshjáleigu. Börnin þeirra tvö, Eyvindur Hrannar og Þórdís Erla, starfa bæði með þeim. Nú hyggjast þau hjón fagna árinu í heild og brydda upp á einhverju skemmtilegu í hverjum mánuði, saman og með fjölskyldunni. Þegar er búið að plana ferð til Eyja í febrúar. „Sonur okkar spilar með meistaraflokki Selfoss, við ætlum að fylgjast með strákunum og gera smá menningar- og frændræknisferð úr þessu,“ segir Kristbjörg, sem er fædd í Vestmannaeyjum. En hvernig kynntist hún hestamennskunni? „Pabbi hafði verið í sveit sem strákur og ákvað að fá sér hest þegar ég var um sjö ára. Þá var fyrir aðeins einn hestur í Eyjum, Gamli Rauður í Gerði, 32 vetra dráttarklár sem var fyrir löngu kominn á eftirlaun. Þar með hófst hestamennskan sem síðan hefur fylgt mér bæði í leik og starfi. Hún hefur veitt mér ótrúlega lífsfyllingu og leitt til kynna af mögnuðu fólki og hestum, byrjaði sem áhugamál en breyttist smátt og smátt í að verða lífsviðurværi.“ Enga tölu kveðst Kristbjörg hafa á verðlaununum sem þau Gunnar hafa fengið. „Búið og hrossin okkar hafa unnið til fjölda verðlauna og auðvitað er gaman að fá viðurkenningar en ánægjan kemur þó fyrst og fremst þegar gripirnir okkar blómstra og fylla okkur stolti.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. janúar 2017
Hestar Lífið Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira